Fréttablaðið - 09.09.2017, Side 32

Fréttablaðið - 09.09.2017, Side 32
Ég vildi óska að ég gæti sagt að ég sæti á kaffi-húsi í Blooms bury með kaffibolla í greipunum, ilminn af föllnu laufi í nösunum og innblástur í æðunum. Það er hins vegar ekki svo gott. Ég sit við eldhúsborðið, enn í náttfötunum þótt komið sé hádegi. Mjólk súrnar í morgunverðarskálum allt í kringum mig og frammi á gangi blasir við óhreint tau sem flæðir upp úr þvottakörfunni – eða þvottakörf- unum – ég á fjórar því stundum leysi ég vandann sem skítug föt eru með því að kaupa nýja þvottakörfu,“ segir Sif Sigmarsdóttir rithöfundur um rithöfundalífið í London. Í vikunni kom út bók hennar, I am Traitor, í Bretlandi gefin út af einum stærsta forlagi Breta, Hodder. Sif er þekktur rithöfundur á Íslandi og einnig beitt- ur og gagnrýninn pistlahöfundur og skrifar reglulega í helgarblað Frétta- blaðsins. Í dag bregður Sif reyndar út af vananum í pistli sínum og beinir augum sínum að því fallega í til- verunni. „Það helsta sem er fram undan á verkefnalistanum hjá mér – fyrir utan að taka til augljóslega – er að skrifa heila bók sem á helst að vera tilbúin í gær. Ég óttast því að ég muni þurfa að kaupa nýja þvottakörfu,“ segir Sif, sem skrifar framhald bókar- innar sem kom út í vikunni. Gráðugar gribbur En hvernig kom það til að henni tókst að koma út bók á breskum markaði. Sem hún skrifaði á ensku? „Af blygð- unarlausum metnaði,“ svarar hún og leiðir hugann að Sheryl Sandberg, einum æðsta stjórnenda Facebook. „Það má segja að hún hafi orðið hálfgerður andlegur leiðtogi þeirra sem vilja veg kvenna sem mestan eftir að hún skrifaði bókina Lean In um hvernig konur eiga að fara að því að brjótast gegnum hið margum- talaða glerþak. Í viðtalinu talaði hún um að strákum væri sagt frá blautu barnsbeini að þeir ættu að leiða, vera duglegir, framtakssamir og stefna hátt. Stúlkum væri hins vegar tamið hið andstæða, þeim væri sagt að leiða ekki heldur sýna hógværð, halda sig á mottunni. Sandberg hvatti til þess að við færum að senda stelpum sömu skilaboð og strákum. Við ættum að segja þeim að þær megi alveg líka vera leiðtogar. Ég var dálítið hugsi eftir þetta við- tal. Ég fór að velta fyrir mér hvort þetta ætti ekki við um fleiri hluti. Eins og til dæmis metnað. Karl- menn sem eru metnaðarfullir þykja flottir. Konur sem eru metnaðar- fullar þykja gráðugar gribbur,“ segir Blygðunarlaus metnaður Bók Sifjar kom út í vikunni. Sif segir breska útgefendur jafn aðgengilega og drottningin. Sif Sigmarsdóttir segist vera fréttafíkill. Ófáir íslenskir stjórnmálamenn hafa birst í dulargervi í bókum hennar. Um Sif Þegar Sif var í tíunda bekk fóru samnemendur hennar flestir í starfs- kynningu í Vífilfell sem gaf ókeypis kók. Sif heimsótti Morgunblaðið og vann þar seinna sem blaðamaður. Sif gekk alltaf vel í skóla nema í leikfimi. Pabbi hennar borgaði henni tíu þúsund krónur fyrir að gera tuttugu armbeygjur á dag svo hún næði leikfimiprófi í MR. Sif segist vera mjög gleymin. „Ég get lesið bók sem mér finnst skemmti- leg aftur og aftur því þegar ég tek hana upp kannski ári eftir að ég kláraði hana er ég búin að steingleyma henni. Sama gildir um sjónvarpsþætti.