Víkurfréttir - 11.05.2006, Qupperneq 9
Opnun laugardaginn 13. maí kl
VÁ;f
|
Sunddagur í lauginni
13. maí með Rás 2
- frítt í sund -
Nýja sundlaugin og Vatnaveröld verða
opnaðar formlega með sérstakri athöfn
á morgun, föstudaginn 12. maí, kl. 16:00.
Á laugardaginn 13. maí, verða hin nýju
íþróttamannvirki opnuð fyrir almenningi
kl. 8:00. Þá er sérstakur sunddagur í Sund-
miðstöðinni, frítt í sund fyrir alla, fjölbreytt
skemmtidagskrá frá kl. 13:00 til 16:00 og Rás 2
verður með beina útsendingu frá staðnum.
50 metra innisundlaug
Við óskum íbúum Reykjanesbæjar hjartanlega til hamingju með nýtt og glæsilegt
íþróttamannvirki, 50 metra innisundlaug hjá Sundmiðstöðinni við Sunnubraut.
Nýja innisundlaugin er önnurtveggja 50 metra innisundlauga á Islandi og löggilt
keppnislaug fyrir alþjóðleg mót. Með sérstakri lyftubrú má skipta henni i tvær 25 m
kennslulaugar og fá þannig aðstöðu til sundkennslu fyrir tvo grunnskóla.
Vatnaveröld
Hjá nýju innisundlauginni er Vatnaveröld, nýr og glæsilegir vatnagarður fyrir yngstu
kynslóðina, einn hinn glæsilegasti á landinu og hinn eini sem er að öllu leyti innan-
dyra. Hönnun, frágangur og aðbúnaður eru eins og best verður á kosið enda stefnt
að því frá upphafi að hið nýja íþróttamannvirki verði íbúum Reykjanesbæjar til
sóma á allan hátt.
E F F
Fasteien H F
Uppbygging íþróttamannvirkja í Reykjanesbæ
Nýja innisundlaugin og Vatnaveröldin eru hluti af uppbyggingu íþróttamannvirkja
í tengslum m.a. við Íþróttaakademíuna i Reykjanesbæ og mikilvægur áfangi i átt
að því takmarki að gera Reykjanesbæ að höfuðstað íþróttakennslu og iþrótta-
þjálfunar á Islandi.
A ATAFL
vsr
Vcrkfræðistofa
Sigurðar Thoroddscn hf.
TBKNISTOFAN ehf ARKITEKTAR
VERKFRÆOISTOFA SUÐURNESJA