Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.09.2017, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 09.09.2017, Qupperneq 8
Reykjavík Verkfræðistofan Efla hefur fengið rúmlega 107 millj- ónir króna í greiðslur frá Orkuveitu Reykjavíkur síðan mygla uppgötv- aðist í höfuðstöðvum Orkuveitunn- ar haustið 2015. Línuhönnun, sem síðar varð Efla, var ein fjölmargra verkfræðistofa sem komu að hönn- un Orkuveituhússins á sínum tíma. Verkfræðingur, sem kom að bygg- ingu hússins og Fréttablaðið ræddi við, segir það hafa vakið athygli að OR hafi leitað til Eflu í ljósi þessa. Eiríkur Hjálmarsson, upplýsinga- fulltrúi OR, segir að leitað hafi verið til þeirra bestu á sínu sviði þegar veikindi komu upp meðal starfs- fólks árið 2015 og grunur lék á að mætti rekja þau til myglusvepps. „Bæði hvað varðar þekkingu og reynslu. Það var Efla. Þá var sú alvarlega staða sem nú blasir við ekki ljós. Hún hefur verið að skýrast á þessum misserum sem liðin eru.“ Samkvæmt upplýsingum frá OR skiptast greiðslur fyrirtækisins til Eflu síðan þá í tvennt. Annars vegar 36.158.090 krónur fyrir rannsókn á umfangi myglu og ráðgjöf til OR og starfsmanna vegna heilsufarsáhrifa. Hins vegar 71.519.155 krónur fyrir verkefnis- stjórn, hönnun vegna hreinsiað- gerða og tilraunaviðgerðar og eftirlit. Alls 107.677.245 krónur án virðisaukaskatts. Þessar 107 milljónir eru hluti af þeim 460 milljónum sem OR hefur þegar varið til aðgerða eftir að mygla uppgötvaðist í vesturhúsi höfuðstöðvanna. Sem fyrr segir komu fjölmargir að byggingu Orkuveituhússins sem tekið var í notkun 2003. Það er byggt eftir vinningstillögu Horn- steina arkitekta og Teiknistofu Ingi- mundar Sveinssonar. Nokkrar verk- fræðistofur komu síðan að frekari hönnun. Auk Línuhönnunar komu Almenna verkfræðistofan, síðar Verkís, Rafhönnun og VSI Öryggis- hönnun, síðar Lota, að verkinu. VSÓ ráðgjöf sá um verkefna- og hönn unar stjórn en byggingarstjórn og eftirlit var í höndum Verkfræði- þjónustu Magnúsar Bjarnasonar. Samkvæmt upplýsingum frá OR sá Línuhönnun, sem síðar varð Efla, um burðarþolshönnun. Eiríkur Hjálmarsson bendir á að hinir skemmdu veggir vesturhússins nú séu ekki burðarveggir. Miklar vonir eru bundnar við úttekt dómkvadds matsmanns á húsinu sem falið verður að meta tjónið og ástæður þess. Að sögn Eiríks er matsbeiðni, sem lögð verð- ur fram við Héraðsdóm Reykjavíkur, á lokametrunum. mikael@frettabladid.is Vinna Eflu kostað OR 107 milljónir króna Af þeim 460 milljónum króna sem varið hefur verið í aðgerðir eftir að mygla uppgötvaðist í Orkuveituhúsinu hafa 107 milljónir farið til verkfræðistofunnar Eflu. Línuhönnun, sem síðar varð Efla, kom að upphaflegri hönnun hússins. Höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur. FRéttablaðið/VilHelm OR leitaði til Eflu þegar grunur lék á að myglu væri að finna í húsinu. Fyrir rannsóknir, ráðgjöf og vinnu hefur OR greitt Eflu rúmar 107 milljónir króna. H N O T S K Ó G U R g ra fí sk h ön nu n Rannís auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Æskulýðssjóði. Hlutverk sjóðsins er að styrkja verkefni á vegum æskulýðsfélaga og æskulýðssamtaka. Samkvæmt breytingum á reglum um Æskulýðssjóð, nr. 60/2008, auglýsir sjóðurinn eftir umsóknum um styrki tvisvar sinnum á ári, 15. febrúar og 16. október. Umsóknareyðublöð og leiðbeiningar er að finna á rannis.is. Umsóknum skal skilað inn á rafrænu formi fyrir kl. 16:00 mánudaginn 16. október 2017. Nánari upplýsingar veitir Andrés Pétursson, andres.petursson@rannis.is, sími 515 5833. Umsóknarfrestur 16. október 2017 Æskulýðs- sjóður HAUSTHEIMTUR Ársfundur Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum verður haldinn í Gamla bíói, Ingólfsstræti 2a, Reykjavík 14. september 2017, kl. 8–10. Við það tækifæri fá fundarmenn að kynnast afrakstri af ýmsum rannsóknum sem starfsmenn stofnunarinnar og samstarfsmenn þeirra víða um lönd hafa unnið að til lengri eða skemmri tíma. Morgunverðarfundinum má því líkja við uppskeruhátíð enda verða heimtur haustsins ljósari eftir snarpar kynningar á áhugaverðum fundi. Skráning á ársfundinn fer fram á vef stofnunarinnar, www.arnastofnun.is. Hægt er að skrá sig fram að hádegi miðvikudaginn 13. september 2017. 