Víkurfréttir - 12.10.2006, Blaðsíða 14
Bplóamarkaður
Föstudaginn 13. september n.k., verður
haldinn flóamarkaður aó SmiðjuvöLlum 8,
Reykjanesbæ, frá kl. 13:00 - 16:30.
Rau&i kross íslands
SuSurnesjadeild
FYRIR ISLENSKT VEÐURFAR
ÚTSÖLUAÐILI:
SKÓBÚÐIN - HAFNARGÖTU 35 - REYKJANESBÆ - S.421 8585
Dreifingaraðili: www.leikco.is
FRÍTTASÍMINN
SOLARHRINGSVAKT
8982222
Söngleikur á svið í Reykjanesbæ:
Lofumfrábœrri skemmtun fyrir allafjölskylduna
Nú í lok október verður frumsýndur
söngleikurinn Cinderella story en
verkið er byggt á samnefndri
kvikmynd sem er nútíma Öskubusku-
saga en gerist hér í Keflavík. Alls taka
um sextíu ungmenni þátt i uppsetn-
ingunni og er ljóst að miklir hæfi-
leikar búa í þessum krökkum og
metnaðurinn ótrúlegur.
Æft er daglega, þrjá til sex tíma
í senn og er valin manneskja
í hverju hlutverki, hvort sem
um er að ræða leik, söng,
dans, förðun, búninga
eða aðra tæknivinnu.
Tónlistin spilar að
sjálfsögðu stórt hlut-
verk í sýningunni
og eru lögin útsett
og flutt af hinum
landskunna gítar-
leikara Guðmundi
Péturssyni sem fékk
til liðs við sig nokkra
snillinga í bransanum.
Krakkarnir hafa flestir
einhverja reynslu af
leik úr skólaleikritum
en þó eru margir sem
eru að stíga sín fyrstu skref
á sviði leiklistar. Mikil
tilhlökkun er fyrir sýn-
ingunum sem eins og
áður segir hefjast nú í lok
október og verður sýnt í
Frumleikhúsinu, Vestur-
braut 17, þar sem Leikfé-
lag Keflavíkur er með
aðstöðu. Það
eru þær Guðný
Kristjánsdóttir,
Gunn heið ur
Kjartansdóttir
og Iris Hall-
dórs dótt ir
sem stjórna
þessari upp-
setningu og segja þær æfingarnar
ganga vel en framundan eru
strangar æfingar fram að
frumsýningu enda um metn-
aðarfullt verkefni að ræða
og krakkarnir „bara
flottir,, og því skemmti-
legt að mæta á æfingar
og vinna með þeim.
„Við lofum frábærri
skemmtun fyrir alla íjöl-
skylduna og vonum að Suð-
urnesjabúar kunni að meta
þessa sýningu sem hefur
ákveðið forvarnargildi enda
krakkarnir í góðum félags-
skap þar sem eingöngu gleði
og hamingja ráða ríkjum“!
Og undir þessi orð tekur hópur-
inn sem samanstendur af
hressum krökkum á aldr-
inum 14-26 ára.
opna í Sandgerði
Hársnyrtistofan Fimir fingur, í
eigu Guðbjargar Óskarsdóttur,
hóf starfsemi sl. föstudag í Sand-
gerði og hefur verið nóg um að vera hjá
stelpunum frá því þær opnuðu. Þær Jó-
hanna Ósk Þorsteinsdóttir og Agatha
Marta starfa hjá Guðbjörgu á Fimum
fingrum. Jóhanna er hársnyrtir en Ag-
atha er nagla- og förðunarfræðingur.
Hársnyrtistofan er staðsett við Vitatorg
Sandgerði við hliðina á veitingastaðnum
Mamma Mía. Opið er alla virka daga frá kl.
10-17 og um helgar eftir samkomulagi. „Við
verðum hugsanlega með opið á fimmtu-
dagskvöldum til kl. 21 ef það reynist vel,“
sagði Guðbjörg í samtali við Víkurfréttir.
Fimir fingur hafa einnig til sölu hársnyrti-
vörurnar frá Indola og þá er einnig hægt
að versla þar andlitsfarða, maskara, gloss
ásamt hársnyrtivörum á borð við teygjur
og spennur frá 4 Dot.
14
VÍKURFRÉTTIR I 41. TÖLUBLAÐ 27. ARGANGUR
VÍKURFRÉTTIR Á NETINU • www.vf.is • LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR ÐAGLEGA!