Víkurfréttir - 24.08.2006, Blaðsíða 8
Afgreiðsla Víkurfrétta er opin alla virka daga frá kl. 09-12 og 13-17.
Athugið að föstudaga er opið til kl. 15.
Með því að hringja í síma 4210000 er hægt að velja beint
samband við auglýsingadeild, fréttadeild og hönnunardeild.
FRÉTTAVAKT ALLAN SÓLARHRINCINN ERISÍMA 898 2222.
Útgefandi:
Afgreiðsla, ritstjórn og auglýsingar:
Ritstjóri og ábm.:
Fréttastjóri:
Blaðamenn:
Auglýsingadeild:
Útlit, umbrot og prentvistun:
Hönnunardeild Víkurfrétta:
Prentvinnsla:
Dagleg stafræn útgáfa:
Skrifstofa Víkurfrétta:
Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319
Grundarvegi 23,260 Njarðvík, Sími 4210000 Fax 4210020
Páll Ketilsson, sími 4210007, pket@vf.is
Hilmar Bragi Bárðarson, sími 4210002, hilmar@vf.is
Ellert Grétarsson, sími 4210014, elg@vf.is
Þorgils Jónsson, sími 4210003, gilsi@vf.is
Jón Björn Ólafsson, sími 4210004, jbo@vf.is
Magnús Sveinn Jónsson, sími 4210003, maggi@vf.is
Jófríður Leifsdóttir, sími 4210008, jofridur@vf.is
Hanna Björg Konráðsdóttir, sími 4210001, hannabjorg@vf.is
Víkurfréttir ehf.
Magnús Geir Gíslason, s: 4210005, magnus@vf.is
Þorsteinn Kristinsson, s: 4210006, steini@vf.is
Þóra Kristín Sveinsdóttir, s: 4210011, thora@vf.is
Ragnheiður Kristjánsdóttir, s: 4210005, ragnheidur@vf.is
Prentsmiðjan Oddi
www.vf.is,www.vikurfrettir.is og kylfingur.is
Guðrún Karitas Garðarsdóttir, sími 4210009, gudrun@vf.is
Aldís Jónsdóttir, sími 4210010, aldis@vf.is
Atvinna
Starfsfólk vantar í frystihús Þorbjarnar hf
í Grindavík.
Upplýsingar í síma 420 4419 og 895 6272
ÞORBJÖRN FISKANES
Hafóu samband v\b okkur!
Atvinna
Fiskbúðina Vík vantar öflugan
starfsmann ífullt starf. Góð laun í boði
fyrir réttan aðila.
Upplýsingar í síma 898 4747.
Fiskbúðin
Vík
Hringbraut 92 • Sími 421 4747
Hljómsveitin Æla hefur vakið töluverða
athygli upp á síðkastið og einnar nætur
gaman fyrir kassa af bjór er nú orðið
að einni vinsælustu pönksveit landsins í dag.
Nýlega gaf hljómsveitin frá sér sína fyrstu plötu
sem ber heitið „Sýnið tillitssemi, ég er frávik.“
Hallbjörn Valgeir Rúnarsson sér um söng og gít-
arleik hjá Ælu og kemur jafnan prúðbúinn fram
á svið en lætur öllum illum látum. Jafnan tekur
hann „æði“ eins og Rúnar Júlíusson kallar það
og heillar áheyrendur með líflegri framkomu
sem felst m.a. í því að standa upp á stól og spila.
Hafþór Skúlason leikur á trommur, Sveinn Helgi
Halldórsson er á bassa og Ævar Pétursson leikur
á gítar.
Ætluðum að hneyksla
Æla hóf göngu sína árið 2002 þegar nokkrir val-
inkunnir menn voru fengnir til þess að spila fyrir
dansi í hléi á sjómannaballi í Sandgerði. „Við
ákváðum að skíra hljómsveitina Æia og ætluðum
að spila íslenskt pönk. Ein af
stærstu ástæðunum fyrir
því að við vorum til í
dæmið var að við fengum
að launum kassa af bjór,“
sagði Hallbjörn sem er
kallaður Halli Valli. „Mark-
miðið með nafninu og tón-
listinni var að hrista upp í
fólkinu og hneyksla vonandi
sem flesta. Raunin varð
önnur og Æla spilaði aftur á
tónleikum stuttu seinna. Þá
voru sömu meðlimir að frá-
töldum Hafþóri en Oddur Ingi
barði á skinn þá. Oddur flutti í
höfuðborgina og þá héldum
við að partýið væri búið. Löng-
unin var þó svo sterk að brátt var fenginn til liðs
Ingi Þór og hann trommaði í dágóða stund, þá var
m.a. tekin upp split-live@Lubbi Peace, plata með
hljómsveitinni Tokyo Megaplex. Hljómsveitin
Æla hefur verið starfandi í þeirri mynd sem hún
er í dag frá árinu 2003 með Hafþór á trommum.
