Fréttablaðið - 09.09.2017, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 09.09.2017, Blaðsíða 28
titruðu af stolti. Ég á gott bakland og veit hvað þetta skiptir miklu máli. Ég held að hlutirnir fari síður úr skorðum ef það er traust í fjöl- skyldunni. Það er fólk í kringum mig sem hefur staðið í erfiðum forræðis- deilum. Vinir mínir og gott fólk sem missir tökin. Það slettist eitthvað upp á og svo missir fólk tökin með glötuðum afleiðingum. Svo réttist þetta af á endanum. Þetta er algengt. Og deilur af alls kyns tagi, þar sem fólk nær hreinlega ekki almennilega tengslum. Það er haldið einhverjum doða og vanlíðan, veit ekki almenni- lega hvernig það á að ræða hlutina, sækir sér ef til vill ekki hjálp og svo fer bara allt í bull.“ Með hetjunum sínum Það má segja að leikarar myndar- innar séu góður hluti landsliðsins í gríni. Steindi lærði mikið í ferlinu. „Þetta eru hetjurnar mínar og mér fannst ég vera með landsliðinu. Ég leit oft í kringum mig á setti og varð bara agalega stoltur en líka setti ég pressu á mig og hugsaði: Vá, það er bara núna eða ekki með mig. Þau búa yfir mikilli reynslu og það sem ég tek með mér í næsta verkefni er að skilja tilfinningarnar eftir á setti. Þau ráða svo vel við ferlið. Ég lærði að grufla í hlutum, opna gömul sár til að opna á tilfinningar. En ég tók það stundum með mér heim,“ segir hann. „Ég kýs að kalla Eddu queen of grín og ég dáðist að Sigga í ferlinu, hann er svo agaður. Þetta er tækni og skilningur, flæði sem mér fannst ómetanlegt að komast í tæri við. Ég hef verið upptekinn af þessum hetjum mínum frá því ég var barn. Frá því ég var átta ára gamall voru tvær myndir oftast í tækinu, Stella í orlofi sem þau leika bæði í, Siggi og Edda, og Beetlejuice. Ég kann Stellu í orlofi nánast utan að. Ég er alinn upp við þeirra gamanleik en ég hef auðvitað ætlað mér að starfa við þetta frá því ég var barn,“ segir Steindi en eins og margir þekkja varð hann fyrst þekktur ungur af YouTube myndböndum sem rifu í hláturtaugarnar. Íbúfenkúrinn! Undirbúningur fyrir kynlífssenu í myndinni var ekki áreynslulaus. Steindi þurfti að létta sig töluvert fyrir gerð myndbandsins og notaði heldur óhefðbundna aðferð sem hann mælir ekki með. Fyrir nokk- urn mann! „Sú sena á að gerast nokkrum árum áður. Ég fékk mánuð til þess að taka upp þau skot. Ég reyndi að missa eins mikið og ég gat á skömmum tíma. Ég var of upptek- inn til að fara í ræktina þannig að ég át bara hádegismat og svo tók ég bara verkjalyf þegar ég var svangur. Þetta er hrikalega óhollt og ég mæli ekki með þessu. Við kölluðum þetta íbúfenkúrinn. Þetta er fjörutíu sekúndna sena og ég rétt svo sést í speglaskoti. Ég grínaðist í Hadda vegna þess, hvort það mætti ekki sjást aðeins meira í mig eftir alla þessa fyrirhöfn. En glöggir áhorf- endur munu sjá muninn.“ Steindi á það greinilega til að leggja svona hart að sér. Í sumar hljóp hann hálfmaraþon án þess að hafa reimað á sig hlaupaskóna að ráði. Ævistarfið Steindi tók einnig að sér aukahlut- verk í heimildarmyndinni Out of Thin Air á síðasta ári, sem fjallar um Guðmundar- og Geirfinnsmál- in. Myndin fór í sýningar á Netflix í sumar. Gamni og gríni getur hann ekki hugsað sér að sleppa. Þar liggur rauði þráðurinn. En hann getur hugsað sér að taka að sér fleiri hlut- verk utan gamanleiksins og segist vera kominn með sjálfstraust til að hlýða meira á eigin rödd. Hann er hættur að láta aðra segja sér hvað hann er. „Það hefur verið erfitt fyrir mig að fá viðurkenningu á því hreinlega að ég sé listamaður. Leikari. Þrátt fyrir að það sé ævistarfið. Þetta starf valdi mig, allt sem ég geri frá því ég er lít- ill drengur snýst um þessa ástríðu, að leika, skrifa, framleiða. En þrátt fyrir það þá hafa aðrir stundum viljað segja mér að þetta sé ég ekki. Af því að ég er ólærður. Eitt sinn fór ég í blaðaviðtal og blaðamaðurinn neitaði að titla mig leikara af því að ég er ekki lærður. Hann stakk upp á orðinu skemmtikraftur. Ég vil vera tekinn alvarlega. Ég man að Jón Gnarr talaði um svipaða baráttu fyrir viðurkenningu. Mér fannst gott að vita af hans baráttu. En sjálfstraustið er komið núna. Ég læt engan segja mér hvað ég er. Ég fór erfiðari leiðina. En ég fór hana,“ segir hann. „En ég er samt auðmjúkur. Ég hugsa vel um það sem ég er að gera. Ég hlusta á aðra og læri. En sem betur fer þá er ég sterkari, ég er hættur að leita eftir gagnrýni og hlusta betur á mína eigin rödd. Áður las ég öll komment, við You- Tube myndbönd og hvað sem er. Ef ég sá eitt neikvætt komment vildi ég hitta þá manneskju og sann- færa hana um mitt eigið ágæti. Ég vildi hafa alla góða. Einhver tólf ára strákur úti í bæ hélt mér í einhverri angist, það er bara ógeðslega fyndið. En kannski er ég ekki ekkert laus við þetta. Kannski mun ég skoða kommentin undir þessu viðtali og engjast yfir þeim.“ Myndir af setti Myndir/brynjar SnÆr ég át bara hádegismat og svo tók ég bara verkjalyf þegar ég var svangur. þetta er hrikalega óhollt og ég mæli ekki með þessu. við kölluðum þetta íbúfenkúrinn. 9 . s e p t e m b e r 2 0 1 7 L A U G A r D A G U r28 H e L G i n ∙ F r É t t A b L A ð i ð 0 9 -0 9 -2 0 1 7 0 4 :3 1 F B 1 1 2 s _ P 0 9 2 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 8 5 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D B 2 -A 4 1 8 1 D B 2 -A 2 D C 1 D B 2 -A 1 A 0 1 D B 2 -A 0 6 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 1 1 2 s _ 8 _ 9 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.