Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.05.2006, Síða 6

Víkurfréttir - 11.05.2006, Síða 6
Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjanesbæ: Q Kynntu framtíðarsýn D-lista til ársins 2010 „Tími til að lifa og njóta“, er yfirskrift stefnu- skrár sem D-listinn í Reykjanesbæ var að gefa út í veglegu kynningarriti og kynnt var á þriðju- daginn af þeim frambjóðendum sem skipa efstu sæti listans. í ritinu er að finna það sem D-listinn kallar framtíðarsýn til árins 2010 og er víða drepið niður fæti hvað málefni varðar. Árni Sigfússon, sem leiðir D-listann, fylgdi stefnuskránni úr hlaði þar sem hann kom inn á helstu áherslumál listans og hvaða málum hefði verið framfylgt á kjörtímabilinu. Má þar nefna hóflegt gjald fyrir máltíðir í grunnskólum, frí- stundaskóla að loknum skóladegi, gjaldfríar stræt- isvagnaferðir, styrki til íþróttafélaga og frítt í sund. Árni gat þess að engir biðlistar væru eftir ieikskólaplássi í Reykjanesbæ og að áfram yrði miðað við að öllum 2ja ára börnum byðist heils- dagsvistun á leikskóla, auk þess sem gjald fyrir leikskóla lækkar. „Áfram verður unnið eftir þeirri stefnu að fjölga styrkum stoðum í atvinnumálum. Alþjóðaflug- völlur, iðnaðarsvæði í Helguvík, orkuvinnsla, ferðaþjónusta og íþrótta- og heilsutengd þjón- usta, auk menningarverkefna, s.s. tónlistar, verða undirstöður í atvinnuþróun svæðisins", segir í kynningarritinu. Það gefur auga leið að þörfin fyrir margvíslega þjónustu við VL hverfur við brottför þess. Þessi herramaður mun t.d. þiggja klippingu annarsstaðar í framtiðinni. VF-mynd: elg Starfsmenn Varnarliðsins: Áhyggjur vegna nei- kvæðra margfeldisáhrifa Vel mátti greina áhyggju- tón meðal starfsfólks VL, á stöðufundi sem Árni Sigfússon og Geir H. Haarde héldu í salarkynnum FS á mánudaginn. Fundar- menn höfðu m.a. áhyggjur af starfslokasamningum og nei- kvæðum margfeldisáhrifum vegna brotthvarfs VL en fjöl- mörg fyrirtæki bæði innan og utan vallar byggja afkomu sína á þjónustu við Varnarliðið. Fram kom í máli fundarmanna að samdráttur hjá þessum fyr- irtækjum væri óumflýjanlegur, sem hlyti óhjákvæmilega að hafa í för með sér minni þörf fyrir mannafla, þannig að ekki væri eingöngu verið að tala um uppsagnir 600 starfsmanna VL í þessu samhengi. Samkvæmt þeim upplýsingum sem blaðið hefur aflað nrunu 327 manns starfa innan vallar hjá fyrirtækjum sem byggja starfsemi sína eingöngu á þjón- ustu við VL. Þessir starfsmenn teljast ekki með þeim 600 starfs- mönnum VL sem sagt hefur verið upp störfum. Þá á einnig eftir að taka með í reikninginn starfsmenn þeirra fyrirtækja sem starfa utan vallar og byggja að talsverðu eða einhverju leiti á þjónustu við Varnarliðið. Ef notaður er sami stuðull og stuðst er við þegar reiknuð eru margfeldisáhrif af álveri á Reyðarfirði, má reikna með að brotthvarf VL hafi áhrif á störf 1500 manna. Kristján Gunnars- son, formaður VFSK segist hins vegar ekki vilja taka svo djúpt í árinni. „Við sögðum í upphafi að við gætum verið að tala um 1000 manns í þessu samhengi. Það var dregið í efa en þegar þessar tölur hafa verið dregnar saman sjáum við að þetta er ekki óvar- leg ályktun. Þá á eftir að taka inn í þetta þau áhrif sem brott- hvarf VL hefur á aðra starfsemi utan vallar", sagði Kristján í sam- tali við VF. „Þegar þessi neikvæðu margfeld- isáhrif verða bláköld staðreynd, má segja að þau verði