Víkurfréttir


Víkurfréttir - 20.07.2006, Blaðsíða 11

Víkurfréttir - 20.07.2006, Blaðsíða 11
Sif Aradóttir er í AAiss Universe: Sif Aradóttir er nú stödd er í Los Angeles þar sem fer fram Miss Universe keppnin. Á þriðjudagskvöld var aðal kvöldið í keppninni þar sem fegurðardrottning- arnar sýndu alls fjórum sinnum fyrir dómarana. Víkurfréttir höfðu samband við Sif Aradóttur, fegurðardrottn- ingu Islands 2006, í gærmorgun morgun en þá var klukkan laust eftir miðnætti í Californiu. Fyrst komu þær saman fram í opnunaratriði, þá komu þær fram í síðkjólum, eftir það í bík- íní, og loks í þjóðbúning sinnar þjóðar. Sif var í skautbúning sem er í eigu Reykjanesbæjar. Eftir kvöldið voru valdar þær tuttugu sem komast áfram en þó verður ekki tilkynnt um hverjar það eru fyrr en á kom- andi sunnudagskvöld. Sif var hógvær og sagði að kvöldið hefði gengið ágætlega. Hún sagði að á morgun, mið- vikudag, færu stelpurnar í viðtöl og að þær fengju 30 sekúndur til að segja eitthvað við dómarana. Þar á hún að segja hvað hún er að gera í lífinu og af hverju hún tekur þátt í keppninni. Sif segir að þetta sé búið að vera mjög skemmtilegt og að þetta sé sérstök reynsla sem gaman sé að fá að upplifa. Stelpurnar fá reyndar lítið frelsi til að gera það sem þær vilja, og þær mega ekki einu sinni fara út í sund- laugagarðinn við hótelið. En það er oft farið með þær í skipu- lagðar ferðir og þær eru búnar að skoða margt. Þó hefði verið gaman að sjá minna af hótelher- berginu, viðurkennir Sif. Annar sími á hótelherberginu hringdi meðan Sif var á línunni og ungfrú Tékkland, sem er herbergisfélagi Sifjar, svaraði í hann. Þær eru greinilega vin- sælar í heimalöndum sínum og það er fylgst vel með þeim. En eftir þetta stutta viðtal kvöddum við Sif og leyfðum henni að fara að sofa enda eflaust þreytt eftir erilsaman dag. Bjt •! n Vikingur Sktilason c/o Sturlaugur Ólafsson ► Úðum gegn roðamaur og óþrifum á plöntum. Eyðum illgresi úr grasflötum. Leiðandi þjónusta. Úðum samdægurs ef óskað er kog ef veður leyfir. * Upp >82 Upplýsingar í sírnum _82i 4454, 822 3577 og 4211199 oggjafavara í mikCu uroaíi Brúðargjafir í úrvali Afskorin blóm Heimsendingarþjóni a m mán. - fim. 10 -18 Jfjj föst. -1au. 10 - 18 Tjaruargölu I Kellavik SUn. 12 - 17 slmi 421 3855 Opið Afyrstu sex mánuðum þessa árs komu rúm- lega 15 þúsund börn í Sundmiðstöðina við Sunnu- braut í Reykjanesbæ en á sama tímabili árið 2005 voru þau um sjö þúsund. Öll grunnskólabörn nú frítt í sund sem eflaust er ástæða þessarar aukningar. Þrátt fyrir að barnagjald hafi verið lagt af þá eru heildar- tekjur Sundmiðstöðvarinnar mjög svipaðar á fyrstu sex mánuðum þessa árs og á sama tíma í fyrra. Tekjur af fullorð- unum hafa hins vegar aukist um tæp 13% á þessu tímabili. Grindavík: Góður afli 1 amanlagður afli frysti- togara Þorbjarnar kjv hf. var um 1430 sem landað var í Grindavíkur- höfn á dögunum. Aflaverðmætið var um 210 milljónir króna en þessar land- anir frystitogaranna eru þær ijá Þorbirni fyrstu eftir sjómannadag og því voru bátarnir í tæpa 30 daga að veiðum. Gnúpur GK 11 landaði 560 tonnum, Hrafn GK 111 land- aði 350 tonnum og Hrafn Sveinbjarnarson GK 255 var með 520 tonn. mgnnffví r STÆRSTA FRÉTTA- 0G AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM VIKURFRÉTTIR ; FIMMTUDAGURINN 20.JÚLf2006| 11

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.