Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.05.2006, Qupperneq 4

Víkurfréttir - 11.05.2006, Qupperneq 4
á fulltrúum meirihlutans geti ekki flokkast undir undantekn- ingar. Segir einnfremur „að hér sjáist í verki sú vanvirðing sem núverandi meirihluti hafi sýnt lýðræðislegum vinnu- brögðum á kjörtímabilinu“. Minnihlutinn gleymir því að þetta sparar peninga fyrir sveitarfélagið, það þarf jú varla greiða mönnurn nefndarlaun ef þeir rnæta ekki á fundi, er það? Stóru orðin... Meðan orrahríðin um nýjan sóknarprest stóð sem hæst á dögunum, var mörgum heitt í hamsi í hita leiksins. Margir höfðu á orði að þeir ætluðu ekki að láta þennan gjörning yfir sig ganga og segja sig frekar úr þjóðkirkjunni. Við mótmælin fyrir utan Keflvíkurkirkju við upphaf prestastefnu fékk biskup þau skilaboð frá viðstöddum að fólk rnyndi ganga úr söfn- L'Oréal kynning og 20% afsláttur af öllum L'Oréal vörum í Lyf & heilsu Keflavík föstudaginn 12. maí kl. 13-18 uðinum unnvörpum og án fólksins væri kirkjan ekki neitt. Eitthvað virðist fólk vera að renna á rassinn með stóru orðin, því samkvæmt eftir- grennslan VF hjá Hagstofunni, hefur aðeins einn í Keflavíkur- sókn sagt sig úr Þjóðkirkjunni allan síðasta mánuð. Það er þá allavega einn sem stendur við það sem hann segir... Samsæri um sýslumannsembætti? Núna þegar sr. Skúli Sigurður Ólafsson hefur verið vígður til embættis sem sóknarprestur í Keflvíkurprestakalli, er eiginkona hans, sem gegnir stöðu sýslumanns á Isafirði, að leita fyrir sér eftir öðru starfi hér fyrir sunnan, samkvæmt því sem frarn kemur í viðtali við sr. Skúla í Bæjarins Besta. Skúli segir eiginkonuna verða að finna sér „áhugavert starf“ áður en hún kernur suður. Sem kunnugt er hefur sú samsæriskenning verið á lofti að eiginkonu sr. Skúla, Sigríði Björg Guðjónsdóttur, sé ætlað sýslumannsembættið í Keflavík, sem losnar bráðum. Sigríður hefur sjálf blásið á slíkar samsæriskenningar og segir ekkert plott í gangi. Þetta gerir það að verkum að nú bíða margir spenntir eftir því að sjá hver hlýtur embættið þegar þar að kemur... Bankastræti? Pósthússtræti er staðreynd í Reykjanesbæ og þar hefur þegar risið eitt háhýsi og annað byggist hratt þessar vikurnar. Ekki langt frá, við Hafnargötu 90, eru að hefjast framkvæmdir við að breyta húsinu í glæsilegt útibú KB banka á Suðurnesjum. Á lóð gömlu Fiskiðjunnar á síðan að fara að byggja stórt og mikið hús fyrir Glitni, eða gamla íslandsbanka. Nú er spurning hvort hornið á Hafnargötu og Flugvallarvegi fái ekki nýtt nafn og verði framvegis kallað Bankastræti...? Rússi olli usla Amerískum meðlimi í samn- inganefnd Bandaríkjamanna í viðræðum við Islendinga urn framtíð varnarstöðvarinnar var brugðið þegar honum var á dögunum sýnd útprentun af vef Víkurfrétta sem sýndi að Igor Ivanov, framkvæmdastjóri rússneska þjóðaröryggisráðsins væri staddur í Keflavík. Hann var fljótur að taka útprentunina og sýna amerískum kollegum sínum. Eitthvað virtist Rússagrýlan hafa hreyft við honum og tíðindi síðustu daga um hugsanlegt „nýtt kalt stríð“ Bandaríkjamanna og Rússa kemur ekki á óvart. Keflavíkurstöðin var jú mikilvæg kananum þegar „rússneski björninn" var að sýna klærnar í norðurhöfum. Fór vel á með Ivanov og hótelstjóranum Þeir Steinþór Jónsson, hótelstjóri Hótels Keflavíkur og Igor Ivanov, hægri hönd Pútíns Rússlandsforseta, eru miklir mátar eftir dvöl rússneska bjarnarins á hóteli Steinþórs. Heimildir S&S benda til þess að Steinþór og Ivanov hafi rætt varnarliðsmálin og að Igor hafi ætlað að taka málið upp við ráðamenn í Ameríku, þangað sem Rússinn var að fara þegar vélin hans bilaði í Keflavík. 4YOU Rússneska birninum var ekið urn götur Keflavíkur á glæsilegum Lexus Hildar Sigurðardóttur, eiginkonu hótelstjórans með einkanúmerinu 4YOU. Hildur fagnar 40 ára afmæli urn helgina... Dæmigert er það ekki? Kynjahlutfall þeirra starfsmanna sem ráðnir verða vegna kom- andi sveitarstjórnarkosninga, olli vangaveltum bæjarfulltrúa á síðasta bæjarstjórnarfundi í Reykjanesbæ. Kjartan Már Kjart- ansson vakti athygli á því að af þeim 50 starfsmönnum sem munu halda utan um kjördeild- irnar, eru 42 konur en aðeins 8 karlar. Ekki höfðu viðstaddir neinar skýringar á þessu, nema helst Sveindís Valdimars- dóttir, sem fannst sennileg- asta skýringin vera sú að þessi störf hlytu að vera svona illa launuð... honum að setjast hjá þeim, því hann vildi fá mynd afþeim þremur saman. Eitthvað hik var á Steina en Jói linnti ekld látum fyrr en Steini settist hjá þeim og ljósmyndarinn smellti af. „Hva, af hverju vildurðu fá mynd af okkur saman', spurði Steini að lokinni myndatökunni. „Jú, við þrír verðurn nefnilega ekki í næstu bæjarstjórn", svaraði Jói um hæl... Hrekkjóttur Jóhann Einhver púki er hlaupinn í Jóa Geirdal, sem leggur sig fram um að hrekkja aðra bæjarfulltrúa, svona rétt áður en hann hverfur af vettvangi bæjarmálanna. Þar sem þessi bæjarstjórn er að renna sitt skeið á enda, var fenginn ljósmyndari til að mynda hana fyrir síð- asta bæjarstjórnarfund. Eftir myndatökuna var slegið á létta strengi áður en fundur hófst. Jóhann og Kjartan Már sátu hlið við hlið, þegar Jói kallaði á Steina Erlings og bauð Er ekki stundurn betra að láta ÍSLENDINGA framleiða fyrir sig vöruna? Slakar mætingar Minnihluti bæjarstjórnarinnr í Sandgerði skammar meiri- hlutann fyrir slakar mætingar á fundi hjá fagráðum á vegum bæjarins. I nýlegri bókun minni- hlutans segir að fulltrúa meiri- hlutans hafl vantað á 5 fundi af 11 og ekki voru varamenn heldur rnættir. Segir í bókun- inni að síendurtekin vöntun VÍKURFRÉTTIR I 19. TÖLUBIAÐ I 27.ÁRCANGUR VÍKURFRÉTTIR Á NETINU • www.vf.is • LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.