Fréttablaðið - 09.09.2017, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 09.09.2017, Blaðsíða 30
Sjálfboðaliðar á öllum aldri óskast Viltu koma í hóp skemmtilegra sjálfboðaliða hjá Fjölskylduhjálp Íslands í Reykjavík og gefa af þér nokkra tíma í viku? Endilega gefðu þig fram á staðnum eða í síma 892-9603. Iðufelli 14, Reykjavík Rauður frá toppi til táar. (Max Mara). Mittisbelti og kvenlegar línur. (Louis Vuitton). Köflótt dragt. (Stella McCartney) Viljum það besta strax Daníel Freyr Atlason hjá Döðlum Samfélagið hefur breyst mjög mikið á síðasta áratug vegna tækni- framfara. Við eltum tæknina og breytingar á netnotkun og fleira veldur því að við viljum fá allt eins og skot. Við viljum það besta, strax. Samkeppnisumhverfi fyrir- tækja hefur breyst. Fyrirtæki keppa ekki í sömu grein. Coca-Cola keppir ekki lengur bara við Pepsi, heldur ótal aðra hluti sem hafa á sér skemmtilega ímynd. Ímynd og hugmyndir skipta miklu meira máli en áður. Til þess að keppa við önnur fyrirtæki þarf hugmyndavinnan að vera góð því neytandinn er orðinn afar fær í að leita uppi það sem hann vill. Kröfurnar hafa aukist mjög mikið en á sama tíma er auðveldara að koma sér á framfæri ef þú býrð yfir hugmyndaauðgi. Þú getur verið viss um að fólk finni þig ef þú ert að gera skemmtilega hluti.“ Daníel segir að á meðan tæknin rjúki áfram hafi fólk vissa þörf fyrir jafnvægi. „Allt er leyfilegt í dag. Það er í okkar eðli að við þurfum ákveðið jafnvægi. Þegar tæknin rýkur fram þá bökkum við með annað, eins og til dæmis tísku. Þegar allir eru komnir með allt sem þarf í símann sinn þá fær fólk kannski þörf fyrir nostalgíu með aðra hluti. Mér finnst lítið nýtt í gangi, við erum að endurvinna hlutina. En frumleikinn er í endurvinnslu hug- mynda. Fólk spyr mig oft af hverju ég klæði mig eins og ég sé tvítugur. Ég segist vera búinn að vera svona klæddur í 20 ár og sé enga ástæðu til að breyta því þó að ungt fólk klæði sig svipað í dag,“ segir hann og brosir út í annað. „Streetwear í dag er bara útvíkkuð pæling frá síð- ustu aldamótum. Fólk er í jogging- buxum með Gucci-belti, þó að það sé teygja í buxunum! En ég gæti mín nú samt á því að dæma ekki. Það getur verið svo mikil hugmynda- auðgi í því hvernig við endurnýtum og vinsum úr eldri hug- myndum. Fólk á bara að hafa hlutina eins og það nákvæmlega vill,“segir Daníel. Hann segist hafa þörf fyrir að skrúfa fyrir samfélagsmiðla og fréttaveitur. „Ég fer lítið á Vísi og mbl.is og alls ekki inn á Facebook. Ég er kominn með nóg af því að hlusta á skoðanir fólks. Ég fer mest á Instagram og ég vil stýra því svolítið hvað ég sé og hef í kringum mig. Ég held að sífellt fleiri finni þessa þörf hjá sér. Að skrúfa niður í hávað- anum ef svo mætti taka til orða,“ segir Daníel og segir kröfu fólks um gæði og innihald í auknum mæli að færast á samfélagsmiðla og fjöl- miðla eins og annað. Frjálslegur andi sjöunda áratugar. Hér sitja fyrir þau Keith Richards og Anita Pallenberg. noRdiCPHotoS/Getty Hönnuðir í nostalgíu Edda Gunnlaugsdóttir, aðstoðarritstjóri Glamour Edda segir eins og Daníel að í dag sé allt leyfilegt. Það sé vel greinanlegt í haust- tískunni í ár. „Sá stíll sem mér finnst hvað mest áberandi er sá persónulegi, og þú átt eiginlega að gera haust- tískuna að þinni. Það eru engar reglur lengur, tískan er til að hafa gaman af. Blandaðu öllu saman ef þú vilt,“ segir Edda. Og afturhvarfið og nostalgían er áberandi. „Það er mikil nostalgía í tískuheiminum um þessar mundir og eru hönnuðir mikið að fara til baka. Marc Jacobs sótti innblástur í hip-hop senu tíunda áratugarins en Alessandro Michele hjá Gucci fór aðeins lengra aftur í tímann. Sjöundi áratugurinn kom fram í mörgum myndum fyrir veturinn, þar sem hönnuðir sóttu innblástur bæði í tískufyrirmyndir og tónlistar- senu þess tíma, eins og Keith Rich- ards, Jane Birkin og Twiggy. Þessi vísun kom sterkt fram hjá Aless- andro Michele hjá Gucci, Prada og Chloé. Stuttir kjólar, útvíðar buxur og frjálslegt yfirbragð,“ segir Edda sem segir að þó að allt sé leyfilegt séu vissir straumar sterk- ari í litum, efni og áferð. „Köflótt er mjög áber- andi í vetur, sem mér finnst mjög skemmti- legt. Dragtin kemur líka mjög sterk inn, og myndi ég fá mér þannig í gráum eða jafnvel vínrauðum lit. Leðrið er svo oft áberandi á haustin og það verður engin undantekning á því núna. Rauður er aðalliturinn um þessar mundir, algjörlega frá toppi til táar. Vínrauður, skærrauður og jafnvel út í bleikt, og flott að blanda því öllu saman. Þótt haustið sé komið þá eiga þessir litir vel við, og gott er að hvíla svarta litinn aðeins. Ég myndi segja að formið væri bæði kvenlegt og frjálslegt. Mittisbelti, bæði yfir kápur og á víðum buxum sem ýtir undir kvenlegar línur, hins vegar eru jakkar og kápur höfð í yfirstærð, þannig að það er gott jafnvægi þar á milli.“ djörf samsetning úr haust- og vetrar- línu Gucci. noRdiCPHotoS/Getty Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjana@frettabladid.is Guðný Hrönn Antonsdóttir gudnyhronn@365.is Nostalgían og tæknin Eftir því sem tækninni fleygir hraðar fram virðist fólk hafa aukna þörf fyrir að dvelja í fortíðinni. Nostalgía er áberandi nú um mundir í straumum og stefnum í tísku, hönnun og listum. 9 . s e p t e m b e r 2 0 1 7 L A U G A r D A G U r30 H e L G i n ∙ F r É t t A b L A ð i ð 0 9 -0 9 -2 0 1 7 0 4 :3 1 F B 1 1 2 s _ P 0 9 4 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 8 3 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D B 2 -9 0 5 8 1 D B 2 -8 F 1 C 1 D B 2 -8 D E 0 1 D B 2 -8 C A 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 1 1 2 s _ 8 _ 9 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.