“ Þegar hún var ung blundaði í henni draumur um að fá vinnu sem stór- stjarna í söngleikn- um Cats í London. Sif segist einmitt syngja eins og mjálmandi köttur. „Þegar ég syng hljóma ég eins og mjálmandi köttur, alvöru köttur; svo skrækur köttur að ef hann væri lokaður ofan í boxi vildi meira að segja Schrödinger kvikindið kirfilega dautt.“ Sif Sigmarsdóttir gaf út vísindaskáld- söguna Traitor í Bretlandi í vikunni. Bókina skrifaði hún á ensku en að fá samning hjá bresk- um útgefanda segir hún jafn erfitt og að nálgast drottning- una. Ferlið var ekki áreynslulaust. hvað niður á servíettu og svo gekk útgefandi framhjá fyrir tilviljun.“ Staðreyndin er hins vegar sú að þetta kom til af því að innst inni, þótt ég – eins og margar konur – keppist við að fela það, er ég gráðug gribba. Þetta kom til af því að ég hef brenn- andi áhuga á að skrifa, ég hef metnað til að gera það vel, mig langaði til að geta skrifað almennilega á ensku og mig langaði til að njóta velgengni sem rithöfundur. Ferlið var ekki áreynslulaust. Það voru tár – fötur af tárum – blóðþrútin augu, skapofsa- köst, sleikjuskapur (sem kallast á fag- máli networking), andvökunætur og kaffi – mikið, mikið kaffi. Ég á eflaust eftir að sjá eftir að svara þessari spurningu af hreinskilni þegar fólk les þetta og hugsar: „Oj, hvaða klikkaða trunta er þetta?“ En ef ein stelpa les þetta og hugsar: „Já, það er allt í lagi að berjast með kjafti og klóm fyrir því sem mig langar til að áorka,“ þá er það þess virði.“ Hugmyndin kviknaði í Sarajevó Bók Sifjar, Traitor, fjallar um baráttu- þrek mannsandans og er vísinda- skáldsaga fyrir unglinga og alla þá sem hafa áhuga á vísindaskáldskap. „Aðalsöguhetja bókarinnar er unglingsstelpa sem heitir Amy og býr í London. Hún er ósköp venju- leg stelpa, hangir á Facebook, glápir á YouTube og fer í partí með vinum sínum. Þegar geimverur mæta til jarðar og taka að nema á brott unga fólkið sogast hún inn í óvænta atburðarás. Til að bjarga mannkyn- inu þarf hún að svíkja þá sem treysta henni og treysta þeim sem eru að reyna að drepa hana.“ Hugmyndin kviknaði á óvana- legan hátt. Í heimsókn í Sarajevó árið 2007 og einlægu tali leiðsögumanns í borginni um stríðsárin. „Við maðurinn minn skráðum okkur í hópskoðunarferð um borg- ina með leiðsögumanni. Þetta var tíu árum eftir að umsátrinu um Sarajevó lauk. Sárin voru langt frá því að vera gróin. Borgin hafði þurft að þola lengstu herkví í sögu nútíma- hernaðar. Víða mátti sjá á götum það sem virtist við fyrstu sýn rauðir blóðpollar – þetta voru svokallaðar Sarajevó rósir, sprengjuskemmdir í malbikinu í laginu eins og rósir sem íbúar borgarinnar fylltu með rauðri trjákvoðu til minning- ar um þá sem létust. Eftir skoðunarferð- ina settumst við niður á kaffihúsi með leið- sögumanninum sem var jafnaldri okkar og hann fór að segja okkur frá lífinu sem unglingur í Sarajevó á tímum umsát- ursins. Ég hafði alltaf ímyndað mér að í stríðshrjáðum l ö n du m l o ka ð i fólk sig af í húsum sínum, hætti að lifa lífinu og biði eftir að hryllingurinn gengi yfir. En þvert á móti. Af ótrúlegu æðru- leysi kepptist fólk við að viðhalda daglegu lífi. Það fór til vinnu þótt ferðalagið gæti kostað það lífið, reynt var að halda uppi skólastarfi í rústum bygginga – og það sem mér fannst merkilegast: unglingar lögðu sig í lífshættu til að fara í partí á kvöldin. Mér fannst þessi staðfesta mannsins til að ríghalda í hversdags- leikann við slíkar aðstæður ótrúlega heillandi. Og úr varð bók.