Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.05.2006, Side 20

Víkurfréttir - 11.05.2006, Side 20
Valgerður Björk Pálsdóttir FS-INGUR I/IKUNNAR Áhugi ungsfólks á pólitíkfer sífellt vaxandi og í Fjölbrautaskóla Suðurnesja eru nemendur farnir að spá í hvað þau viljafyrir bcejarfélagið sitt. Við tókum tali þrjá nemendur sem eru áframboðslista hjáflokkunum sem höfðuðu mest til þeirra, þegar kom að því að gera upp hugsinnfyrir nœstu bœjarstjórnarkosningar. FS-INGARIFRAMBOÐI Nafn: Arnar Magnússon Aldur:20 ára St«ð»r:Reykjanesbær Flokkur ogstaða innanflokks- ins: Ég er í varastjórn ungra Framsóknarmanna og er í 15. sæti í sameiginlegu fram- boði Framsóknarflokksins og Samfylkingarinnar ásamt full- trúum óflokksbundinna. Að hvaða leyti höfðarflokkur- inn og stefnur hans til þín ? A-listinn höfðar til mín vegna þess hversu mikla vinnu flokk- urinn er tilbúinn að leggja í í þágu allra bæjarbúa og þá sérstaklega í menntamálum. Gaman er að minnast á það að Kjartan Már Kjartansson sem nú situr í bæj- arstjórn fyrir hönd Framsóknarflokksins sá til þess að settur var upp ákveðinn ferðasjóður fyrir nemendur sem stunda háskólanám á höfuðborgarsvæðinu, en þessi styrkur var því miður felldur niður þegar íhaldið náði meirihluta þannig að ég vil sjá breytingu í þeim málum. Hvað hefurflokkurinn í boðifyrir ungtfólk íþínu bœj- arfélagi, s.s. menntaskóla- og háskólanema ? A-listinn ætlar að beita sér fyrir auknu framboði á ýrnis konar menntun í Reykjanesbæ. Þar má helst nefna verk- og tækninám, frumgreinadeild og meira úrval af starfstengdu nárni. A-listinn vill einnig athuga hvort hægt sé að koma á fót lánshæfri Frumgreinadeild við FS en það er tveggja ára nám sem gerir fólki kleift að mennta sig svo á háskólastigi. Einnig ætlar A-listinn að byggja nýjan og fullkominn tónlistarskóla. Hvaða málefni á stefnuskrá flokksins finnst þér mikil- vœgust? Persónulega finnst mér menntamálin öll langmikil- vægust því menntun skiptir náttúrulega öllu fyrir fram- tíðina. Ahugasamir geta kynnt sér stefnur A-listans í menntamálum á xa.is. Hvað er á döftnnifyrir ungtfólk á vegum flokksins? Við höfum nú verið með allt í gangi síðan í fyrra en það er yfirleitt eitthvað að gerast allan ársins hring. Á döf- inni eru spilakvöld á föstudögum í húsi A-listans ásamt ýmsu öðru sem verður auglýst síðar meir eins og kaffi- húsakvöld, tónleikar og margt annað. Hvernig leggjast komandi kosningar íþig ? Kosningarnar leggjast mjög vel í mig vegna þess að ég er bjartsýnn á það að fráfarandi meirihluti verði sigr- aður 27. maí. Annars er þetta allt saman mjög skemmti- legt þannig að ég hvet alla eindregið til þess að taka þátt. Það eru náttúrulega allir velkomnir í hús A-listans sem er staðsett þar sem Glóðin var á Hafnargötunni. En þess má geta að við höfum verið með opið málefna- starf þar sem öllum íbúum Reykjanesbæjar hefur verið boðin þátttaka, sem skilur okkur verulega frá íhaldinu, en þar heyrði ég að einhverjir 10 einstaklingar hafi hist heima hjá bæjarstjóranum og ákveðið stefnu íhaldsins til næstu fjögura ára á lokuðum fundi. Auk þess er athyglisvert og rétt að benda á það að kosningabarátta íhaldsins virðist vera rekin á kostnað allra bæjarbúa en komandi íbúafundir bæjarstjórans eru ekkert annað en kosningafundir íhaldsins og kostnaður við þá er greiddur af bæjarsjóði. Nafn: Katrín Pétursdóttir Aldur: 19 ára Staður: Sandgerði Flokkur og staða innan flokks- ins: S-listinn, listi Samfylking- arinnar og óháðra. Ég er þar í 8. sæti. Að hvaða leyti höfðarflokkur- inn ogstefnur hans tilþín? Ég er mjög hrifin af jafnaðar- stefnunni og þeirri hugmynd að koma á jöfnuði með lýðræð- islegum hætti. Þetta er fallegur boðskapur og mér finnst þetta vera rétta leiðin til að stjórna samfélaginu. Frelsi, jafn- rétti og bræðralag! Hvað hefur flokkurinn í boðifyrir ungtfólkíþínu bœj- atfélagi, s.s. menntaskóla- ogháskólanema? Fyrst og fremst þá stuðlar flokkurinn að lýðræði og því að bæjarbúar hafi eitthvað að segja þegar kemur að málum er varðar Sandgerði. Þá er ekki spurt um aldur. Þetta sést vel á því hversu fjölbreyttur