I upphafi átti Æla bara að vera gott partý en nú
er komin út breiðskífa sem ber heitið „Sýnið til-
litssemi, ég er frávik,“ sagði Hallbjörn sem er
Sandgerðingur að upplagi en aðrir hljómsveitar-
meðlimir koma frá Reykjanesbæ.
Óformlegir útgáfutónleikar
Sala á fyrstu breiðsklfu Ælu hefur gengið vonum
framar og er fyrsta upplag plötunnar búið á lager.
„Það eru ekki komnar neinar sölutölur ennþá en
okkur finnst salan fín miðað við að rétt tveir mán-
uðir eru síðan platan kom út,“ sagði Halli Valli.
Æla hélt óformlega útgáfutónleika á Paddy's í
Reykjanesbæ fyrir skemmstu þar sem hljómsveit-
irnar Koja og Lokbrá hituðu upp. „Það myndaðist
rífandi stemmning og ég held að það sé nokkuð
ljóst að þetta eru líflegustu og skemmtilegustu
tónleikarnir sem við höfum spilað á. Helmingur-
inn af salnum endaði uppi á sviði með okkur,“
sagði Halli Valli og gleymir þá að nefna að margir
hverjir karlmennirnir þurftu að fletta klæðum
sökum hita en troðfullt var út úr dyrum á tónleik-
unum. „Einnig hefur alltaf verið góð stemmning
þegar við spilum á Iceland Airwaves á Grand
Rokk,“ sagði Halli Valli en Æla verður ___
einnig á Iceland Ariwaves í ár. ■»
Nóg um að vera framundan
Æla treður upp í Rockville á Miðnes-
heiði á Ljósanótt í Reykjanesbæ og
þá er hljómsveitin einnig þétt bókuð
eftir það. Dagana 14. og 15. septem-
ber kemur Æla fram á
Reykjanes rokkar en op-
inberir úgáfutónleikar
sveitarinnar verða í
Þjóðleikhúskjallar-
anum föstudaginn
25. ágúst. „Við ætlum
einnig að reyna að
heimsækja sem flesta
framhaldsskóla í vetur
og kynna efnið okkar.
Æla er byrjuð á nýju
efni og það verður
gaman að leika það
fyrir nýjum áheyr-
endum,“ sagði Halli
Valli og það er
ijóst að hann hefur
gaman af því sem hann er að gera
með Ælu. „Það er alltaf jafn gaman
hjá okkur, ef við erum að skemmta
okkur þá er tilganginum náð, það er
bara bónus ef aðrir geta skemmt sér með okkur,“
sagði Halli Valli sem segir að flestir fatti nú nafnið
á hljómsveitinni þó amma hans hafi sett upp skrýt-
inn svip þegar hann kynnti breiðskífuna „Sýnið
tillitssemi, ég er frávik“ fyrir henni.
Æla er ekki á neinni reikistefnu, markmiðið eru
skýr og það er stutt í húmorinn hjá hljómsveitinni
sem mun ekki aðlaga íslenska nafnið á bandinu
að þörfum þeirra sem kunna ekki íslensku. „Mark-
miðið er að bókstafurinn Æ verði á öllum lykla-
borðum í heiminum eftir ár,“ sagði Halli Valli að
lokum.
Breiðskífa Ælu fæst nú í vel flestum hljómfangs-
verslunum en einnig er hægt að fylgjast með
hljómsveitinni á www.myspace.com/aelaspace
VÍKURFRÉTTIR Á NETiNU • www.vf.is • LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!
8
VIKURFRÉTTIR i 34. TÖLUBLAD i 27.ÁRGANGUR