Víkurfréttir


Víkurfréttir - 20.07.2006, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 20.07.2006, Blaðsíða 14
Mannlíf og menning: Eiríkur Árni sýnir kossa og abstrakt Sögubrot og myndir Hreinn Friðfinns- son opnar sýningu í Suðsuðvestur næstkomandi laugardag kl. 16.00 þar sem hann sýnir innsetninguna „Sögubrot og myndir.“ Hreinn Friðfinnsson var einn af stofnendum SÚM- samtakanna árið 1965 en þau skiptu sköpum í þróun framúrstefnuíistar hér á landi á sjöunda áratugnum. Hreinn hefur búið í Amster- dam síðan 1971 og sýnt verk sín víða. Myndlist hans er ljóðræn og innileg, en henni hefur líka verið líkt við heim- spekilega könnunarferð um hverfula hversdagslega tilveru. Sýningin stendur til 20 ágúst. Suðsuðvestur er opið fimmtu- daga og föstudaga frá kl.16 - 18 og um helgar frá kl. 14 - 17. Einnig er hægt að skoða sýninguna eftir samkomu- lagi. Nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni www. sudsudvestur.is Eiríkur Árni Sigtrygg- son, myndlistarmaður og tónlistarkennari í Reykjanesbæ, opnaði mynd- listarsýningu í Gallerí Úlfi s.l. laugardag en sýninguna nefnir hann „Kossar og abstrakt“. „Kossinn er daglegur tjáningar- máti og sterkt afl í tilfinninga- flóru mannsins. Ég hef lengi ætlað mér að reyna mig við þetta viðkvæma myndefni og hengi nú upp hluta af þeirri baráttu“, segir Eiríkur, sem nú sýnir abstrakt myndir í fyrsta sinn. Eiríkur er fæddur í Keflavík 1943 . Hann hefur sýnt víða á suðvesturhorni landsins á síð- ustu áratugum, auk þess að taka þátt í samsýningum erlendis. Eiríkur fæst við tónsmíðar, kennslu og listmálun jöfnum höndum og er að sögn á leið til Frakkalands til að vinna að myndlist og tónsmíðum. Sýningin í Gallerí Úlfi verður opin út þennan mánuð frá kl. 14-18 alla daga. ^/\ Reykjanesbær: Breytingar gerðar á MÍT Bæjarráð Reykjanes- bæjar hefur samþykkt breytingar á skipuriti Menningar-, íþrótta- og tóm- stundasviðs. Menningar-, íþrótta- og tómstunda ráði hefur nú verið skipt upp í tvö ráð: menningarráð og íþrótta- og tómstundaráð. Valgerður Guðmundsdóttir verður starfsmaður menningar- ráðs auk þess sem málefni safna og menningarhúsa þ.m.t. 88 hússins og Fjörheima falla þar undir. Starfsmaður íþrótta- og tómstundaráðs verður íþrótta- og tómstundafulltrúi, Ragnar Örn Pétursson, sem áður gegndi stöðu æskulýðs- og forvarnarfulltrúa en undir þann málaflokk heyra m.a. íþróttamannvirki, vinnuskóli og tómstundir aldraðra. Gert er ráð fyrir að forvarnar- mál verði í höndum verkefna- stjóra sem mun starfa með öllum sviðum, sérstaklega manngildissviði, þ.e. Fjölskyldu- og félagsþjónustu, Fræðslusviði og Menningar -,íþrótta og tómstundasviði ásamt þeim fjölmörgu hópum og stofnunum í bæjarfélaginu sem koma að forvarnarmálum. Framkvæmdastjóri MlT sviðs er áfram Stefán Bjarkason. Sýnið tillitssemi, ég er frávik Hljómsveitin Æla hefur gefið út sína fyrstu breiðskífu sem ber heitið „Sýnið tilittsemi, ég er frávik.” Æla hefur verið starfandi í þeirri mynd sem hún er í dag frá árinu 2003. I upphafi átti Æla bara að vera gott partý en nú er komin út fyrsta breiðskífa hljómsveitarinnar. Skrautleg sviðsframkoma og kyngimagn- aður kraftur á sviði hafa verið aðaleinkenni hljómsveitarinnar þar sem forsprakki sveitar- innar er vopnaður stól og þráð- lausum gítarsendi og á hann til að príla uppí rjáfur eða jafn- vel útaf staðnum. Þá er bara að skreppa í næstu plötubúð og biðja um Ælu. Sumarlestur á Bóka- safni Reykjanesbæjar Fjöldi barna hefur tekið þátt í sumarlestri Bóka- safns Reykjanesbæjar. Það er aldrei of seint að byrja því hægt er að taka þátt í sum- arlestri út ágúst. Öll grunnskólabörn fengu við skólaslit í vor bókaskrá sem gildir bæði í sumarlestri bóka- safnsins og skólanna. Börnin koma með skrána á bókasafnið, fá flott bókamerki og umsagn- arblað með hverri tekinni bók. Skila verður umsögnum um allar lesnar bækur til að fá stimpil í bókaskrána. Eftir lestur hverra þriggja bóka fá börnin hvatningarverðlaun en til að fylla bókaskrá þarf að lesa 18 bækur. Hver þátttakandi les það sem hann vill, á sínum hraða og þegar honum hentar en ætlast er til að hver sé að lesa bækur við sitt hæfi. Best er ef foreldrar geta fylgst með lestri barnanna og jafn- framt aðstoðað þau við að velja bækur við hæfi. Börnin græða mest ef þau lesa bækur sem hæfa þeirra getu, það eflir orða- forða og eykur skilning en það eru markmið sumarlestursins. Þegar öllu er á botninn hvolft þá er snilld að lesa. í sumarlestri bókasafnsins er hægt að lesa hvar sem er og hvenær sem er. Safnið sjálft er mjög ákjósanlegur staður. Ari Svavarsson sýnir í Saltfisksetrinu Ari Svavarsson opnaði á laugardaginn myndlistasýn- ingu sína í Listsýningasal Saltfisksetursins í Grinda- vík. Ari sýnir þar akrýlmyndir málaðar á tré og fjalla allar myndirnar um tákn en Ari hefur lengi verið hugfanginn af táknum. VÍKURFRÉTTiR Á NETINU -www.vf.is- LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! 14 I ViKURFRÉTTIR I 29. TÖLUBLAÐ ! 27. ÁRCANGUR

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.