Fréttablaðið - 09.09.2017, Page 4

Fréttablaðið - 09.09.2017, Page 4
Hrefna Sigurjónsdóttir framkvæmdastjóri Heimilis og skóla greindi frá því að samtökin hefðu staðið fyrir fræðslu vegna klámnotkunar barna. Nem- endur niður í fjórða bekk hefðu verið staðnir að því að skoða óviðeigandi efni eins og t.d. klámsíður í tölvum og snjallsímum á skólatíma. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar benti á það í grein í Fréttablaðinu að baráttan við mygluna væri orðin stór iðnaður á Íslandi. Engin grein hefði vaxið meira í landinu undanfarið nema ferðaþjónusta. Kári skrifaði jafn- framt að þrátt fyrir vandlega leit í læknisfræðibókmenntum okkar tíma hefði honum ekki tekist að finna þess merki að búið væri að sýna fram á með vísindalegum aðferðum að myglusveppir í húsum vegi að heilsu manna. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir landbúnaðarráðherra kvaðst ekki telja að stemning væri fyrir því að stjórnmála- menn færu að standa í orða- skaki þegar leysa þyrfti verkefnin. Haraldur Benediktsson, þing- maður Sjálfstæðisflokksins, sagði að aðgerðaáætlun Þorgerðar til að mæta bráðavanda sauðfjárbænda væri „eyðibýlastefna“. Þrjú í fréttum Klám, mygla og sauðfé Tölur vikunnar 03.09.2017 – 09.09.2017 343 milljónum króna var varið í viðhald og fram- kvæmdir við höfuðstöðv- ar Orkuveitu Reykjavíkur frá 2007 til 2014. 32% samdráttur var í samanlögðum hagnaði sjö af stærstu lögmanna- stofum landsins í fyrra. 9 undanþágur hefur dómsmálaráðherra veitt erlendum ríkisborgurum utan Evr- ópska efnahagssvæðisins til jarða- eða fasteignakaupa á þessu ári. 7,4% var hagvöxturinn árið 2016 sam- kvæmt endurskoðuðum þjóð- hagsreikningum. Einkaneysla og fjárfesting vógu þyngst í vexti landsframleiðslunnar. 2-0 var sigur Íslands á Úkraínu í undan- keppni HM í knattspyrnu karla. 90% af greiðslum sínum úr ríkis- sjóði fá sauðfjárbændur í fimm ár ef þeir taka ákvörðun um að hætta sauðfjárbúskap í haust. viðskipTi Sjávarútvegsfyrirtækið Icelandic og eigendur Icelandic Fish & Chips eiga í deilu vegna umsókn- ar veitingastaðarins um skráningu á vörumerki sínu í Bandaríkjunum. Eigendur staðarins vilja skrá vöru- merkið Icelandic Fish & Chips þar í landi en Icelandic hefur mótmælt því. „Það kom upp flöggun hjá lög- mannsstofu okkar í Bandaríkjunum að þau væru að reyna að skrá vöru- merkið Icelandic Fish & Chips og þannig byrjuðu okkar samskipti. Við höfum alltaf staðið vörð um okkar vörumerki og í þeirra tilfelli teygðum við okkur að mínu mati mjög langt og vorum boðin og búin til samstarfs við þau,“ segir Sara Lind Þrúðardóttir, framkvæmda- stjóri vörumerkja- og kynningar- sviðs Icelandic, áður Icelandic Group. Icelandic Fish & Chips rekur veit- ingastað við Tryggvagötu í miðbæ Reykjavíkur og opnaði annan í byrjun júlí á Manhattan í New York. Fyrirtækið hafði þá sótt um skrán- ingu vörumerkisins í Bandaríkj- unum. Staðurinn hefur fengið góðar viðtökur og er stefnt að opnun fleiri veitingastaða fyrirtækisins þar í landi á næstu árum. „Mér er algjörlega ofboðið að fyrirtæki í eigu íslenskra lífeyris- sjóða, sem ég þarf að borga til ásamt mínu starfsfólki, sé á þeirri vegferð að einkavæða landsheiti okkar Íslendinga og lýsingarheiti lands- ins. Ef ríkisstjórnin ætlar að sitja hjá og horfa á þetta gerast, án þess að hreyfa legg né lið, þá veit ég ekki í hverju þeirra virðing er fólgin,“ segir Erna Guðrún Kaaber, framkvæmda- stjóri Icelandic Fish & Chips. Icelandic, sem er í eigu Framtaks- sjóðs Íslands, en eigendahópur hans samanstendur af fimmtán lífeyris- sjóðum og