Víkurfréttir - 12.10.2006, Blaðsíða 23
Jóhann í 17. sæti
á heimslistanum
Jróhann Rúnar Kristjánsson
er kominn upp úr 19. sæti
í það sautjánda á heimslist-
um í borðtennis í flokki sitj-
andi spilara. Jóhann sankaði
að sér stigum á heimsmeistara-
mótinu sem fram fór í Sviss
fyrir skemmstu en það skilaði
honum upp um þessi sæti.
„Ég er í góðu formi og held
áfram þar sem frá var horfið í
heimsmeistaramótinu," sagði
Jóhann í samtali við Víkur-
fréttir. Næsta mót hjá Jóhanni
fer fram í desember og verður
það haldið í Las Vegas í Banda-
ríkjunum. „Þar ætla ég að vinna
mér inn eins mörg stig og ég
get, í riðlakeppninni, opnum
flokki og liðakeppninni,“ sagði
Jóhann sem mun fá rússneskan
meðspilara með sér til Vegas en
í liðakeppninni í Vegas mega
einstaklingar spila saman og
þá skiptir ekki máli frá hvaða
þjóðlöndum þeir koma.
Fimm frá Njarðvík
i liði arsins
Vefsíðan fotbolti.net stóð
á dögunum að kjöri á
liði og leikmönnum árs-
ins í 1. og 2. deild karla í knatt-
spyrnu. Á hófinu var Gestur
Gylfason, leikmaður Njarð-
víkur, valinn besti leikmaður
deildarinnar en Njarðvíkigar
áttu fimm leikmenn í Iiði árs-
ins.
Adolf Sveinsson og Ólafur Ivar
Jónsson voru einnig valdir í lið
ársins en þeir leika með Sand-
gerðingum. Njarðvíkingarnir
í liði ársins voru þeir Albert
Sævarsson, markvörður, Krist-
inn Björnsson, bakvörður,
Gestur Gylfason, bakvörður,
Guðni Erlendsson, miðjumaður
og Sverrir Þór Sverrisson,
miðjumaður. Þjálfari ársins var
valinn Þorvaldur Örlygsson
hjá Fjarðarbyggð en austfirð-
ingar voru Islandsmeistarar
í 2. deild í sumar. Marteinn
Guðjónsson, leikmaður Njarð-
víkur, var einnig í liði ársins
en á varamannabekknum.
PORCHA ÞJÁLFAR KEFLAVÍK
ÍÞRÓTTASÍÐUR VÍKURFRÉTTA ERU í BOÐI LANDSBAMKANS
i Grindavík
SÍAAUN STEYPAVINNARI í ÍSLANDI
-Bikartifill Keflavíkur
vekur heimsathygli
VISA bikarmeistaratitill Keflvíkinga
hefur vakið athygli víðar en á íslandi.
Á færeyska íþróttavefnum sportal.fo
er sagt frá leiknum og frammistöðu eins leik-
manna Keflavíkur, Símuns Samuelsen, sem
kemur frá Færeyjum.
Fréttin á sportal.fo
Símun steypavinnari í fslandi
Símun Samuelsen spœldi við, tá ið
Keflavík um vikuskiftið vann íslend-
sku steypafinaluna ífótbólti
Vágbingurin Símun Samuelsen endaði eittgott
kappingarár í íslendskum fótbólti við at vinna
gull í steypakappingini. Hetta hendi leygar-
dagin, tá ið Keflavík og meistararnir KR spœldu
steypafinalu á Laugardalsvollinum í Reykjavík.
Dysturin endaði við 2-0 til sigri til Keflavík, og
bœði málini vóru skotin tfyrra hálvleiki. Guðjón
Antoníusson skoraðifyrra málið {21. minutti,
og Baldur Sigurðsson akti til 2-0 10 minuttir
seinni. Sítnun Samuelsen hevur verið ein av stuð-
ulsspœlarunum hjá Keflavik í hesum kappingar-
árinum, og hann var á liðnumfrá byrjan í steyp-
afinaluni. lyvirtíðini varSítnun skifturút, og
eftir dystin fekk hann handað sína gullmedalju.
Laust starf
Starfsmaðuróskast í 100% starf við íþróttamiðstöðina í
Grindavík.
Unnið erá vöktum. Umsækjandi þarf að hafa þekkingu
í skyndihjálp og standast kröfur sem gerðar eru til
sundvarða, svo sem að taka sundpróf, samkvæmt reglugerð
um öryggi á sundstöðum, umsækjandi þarf einnig að hafa
góða færni í mannlegum samskiptum.
í starfinu felst klefavarsla í karlaklefum.
Umsækjandi þarfað hefja störf íbyrjunjanúar2007.
Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu
Grindavíkurbæjar.
Umsóknarfrestur er til 1. nóv. 2006.
Nánari upplýsingar gefur undirritaður
í síma 426 8244 og 660 7304.
íþróttamiðstöðin er reyklaus vinnustaður.
Forstöðumaður íþróttamiðstöðvar Grindavíkur
23