“ Rithöfundar eru þjófar Sif segist fréttafíkill og fær mikið af hugmyndum úr dagblöðum og fréttatímum. Þá hafa ófáir íslenskir stjórnmálamenn birst í dulargervi í bókum hennar. Einnig þurfa vinir og vandamenn að vara sig. „Rit- höfundar eru þjófar. Inni á skrif- stofunni minni hangir skilti sem á stendur: „Careful or you’ll end up in my novel“ – eða: „Gættu þín eða þú gætir endað í skáldsögunni minni.“ Maður stelur útlitseinkenni hér, frá- sögn þar.“ Bókabransinn í Bretlandi er gjör- ólíkur bransanum hér heima að sögn Sifjar og nefnir hún þá helst að breskir útgefendur séu álíka aðgengi- legir og sjálf drottningin. „Þeir forð- ast óbreytta rithöfunda eins og heitan eldinn og þeir líta ekki við bókahandritum nema þau berist þeim gegnum umboðsmenn. Fyrsta skrefið fyrir þá sem vilja gerast rit- höfundar í Bretlandi er því að skrifa bók, annað skrefið er að verða sér úti um umboðs- mann. Umboðs- maðurinn sér svo um að fara með handritið til útgefenda og selja þeim það.“ Palli einn í heiminum Þá er allt stærra í sniðum í Bretlandi og þar af leiðandi ganga hlutirnir líka hægar fyrir sig. „Ár er síðan ég skilaði af mér hand- ritinu að bókinni minni sem var að koma út. Ég gerði tveggja bóka samning við Hodder sem er einn stærsti útgefandinn í Bretlandi og um daginn var ég krafin um titil fyrir næstu bók svo hægt væri að hefja kápuhönnun. Og ég er varla byrjuð á bókinni. Ég elska hvað Bretar eru skipulagðir. En stundum sakna ég „þetta reddast“-viðhorfs okkar Íslendinga.“ Hér í bókabransanum þekkja nátt- úrulega allir alla og svona, fyrir utan- aðkomandi er rithöfundasamfélagið svolítið eins og klúbbur sérviturra fuglaáhugamanna. Er frelsandi að vera úti? „Ó, vá, þú segir mér fréttir. Ég hélt að það væri viðurkennd skoðun að rithöfundar væru klúbb- ur munúðarfullra og einkar þýðra félagsljóna! Ég myndi ekki segja að það sé beint frelsandi. Ég sakna stundum íslenska klúbbsins. Að stíga út fyrir þægindarammann er oft eins og að breytast á augabragði í Palla sem var einn í heiminum. Þótt ég hafi oft staðið í því að gefa út bók líður mér eins og ég sé að gera það í fyrsta sinn því aðstæður eru allt aðrar. En þótt það sé ógnvænlegt að fara út fyrir þægindasviðið er það líka brjálæðislega spennandi. Ég er alveg í smá adrenalín-vímu akkúrat núna,“ segir Sif. Sif og nefnir að hefði hún verið spurð sömu spurningar fyrir viku þá hefði hún kallað fram hógværan roða í kinnum. Með kjafti og klóm „Ég hefði bandað kæruleysislega með hendinni og sagt eitthvað eins og: „Æ, þetta kom nú bara til af til- viljun, ég fann penna í veskinu mínu þar sem ég sat á kaffihúsi, páraði eitt- Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjana@frettabladid.is 9 . s e p t e m b e r 2 0 1 7 L A U G A r D A G U r32 H e L G i n ∙ F r É t t A b L A ð i ð 0 9 -0 9 -2 0 1 7 0 4 :3 1 F B 1 1 2 s _ P 0 9 6 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 8 1 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D B 2 -7 C 9 8 1 D B 2 -7 B 5 C 1 D B 2 -7 A 2 0 1 D B 2 -7 8 E 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 1 1 2 s _ 8 _ 9 _ 2 0 1 7 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.