Víkurfréttir


Víkurfréttir - 24.08.2006, Blaðsíða 31

Víkurfréttir - 24.08.2006, Blaðsíða 31
Dularfullt dufl fannst í Helguvík Njarðvíkingur í Noregi upplýsti málið Torkennilegur hlutur, sem í fyrstu var talið að gæti verið tundur- dufl, fannst á athafnasvæði Hringrásar í Helguvík á föstu- dag. Starfsmenn þar gerðu lög- reglu viðvart og kallaði hún til sprengusérfræðing frá Land- helgisgæslunni, sem rannsak- aði duflið en sá fljótlega að um einhverskonar rannsóknardufl var ræða. Njarðvíkingurinn Kristján Stef- ánsson, sem búsettur er í Nor- egi, kannaðist hins vegar vel við duflið þegar hann leit á vf.is á Iaugardaginn, enda notar Krist- ján þennan búnað daglega við störf sín en hann er 1. stýri- maður á norsku olíuborskipi sem heitir West Navigator. „Við boranir notum við GPS gervihnetti og búnað sem kall- ast Transponderer.Við notum átta slíka sem við látum síga niður á hafsbotn. Þeir senda síðan merki upp í sérstaka mót- takara sem við höfum, einn á hvorri síðu. Myndin af duflinu í Helguvík er af einum slíkum', út- skýrir Kristján í tölvupósti sem hann sendi okkur. Kerfið sem um ræðir kallast HIPAP 500 og er hannað og framleitt í Noregi. Því er ætlað að miða út nákvæmar staðsetn- ingar á hafsbotni með sérstakri þrívíddartækni. Inn í kúlunni eru kynstrin öll af skynjurum og vírum, enda afar flókinn búnaður á ferðinni. Slíkir hlutir eru ekki daglega fyrir almenningssjónum og því ekki nema von að starfsmenn Hringrásar vildu hafa vaðið fyrir neðan sig. Að sögn sprengju- sérfræðings sem VF ræddi við, brugðust starfsmenn Hringrásar hárétt við. Betra sé að fara gæti- lega þegar menn standa frammi fyrir ókunnugum hlutum af þessu tagi. Duflið dularfulla mun hafa kornið með brotajárni úr Grinda- vík. Gerðaskóli í Gerðaskóla vantar starfsfólk 1 eftirfarandi störf nú þegar: 50% starf stuðningsfulltrúa fyrir yngstu nemendur skólans. 100% starf skólaliða vegna veikindaforfalla um óákveðinn tíma. Upplýsingar gefur skólastjóri í síma 422 7020. STUÐLABERG FASTEIGNASALA Guðlaugur H. Guðlaugsson löggiltur fasteigna- og skipasali Sölumenn: Halldór Magnússon og Guðlaugur Ingi Guðlaugsson Hafnargata 29, 2. hæð, Keflavík • Sími 420 4000 • Fax 420 4009 • studlaberg.is Bakkastígur 14, Njarðvík Um 324m2 atvinnuhúsnæði á einni hæð, með þremur stómm innkeyrsluhurðum. Steypt loftplata er í húsinu og gert ráð íyrir tveimur hæðum. Sjávargata 29, Njarðvík Um 230m2 einbýli á þremur hæðum ásamt 19m2 bílskúr. Snyrtileg og góð eign sem hægt er að skipta í þrjár íbúðir. Kjörið tækifæri fyrir fjárfesta. Njarðvíkurbraut 10, Njarðvík Um 119m" einbýlishús á einni hæð ásamt SOm2 bílskúr. í húsinu eru 3 rúmgóð svefnherbergi. Eignin býður upp á mikla möguleika og getur verið laus fljótlega. Hlíðarvegur 64, Njarðvík Skemmtilegt 117m2, 4ra - S herbergja raðhús ásamt 28m2 bílskúr. Nýjar innihurðir og nýtt parket á gólfum. Hellulagt plan með hita, verönd á baklóð og ræktaður garður. Góður staður. Mávabraut 3a, Keflavík Þriggja herbergja, ca. 90m2 endaraðhús á tveimur hæðum ásamt bílskýli. Mjög falleg eign í góðu ástandi, ný eldhúsinnrétting ásamt tækjum og allt er nýtt á baðherbergi. Nýjar flísar á efri hæð. Laust fljótlega. Vallargata 13, Keflavík Glæsilegt 147m2 einbýlishús í gamla bænum á þremur hæðum ásamt bílskúrssökkli. Húsið er byggt 1999 svo eignin er öll nýleg. Sex svefriherb., góð timburverönd á baklóð með heitum potti. Topp eign. Hlíðarvegur 78, Njarðvík Mjög gott 132m2, fimm herbergja raðhús ásamt sambyggðum 27m2 bílskúr. Öll gólfefni em ný, parket og flísar. Nýjar neyslulagnir og ofnalagnir og ailir ofnar em nýir. Skipti möguleg. Birkiteigur 25, Keflavík Um 140m2, fimm herbergja raðhús ásamt ca. 39m2 bílskúr. Allt er nýtt á baðherbergi, endurnýjaðar ofnalagnir og skolplagnir. Nýr þakkantur og stór og góð verönd á baklóð með heitum potti. Hjallavegur 5, Njarðvík Um 82m2, 3ja herbergja íbúð á 3. hæð í fjölbýli. Herbergi og stofa parketlögð, stórar svalir í suður. Björt og rúmgóð íbúð, mjög hagstætt áhvílandi. Lækkað verð, laus strax! Njarðvík atvinnuhúsnæði á góðum stað, mikil lofthæð. Milliloft, laus fljótlega. STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABIAÐIÐ Á SUÐURNESJUM ViKURFRÉTTIR FIMMTUDAGURINN17.ÁGÚST2006| 31

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.