hópur af fólki er hjá okkur í framboði og það er öruggt að hlustað er á þig. Þetta finnst mér mjög mikilvægt þar sem við unga fólkið eigum að erfa landið og ættum því að hafa eitt- hvað að segja um stjórnum þess. Hvaða málefni á stefnuskrá flokksins finnst þér mikil- vœgust? Ég er sérstaklega heilluð af þeirri hugmynd okkar að allt sem gert verður, verði gert vel, hvort sé um að ræða umhverfismál bæjarins eða eitthvað annað. Mér finnst mjög mikilvægt að stuðla að því að halda ungu fólki í bænum eftir að það lýkur skyldunámi og þá er mikilvægt að til sé húsnæði fyrir það, ekki of stórt og á viðráðanlegu verði. Einnig að tómstunda- og menning- arlíf bæjarins fái að blómstra því nóg er til af fólki með frábærar hugmyndir í kollinum Hvað er á döftnnifyrir ungtfólk á vegunt flokksins? Við erum hópur innan S-listans sem kallar sig Ungt fólk sem vill breytingar. Fyrir páska vorum við með páska- bingó og það má til gamans geta að eftir það þá spruttu upp fleiri svona ungliðahópar innan annarra lista, sem hlýtur að þýða að við erum strax farin að hafa áhrif. En meðal annars á dagskrá hjá okkur eru fyrirlestrar og kynningar til að fræða unga kjósendur og að sjálfsögðu verður það með skemmtilegu ívafi í okkar anda. Hvernig leggjast komandi kosningar íþig? Þær leggjast mjög vel í mig. Þetta verður spennandi tími og mjög viðburðaríkur. Þessar kosningar eru líka sérstakar í mínum huga þar sem þetta er í fyrsta skipti sem ég fæ að kjósa til sveitarstjórnar og ég hvet líka alla til að nýta sér rétt sinn og hafa áhrif. X - S! Nafn: Árni Þór Ármannsson Aldur: 20 ára Staður: Reykjanesbær Flokkur ogstaða innan flokks- ins: Sjálfstæðisflokkurinn. Ég skipa 16. sæti á framboðslista flokksins. Er líka meðstjórn- andi í stjórn Heimis, félags ungra Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ, formaður Mímis sem er félag hægri sinnaðara í F.S. og er einnig í formennsku í skemmtinefnd Heimis. Að hvaða leyti höfðarflokkur- inn ogstefnur hans tilþín? Ég hugsaði mig þó nokkuð um áður en ég ákvað að gang til liðs við Sjálfstæðisflokkinn en hef fundið það meir og meir að stefnumál flokksins höfða vel til mín, sérstaklega hvað varðar bæjarmálin hér í Reykjanesbæ. Síðustu ár hefur bærinn blómstrað undir stjórn flokks- ins og vonandi heldur sá uppgangur áfram næsta kjör- tímabil. Hvað hefurflokkurinn í boðifyrir ungtfólk íþínu bcej- atfélagi, s.s. menntaskóla- og háskólanema? Flokkurinn vill náttúrlega alltaf búa vel að menntafólki og með tilkomu Íþróttaakademíunnar kemur háskóla- stigið nú sterkt inn í bæinn. Einnig hefur FS verið stækk- aður og öll aðstaða bætt þar og er þetta gert til þess að bæta aðstöðu og aðbúnað sem námsmenn þurfa til þess að mennta sig og um leið að gera Reykjanesbæ sam- keppnishæfan á þessu sviði við önnur bæjarfélög. Með tilkomu þessara nýunga hefur svo verið reistur fyrsti hluti af stúdentagarði og er hann sá fyrsti hér á svæðinu og er fyrir bæði F.S og Íþróttaakademíuna. Hvaða málefhi á stefnuskrá flokksins finnst þér mikil- vægust? Það eru að sjálfsögðu málefni unga fólksins í bænum sem og íþróttamál, sem eru mér huglæg þar sem að ég er íþróttamaður. Þó svo að þessi málefni séu í þokka- legum farvegi þá er alltaf hægt að gera betur. Einnig eru mörg málefni sem eru líka mjög mikilvæg eins og atvinnumálin hérna á svæðinu. Hvað er á döfinnifyrir ungtfólk á vegumflokksins? Við erum með fullt af hlutum sem verða í gangi, það verður alltaf eitthvað um að vera á föstudögum í kosn- ingamiðstöðinni, trúbadorar, Dj-ar koma og uppistand- arar koma og kíkja á okkur, svo erum við að plana óvissuferð, útitónleika, Qölskyldudag og svo verður nátt- úrulega stórdansleikur kvöldið fyrir kosningar í Stap- anum. Þannig að það verður nóg að gera hjá okkur. Hvernig leggjast komandi kosningar íþig? Þær leggjast að sjálfsögðu vel í mig. Fyrsta skipti sem maður er að taka þátt af alvöru þannig að þetta verður vonandi skemmtileg reynsla og ánægjuleg niðurstaða. 20 IVÍKURFRÉTTIR 19. TÖLUBIAÐ 27. ÁRGAIMGUR VÍKURFRÉTTiR Á NETINU -www.vf.is- LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.