8:00 Morgunmatur 8:30 Fundur settur Katrín Jakobsdóttir, varaformaður stjórnar Árna­ stofnunar, „En hvað þenkirðu, að sú gamla maddame B. vil segja til þetta, trúir þú ekki, að hún skal blíva hreint tossuð?“ – Um stöðu íslenskrar tungu. Guðrún Nordal forstöðumaður segir frá starfsemi stofnunarinnar og kynnir ársskýrslu 2016. Halldóra Jónsdóttir verkefnisstjóri segir frá tilurð vefgáttarinnar málið.is. Heimir Freyr Viðarsson doktorsnemi, „Svo verða þeir sýðustu sem hinir firstu“ – Málstöðlun og áhrif hennar á lausan greini í ólíkum textategundum á 19. öld. Margrét Eggertsdóttir rannsóknarprófessor, Handrit sem dyggðaspeglar – Ný bók og breytt staða í rannsóknum. Bjarni Benedikt Björnsson íslenskukennari, Klaki, Rabb og Ritill – tilraunir í íslenskukennslu erlendis. Emily Lethbridge rannsóknarlektor, Heimur nafna. Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri markaðs­ og viðskiptaþróunar hjá Landsvirkjun, segir frá Máltækniáætlun 2018–2022. Kristján Þór Júlíusson mennta­ og menningarmálaráðherra flytur lokaávarp. 10:00 Fundi slitið FIMMTUDAGINN 14. SEPTEMBER 2017 CCG As a christian church known by many from our internet page ccg.org, we know there is conciderable interest for our litter- ature in Iceland. Because of this we would like to conduct a seminar for interested persons this autumn. If anyone would like to meet with us, please contact us at secretary@ccg.org 365.is Sími 1817 333 krá dag* Tryggðu þér áskrift *9.990.- á mánuði. NOReGUR Barentshaf verður að öllum líkindum hafíslaust á árunum 2061 til 2088. Minnkun útstreymis gróðurhúsalofttegunda mun stöðva þróunina. Þetta er mat norskra vísinda- manna sem hafa skoðað hafísbreið- una í Barentshafi aftur til ársins 1850. Þeir benda á að hafísbreiðan hafi aldrei verið minni að vetrarlagi. Breytingarnar hafi jafnframt aldrei gerst jafn hratt og nú. Barentshaf er nú að mestu íslaust að sumarlagi. – ibs Hafís að hverfa úr Barentshafi veðUR Afleiðingar öflugs sólblossa dynja nú á jörðinni. Hlaðnar agnir hafa síðustu daga framkallað mikil norðurljós og líkur eru á að litadýrðin verði mikil á himni næstu daga. Í raun eru um tvo aðskilda atburði að ræða. Kórónuskvettan sem fylgdi sólblossanum mikla sameinaðist öðrum blossa sem átti sér stað fyrr í mánuðinum. Þetta er ástæðan fyrir því að virknin er svo mikil. Í atburð- um af þessari stærðargráðu getur norðurljósakraginn teygt úr sér og fer mögulega suður fyrir landið. Þó eru góðar líkur á að mikil norðurljósa- sýning verði á himni á laugardaginn. „Þetta kemur í kjölfarið á einu stærsta sólgosi sem orðið hefur síð- ustu tíu árin eða svo,“ segir Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræði- vefsins. „Það ætti að hægjast á þessu eftir helgi. En þetta byrjar síðan aftur á þriðjudaginn í næstu viku,“ segir Sævar. Öflugir segulstormar geta haft áhrif á fjarskiptakerfi, þá sérstaklega á útvarpsbylgjur með stutta tíðni. „Þetta er ekki nógu stórt til valda slíkum röskunum. Þetta er fyrst og fremst fallegt.“ – khn Tröllaukinn segulstormur framkallar litadýrð á himni Stór segulstormur skellur á jörðinni um þessar mundir. FRéttablaðið/eRniR 9 . s e p t e m b e R 2 0 1 7 L a U G a R D a G U R8 f R é t t i R ∙ f R é t t a b L a ð i ð 0 9 -0 9 -2 0 1 7 0 4 :3 1 F B 1 1 2 s _ P 1 0 5 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 1 0 4 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D B 2 -B 2 E 8 1 D B 2 -B 1 A C 1 D B 2 -B 0 7 0 1 D B 2 -A F 3 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 1 1 2 s _ 8 _ 9 _ 2 0 1 7 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.