timþur- mennirnir af þessu bjarsýnis- fyllerí sem á vissan hátt virðist vera í gangi. Við höfum bent á þetta og fengið skömm í hattinn fyrir að vera að mála skrattann á vegginn. Ég segi hins vegar að það er eitt að vera svartsýnn og annað að vera raunsær", sagði Kristján. Reykjanesbær: Opinn dagur í söfnum Laugardaginn 13. maí frá kl. 14 til 17 geta bæj- arbúar og gestir kynnt sér nýtt húsnæði Byggðasafns Reykjanesbæjar og Islendings ehf, að Njarðarbraut 3 í Innri- Njarðvik, Reykjanesbæ. íslendingur ehf hefur þar skrifstofu sína og vinnuaðstöðu vegna undirbún- ings að opnun húsnæðis Islend- ings sem fyrirhuguð er árið 2007. Má þar m.a. sjá hluta af sýningu frá Smithsonian safn- inu. Gunnar Marel er í síma: 894 2874. Víkingaskipið íslend- ingur er til sýnis við Stekkjarkot, gamla þurrabúð sem jafnframt er hægt að skoða og er aðeins steinsnar frá Njarðarbraut. Þar skammt frá má jafnframt sjá 7m eftirgerð af Kaldárhöfðasverð- inu sem nýlega var sett upp í Reykjanesbæ í tengslum við Vík- ingaheim. Byggðasafn Reykjanesbæjar á Njarðarbrautinni eru aðal munageymslur safnsins. I sumar verða geymslurnar opnar með reglubundum hætti og geta því bæjarbúar og gestir kynnt sér safnkostinn. Auk þess verður stillt upp nokkrum völdum þáttum úr safneigninni, við byrjum á munum sem tengjast ýmsum iðngreinum, í samræmi við viljayfirlýsingu safnsins til að sinna sérstaklega iðnsög- unni. Þessi opnun safngeymslna er tilraunaverkefni til að víkka út rekstur Byggðasafnsins í átt til tómstunda almennings þannig að safnið geti orðið uppspretta hugmynda, fróðleiksbrunnur og dægradvöl. Byggðasafnið samanstendur af þrem safnflokkum: munum (um 8000 gripir), myndum (um 400 þúsund myndir auk hreyfimynda) og skjölum (stærð hefur ekki verið metin), auk þess eru í umsjón þess tvö sérsöfn: Poppminjasafn íslands og Iþróttaminjasafn Reykjanes- bæjar. Safnið var stofnað 1978 af bæj- arstjórnum Njarðvíkur og Kefla- víkur. Safnið hefur starfsemi í þrem sýningahúsum: Duushús, Stekkjarkot og Innri-Njarð- víkkurhúsið, hefur geymslur á fjórum stöðum, Vatnsnesi, Kjarna, Steypunni og á Njarðar- braut, aðal skrifstofur safnsins eru að Vatnsnesi. Forstöðumaður safnsins er: Sigrún Ásta Jónsdóttir; 865 6160, netfang: sigrun.a.jonsdott- ir@reykjanesbaer.is. Ennfremur má benda á vefsvæði safnsins: reykjanesbaer.is/byggdasafn Önnur söfn: Að auki má benda á eftirtalin söfn sem hafa opnar sýningar á laugardaginn: ListasafnReykjanesbæjaríDuus- húsum I EYGSJÓN - SEX FÆREYSKIR MÁLARAR Um er að ræða rúmlega 20 verk unnin með olíu á striga og er myndefnið færeysk náttúra. Þeir sem eiga verk á sýningunni eru: Amariel Norðoy, Bárður Jákupsson, Eyðun av Reyni, Kári Svensson, Torbjörn Olsen og Össur Mohr. Gryfjan: sýning Poppminjasafns Islands - Stuð og friður. Sýningar í Duushúsum eru opnar alla daga frá 13:00 til 17:30. Sýningarrýmið Suðsuðvestur Hafnargötu 22 HOLIR BOLIR - INDIANA AUÐUNSDÓTTIR Opnunartími: fimmtudaga og föstudaga frá kl. 16. - 18. og laugardaga og sunnudaga frá kl.14.- 17. Annars er opið eftir samkomulagi. Umsjónarmenn suðsuðvestur: Inga Þórey Jóhannsdóttir (662 8785) inga@sudsudvestur.is. Thelma Björk Jóhannesdóttir (861 5243) thelma@sudsu- dvestur.is VfKURFRÉTTIR Á NETINU •www.vf.is* LESTU NÝJUSTU FRÉTTiR DAGLEGA! 6 VÍKURFRÉTTIR : 19. TÖLUBLAD i 27. ÁRGANGUR

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.