Víkurfréttir


Víkurfréttir - 24.08.2006, Blaðsíða 15

Víkurfréttir - 24.08.2006, Blaðsíða 15
Horft til vesturs úr Eldborgarhrauni yfir Hvammahraun. í baksýn má sjá Kleifarvatn og Sveifluháls. Landvernd, Leiðsögumenn Reykjaness, Ferðafélag íslands og Ferlir stóðu saman fyrir ferð í Brennisteinsfjöll. Ferðin var liður í að kynna framtíðarsýn Landverndar um Reykjanesskaga sem Eldfjallagarð og Fólkvang. Nánar verður fjallað um framtíðarsýn Landverndar í Norræna- húsinu þann 7. september n.k. Áður en haldið var á stað hélt Ari Trausti Guðmundsson erindi um mótun og myndun Reykjanesskagans. Ari Iagði árherslu á að skoðaþyrfti Reykjanesskag- i ann með heildstæðum hætti og skil- j greina hvaða svæði skuli nýtt og hvað j skuli verndað. Ari Trausti dró fram jarð- fræðilega sérstöðu Reykjanesskágans og | taldi hann hafa umtalsvert verndargildi, ekki síst Brennisteinsfjöllin sjálf, þar sem um er að ræða eina staðinn í heim- | inum þar sem úthafshryggur gengur ! á land. Þá íjallaði Eyjólfur Sæmunds- i son um Brennisteinsfjöllin og tók hann J undir með Ara Trausta hvað varðar að jjl.skoða þurfi Reykjanesskagann með ! S heildstæðum hætti. Áður en ráðist yrði I ' í slíka skoðun vildi hann þó byrja á að j J friða Brennisteinsfjöllin, eins og Um- hverfisstofnun lagði til í tillögu sinni að j náttúruverndaráætlun. 1 Gangan yfir Brennisteinsfjöll er frekar [ I erfið þar sem ganga þarf yfir úfin hraun | i og langar vegalengdir. Alls voru ferða- ! langarnir 21 talsins og má ætla að ! sjaldan hafi farið jafn stór hópur yfir | þessi fjöll enda svæðið nánast óþekkt af j öllum almenningi. Mikilfenglegt útsýni Ferðin hófst austan við Kleifarvatn og , var gengið upp með Hvammahrauni \ (Hvannahraun). Þegar komið er upp í Eldborgir blasir við ótrúlegt útsýni. í suðaustri eru Vestmannaeyjar og Surtsey. I austri sést yfir suðurlandið með Eyjafjallajökul við sjónarrönd og í norðvestri sést yfir Faxaflóann þar sem Snæfellsjökull sést á góðum degi. Gengið um hraunmyndanir og víðerni Reykjanesskaginn nýtur þeirrar sér- stöðu að vera eini staðurinn í heiminum þar sem sjá ma með berum augum hvar úthafshryggur gengur á land með eldsumbrotum og jarðhræringum. Jarð- eldar og jarðhiti setja sinn svip á Brenni- steinsfjöll en þar er að finna mikilfeng- legar gígaraðir, hrauntraðir, hraunhella og móbergsmyndanir svo fátt eitt sé nefnt. Svæðið frá Stóra Kóngsfelli, vestan Bláfjalla, suður og vestur fyrir Brenni- steinsljöll eru ósnortin víðerni, Þessi víðerni eru eina ósnortna eldstöðvar- iáííMSfEíaiiaí .-'f'.i kerfið á Reykjanesskaganum þar sem öðrum keríum hefur verið raskað með | mannvirkjagerð af ýmsu tagi. Einu sjá- anlegu ummerki mannsins í Brenni- steinsfjöllum má rekja til námuvinnsl- unnar sem var lögð af 1882. Nokkrir steinar og lítill ofn, gamlar götur og tóftir frá tíð námuverkamanna í brenni- steinsnámunum. Fornar gönguleiðir, s.s. Selvogsgatan (Hlíðavegur) koma inn á íjöllin. Úr Eldborgum var gengið í norðaustur yfir Kistu að Kistufelli og áð við Kistu- fellsgíg sem líkja má við ofur vaxið hringleikahús rheð mikilfenglegum grá- grýtis kraga og stöllum. Kyrrðin í mos- anum er alger og þegar horft er upp á grágrýtis hamrana fyllist maður lotn- ingu yfir sköpunarverkinu. Frá Kistu- félli var haldið eins og leið lá í Brenni- steinsnámurnar og skoðaðar minjar um námuvinnslu. Þá var gengið í átt að Grindarskörðum, fram-hjá Syðstu- bollum og niður um Kerlingarskarð; Þegár komið var í Kerlingarskarð voru ferðalangar bæði sælir og þreyttir enda 20 km ganga að baki. Þeir sem þarna fóru vitá að Brenni- steinsfjölþhafa að. geyma fjölmargar I náttúruperlur, hér í túnfætinum heima | hjá okkur. o o UaMlDQDOD í Garði, Sandgerði og Reykjanesbæ Skátadagurinn verður haldinn við skátaheimili Heiðabúa í Reykjanesbæ, Hringbraut 101, næstkomandi laugardag 26. ágúst milli kl. 14:00 og 17:00. Ásamt því að skrá í skátastarfið munum við grilla fyrir gesti og gangandi og leyfa þeim sem vilja að spreyta sig á skemmtilegum póstaleik. Skátafundir hefjast síðan mánudaginn 28. ágúst og eru fundatímar kynntir í skólum bæjarfélagana auk þess sem allar upplýsingar eru á vef félagsins www.skatafelag.is. Einnig er hægt að skrá sig á nýrri vefsíðu skátafélagsins www.skatafelag.is eða með því að hringja í starfsmann félagsins í síma 860 4470 (Gréta). Skátastarfið er fyrir alla krakka á aldrinum 9-18 ára. „Skátastarf sjálfstæður lífstíll" Árgjaldið er kr. 9.500,- STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGA8LAÐIÐ Á SUÐURNESJUM VIKURFRÉTTIR ! FIMMTUDAGURINN 24.ÁGÚST 2006I 15 g'aii—M«MW.II,l 11, iMW.1W MMl

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.