Víkurfréttir - 11.05.2006, Side 16
Heldur Kaninn fjarskiptamiðstöðinni?
Bandaríkjaher hefur
lagt ofuráherslu á að
halda fjarskiptamið-
stöðinni í Grindavík þrátt
fyrir að meginstarfsemi hers-
ins flytjist úr landi og virðist
sem eitthvað hafi þokast í þá
átt. Samkvæmt heimildum
Víkurfrétta er herinn að
koma upp bættu eftirlitskerfi
í kringum íjarskiptamiðstöð-
ina og má því leiða líkum að
því að þeir hafi fengið ein-
hverskonar vilyrði fyrir að
halda afnotum af stöðunni.
Fjarskiptamiðstöðin í Grinda-
vík er ein mikilvægasta aðstaða
Bandaríkjamanna á íslandi og
sendir út á mjög lágri tíðni,
eða 25 riðum. Hún gegnir mik-
ilvægu hlutverki í samskiptum
kafbáta Bandaríkjahers frá
Norður-Atlantshafi allt suður í
Miðjarðarhaf. Kafbátarnir hafa
allt að llkm langt „loftnet"
sem þeir draga á eftir sér til að
ná fjarskiptaséndingum.
Hins vegar er þeirri spurn-
ingu ósvarað hvað íslendingar
munu fá í skiptum.
Starfsmenn
flugvallar halda
vinnu samkvæmt
nýjum lögum
Þeir starfsmenn sem sagt
hefur verið upp störfum
á Keflavíkurflugvelli og
heyra undir nýstofnaða Flug-
málastjórn, geta fengið vinnu
hjá hinni nýju stofnun. Geir
H. Haarde, utanríkisráðherra,
segir að í framtíðinni rnuni
starfsemin á Keflavíkurflug-
velli heyra undir samgöngu-
ráðuneytið.
Utanríkisráðherra mælti fyrir
frumvarpi um stofnun Flugmála-
stjórnar á Keflavíkurflugvelli
á Alþingi. Frumvarpið hefur
verið samþykkt sem lög frá Al-
þingi. Meðal þeirrar starfsemi
sem heyra mun undir Flugmála-
stjórn er slökkvilið og rekstur
flugbrauta. í frumvarpinu er
kveðið á um að allir þeir starfað
hafa við rekstur flugvallarins hjá
Varnarliðinu, verði endurráðnir
og þessar stöður ekki auglýstar
sérstaklega.
Tónlgikar
Starfslokasamningar
ekki inni í viðræðrinum
Starfslokasamningar til
handa íslenskum starfs-
mönnum Varnarliðsins
eru ekki inni í þeim viðræðum
sem farið hafa fram milli sendi-
nefndar Bandaríkjamanna og
fulltrúa Islendinga um framtíð-
arvarnir Islands og brotthvarf
Bandaríkjahers af Keflavíkur-
flugvelli.
Þetta kom fram í máli Geirs
H. Haarde, utanríkisráðherra,
á sérstökum stöðufundi með
starfsmönnum VL á mánudag-
inn. Geir segir Varnariiðið vera
ábyrgt sem vinnuveitandi gagn-
vart sínum starfsmönnum og ef
það gerði ekki starfslokasamn-
inga við sína starfsmenn væri
enginn annar sem gerði það.
Fundarmenn inntu Geir einnig
eftir því hvað yrði með fjar-
skiptastöðina í Grindavík og
sagði hann ekki botn vera kom-
inn í það mál, en ljóst væri að
stöðin væri Bandaríkjamönnum
afar mikilvæg. Geir sagði að
mörg mál ætti eftir að leiða til
lykta í viðræðunum við Banda-
ríkjamenn en þeim yrði fram
haldið á næstu vikum. Framtíð
ratsjárstöðvanna væri eitt þeirra
rnála sem eftir væri að fá botn í.
Hvað starfslokasamningana
varðar virtust fundarmenn
vonlitir um að fá því máli fram-
gengt. Fram kom í máli Árna
Sigfússonar, bæjarstjóra, að svo
virtist sem minna færi fyrir
slíkum samningum í öðrum her-
stöðvum en þeim sem Banda-
ríkjamenn reka í heimalandinu.
íslenskir starfsmenn Varnarliðsins hafa ítrekað verið teknir í læknisskoðun:
Óvíst hvað verður um heilsufarsupplýsingar
Karlakór Keflavíkur heldur aukatónleika
í Kirkjulundi Keflavík
Þriðjudaginn 16. maí kl. 20:30
Kristján Gunnarsson,
formaður Verkalýðs-
og sjómannafélags
Keflavíkur og nágrennis, segir
að starfsmenn Varnarliðsins
hafi áhyggjur af því hvað verði
um heilsufarsupplýsingar, sem
safnað hafi verið um þá.
Árum saman hafi mikill meiri-
hluti starfsmanna Varnarliðsins
verið skyldaður til að mæta,
einu sinni til tvisvar á ári, í
rækilega læknisskoðun á herspít-
alann á Vellinum. Hversu oft
menn hafi verið skoðaðir hafi
ráðist af störfum þeirra; þeir
sem sinnt hafi öryggismálum
voru oftar skoðaðir en aðrir
starfsmenn.
Kristján segir að félagið hafi gert
athugasemdir við þessar læknis-
skoðanir þar sem eðlilegast væri
að heilsugæslan sinnti slíku eft-
irliti. Þetta væri ekki einungis
læknisskoðun, heldur væri
safnað blóðsýnum og öðru, sem
Söngstjóri: Guðlaugur Viktorsson
Undirleikur: Sigurður Marteinsson á píanó,
German Hlopin harmonika,
Þórólfur Ingi Þórsson bassa.
Einsöngur: Steinn Erlingsson bariton
og Davíð Ólafsson bassi.
enginn vissi nú hvað yrði um
þegar herinn færi. Kristján segir
að félagsmenn hafi áhyggjur af
þessu nú en sjálfur hafi hann
fyrir nokkrum árum sent form-
legt erindi til Varnarmálaskrif-
stofu utanríkisráðuneytisins og
síðar hafl hann rætt málið við
þingmenn, nú síðast á fundi
með utanríkismálanefnd.
VfKURFRÉTTIR Á NETINU • www.vf.is • LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!
16 IVÍKURFRÉTTIR : 19. TÖLUBLAÐ . 27.ÁRGANGUR