Landsbankanum, gerði árið 2011 sérleyfissamning við bandaríska matvælafyrirtækið High Liner Foods. Samið var um sölu á frosnum fiski vestanhafs undir vörumerkinu Icelandic Seafood og út næsta ár. Vörumerkið var fyrst skráð í Bandaríkjunum árið 1973 og heldur Icelandic utan um markaðs- setningu þess. „High Liner selur afurðir undir vörumerkinu fyrir yfir hundrað milljónir dollara á ári. Það hefur áhuga á að endurnýja samninginn en starfsemi Icelandic til framtíðar mun felast í samstarfi við fram- leiðendur sem vilja selja hágæða íslenskar afurðir undir þessu sterka vörumerki. Þess þá heldur viljum við tryggja okkar rétt og standa vörð um það,“ segir Sara Lind og heldur áfram: „Okkur finnst frábært þegar það er verið að kynna íslenskan fisk og það sem þau eru að gera. Við buðum þeim að nota vörumerkið í sam- starfi við okkur en getum ekki fallist á að þau skrái vörumerkið enda er það í okkar eigu. Þau höfnuðu öllum tillögum okkar og þar stendur málið núna,“ segir Sara. haraldur@frettabladid.is Deilur um Icelandic vestanhafs Icelandic hefur mótmælt skráningu eigenda Icelandic Fish & Chips á vörumerki veitingastaðarins í Bandaríkj- unum. Opnuðu í New York í júlí og eru ósátt við andstöðu fyrirtækisins sem er í eigu íslenskra lífeyrissjóða. Icelandic Fish & Chips rekur veitingastað við Tryggvagötu og annan á Manhattan. FréTTablaðIð/ErnIr Mér er algjörlega ofboðið að fyrirtæki í eigu íslenskra lífeyrissjóða, sem ég þarf að borga til ásamt mínu starfsfólki, sé á þeirri vegferð að einkavæða landsheiti okkar Íslendinga og lýsingar- heiti landsins. Erna Guðrún Kaaber, fram- kvæmdastjóri Icelandic Fish & Chips skipulagsmál Samkvæmt tillögu að deiliskipulagi Edenreitsins í Hvera- gerði mun ein af byggingunum þar ganga inn á núverandi lóð fjöl- býlishúss á Reykjamörk 2. Við þetta minnkar á lóð fjölbýlishússins um 309 fermetra og verður 1.790 fermetr- ar að því er fram kemur í minnis blaði sem Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri lagði fyrir bæjarráð. Aldís rekur að fulltrúar hús- félagsins um íbúðirnar tíu sem eru í Reykjamörk 2 hafi komið á fund hennar og skipulagsfulltrúa bæj- arins. Rætt hafi verið um mögu- legar bætur vegna skerðingar lóðarinnar. En íbúarnir höfðu einnig áhyggjur af ósýnilegum sambýlingum sínum úti á lóðinni. „Fulltrúar húsfélagsins lögðu áherslu á að hóli sem er í suðvesturhorni lóðar- innar að Reykjamörk 2 verði ekki raskað en íbúar telja þarna sé um álfahól að ræða,“ skýrir bæjar- stjórinn frá í minnis- blaði sínu. Aldís leggur í minnisblaðinu fram fimm atriði sem hún segir að full- trúar húsfélagsins hafi samþykkt fyrir sitt leyti til að leysa málið. Í fyrsta lagi verði borgaðar 2,5 milljónir króna í bætur vegna lóðar- skerðingarinnar. Ákvæði er einnig vegna trjágróðurs á lóðinni. „Álfa- hólnum sem talið er að sé á lóðinni verði þyrmt og séð til þess að rask umhverfis hann verði sem minnst,“ segir enn fremur í minnisblaðinu sem bæjarráð samþykkti. – gar Fá milljónir og álfahóllinn fer ekki fet Álfahólnum við reykjamörk 2 verður þyrmt. Mynd/anTon Örn PÁlsson aldís Hafsteins- dóttir bæjarstjór 9 . s e p T e m b e r 2 0 1 7 l a u g a r D a g u r4 f r é T T i r ∙ f r é T T a b l a ð i ð 0 9 -0 9 -2 0 1 7 0 4 :3 1 F B 1 1 2 s _ P 1 0 9 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 1 0 0 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D B 2 -8 B 6 8 1 D B 2 -8 A 2 C 1 D B 2 -8 8 F 0 1 D B 2 -8 7 B 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 1 1 2 s _ 8 _ 9 _ 2 0 1 7 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.