Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.10.2004, Side 22

Víkurfréttir - 21.10.2004, Side 22
VE sautján r'Ki ' ristján Rúnar Sigurðsson leikur bakvarðastöðu með Njarðvíkurliðinu. Hann þykir eitruð skytta og ,-gefur því skiijanlcga lítið fyrir hugmyndir um afnám þriggja stiga iínunnar. Uppáhaldshljómsveit Kristjáns er Creedence Clearwater Revival og hann myndir kaupa sér körfuboltaskó ef hann ætti að eyða tíu þúsund kalli. Kristján svarar hér laufléttum VF-17 spurningum. Nafn: Kristján Rúnar Sig- urðsson Aldur: 18 ára Uppáhaldstaia: 8 Stjörnumerki: Hrútur Hvcnær byrjaðirðu í körf- unni? Eitthvað um 10 ára Hvað er uppáhaldslið- ið/leikmaðurinn í NBA? Detroit Pistons, Chauncey Billups Hvaða ieikmann á íslandi myndir þú borga fyrir að sjáog afhvcrju? Allt Njarðvíkurliðið eins og það er að spila núna Hvað er þitt mesta afrek á körfuboltavellinum? Norðurlandameistari með u- 18 í vor Uppáhaldshljómsveit? Creedence Clearwater Revi- val Hverjar eru uppáhalds vefsíðurnar þínar? umfn.is, fotbolti.net Hvaða gcisladisk keypt- irðu síðast? Hljóðlega af stað með Hjálmum Hvað ætlarðu að verða? Hef ekki hugmynd Hvað myndirðu kaupa ef þú ættir að eyða tíuþús- undkalli? Kaupa mér annað par af körfuboltaskóm Eitt orð sem kemur upp í hugann þegar þú heyrir eftirfarandi: -Spalding: Körfubolti -Kobe: Bryant -Teitur Orlygsson: Einn besti körfuboltamaður ís- lands fýrr og síðar -FM-957: Leiðindi - Vf.is: Góð vefsíða Hvað finnst þér um þær hugmyndir að lcggja af 3ja stiga körfur? Líst ekkert á þá hugmynd. Pistlar úr Púlsiiunn Lærðu fljótt á gítar! Hvort sem þig langar til að spila í partý, semja lög við texta eða spila fyrir litlu bömin á leikskólanum þá er vinnukonugrip einfóld leið til að læra á gítar. Það hafa margir sótt námskeið í vinnukonu- gripi í Púlsinum. Oli Þór kennir þér réttu gripin, þú æfir þig heima og þá lærirðu að spila undir með alls konar lögum. Hvemig væri að láta drauminn rætast og læra loksins að spila á gítar! Að hika er sama og tapa. Skráning er hafín, örfá pláss laus! Nemendur FS taka áskorun í VF Helgi Gíslason kann að prjóna og cf hann ætti gíraffa myndi hann skíra hann Afa. Helgi skorar á Erik Olaf Eriksson. Meðal spurninga sem Helgi spyr Erik er hver sé hans skoðun á NAFTA. Kanntu að prjóna? Hvort ég kann að ptjóna Á skalanum 1-10, hversu harður ertu? Á skalanum 1-10 þá er ég 11 Ef þú ættir gíraffa, hvað myndirðu kalla hanna? Eg myndi skíra gíraffann Afi Ef þú gætir farið aftur í tímann, hverju myndir- ðu bre\ ta? Ef ég gæti farið aftur í tímann þá nryndi ég heilsa u pp á Lennon Hver er uppáhalds einræðisherrann þinn? Adolf Hitler, Ein Volk, Ein Reich, Ein Fuhrer Ég skora á Erik Olaf Eriksson Spurningar til Eriks: Hefurðu fengið harðsperrur í hjartaö af því að þú elskar Ingu kærustuna þína svo mikið? Á ekkert að fara og skella sér í gymmið og koma sér í form? Hvenær ertu nettastur á því? Hvað myndurðu gera ef þú myndir hitta Huga (ofur-Huga) á popp tíví? Hver er þín skoðun á NAFTA? Efni og ábendingar til VF17 • johannes@vf.is > Sungið á sal í Fjölbrautaskóla Suðurnesja: Góð stemmning á söngsal Fyrir stuttu söfnuðust nemendur og kennarar Fjölbrautaskóla Suður- nesja saman á sal og sungu. Er þetta orðinn fastur liður í dag- skrá hverrar annar. Að þessu sinni stóð söngsalurinn svo sannarlega undir nafni því hinn nýi salur skólans hentar óneitanlega betur undir uppá- komur sem þessar en gamli sal- urinn. Kór FS leiddi sönginn og tók auk þess nokkur lög. Að venju var það Gunnlaugur Sigurðsson stærðfræðikennari og gítarleikari sem lék undir með aðstoð rótar- ans Daníels Galvez. Kjartan Már Kjartansson stjómaði kómum og Guðbrandur Einarsson lék undir á píanó ásamt Gunnlaugi. Eins og sést á myndunum var mikill íjöldi nemenda samankominn í salnum og stemmningin góð. > Stúlkurnar níu koma fram þann 6. nóvember: Omen fyrirsætukeppnin áTraffic Fyrirsætukeppnin Qmen stúikan árið 2004 verður haldin 6. nóvembcr næstkomandi á skemmtistaðn- um Traffic í Reykjanesbæ. Stúlkurnar sem taka þátt eru níu talsins og eru allar frá Suð- urnesjum. Keppnin hefur verið haldin einu sinni áður en þó ekki með þessu sniði því aðeins var kosið á net- inu síðast. Þeir sem standa að keppninni eru Víkurfréttir og Mangó en stúlkurnar klæddust fötum frá þeim síðarnefndu á myndunum sem birtust í sumar. Val á stúlkunni er ekki eingöngu í höndum dómnefndar því net- verjum gefst tækifæri á því að kjósa sína Qmen stúlku með því að velja Qmen merkið til hægri á upphafssíðu Víkurfrétta. Það eru þau atkvæði sem gilda síðan á móti atkvæðum dómnefndar. Dómnefndin verður þéttskipuð fólki úr fyrirsætubransanum jafht sem og skemmtikröftum. Qmen stúlkurnar hafa verið eftirsóttar á vef Víkurfrétta og hafa nokkur þúsund netverjar skoðað þær daglega. Frekari upplýsinga um keppnina má vænta á allra næstu dögum. 22 VÍKURFRÉTTIRÁ NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! MYNDIR: AXEL SIGURBJÖRNSSON

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.