Fréttablaðið - 09.09.2017, Síða 84

Fréttablaðið - 09.09.2017, Síða 84
Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur hlýhug og samúð vegna andláts og útfarar Sverris Hallgrímssonar húsgagnasmíðameistara, Hrísmóum 10, Garðabæ. Þórunn Árnadóttir Guðrún Sverrisdóttir Bjarni Geirsson Þór Sverrisson Bjarney Sigurðardóttir Guðríður Sverrisdóttir Lárus Halldórsson Friðrik Sverrisson Lilja Bergmann Sigurðardóttir barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Jónasar Kristjánssonar vélstjóra frá Hrísey, Mýrarvegi 115, Akureyri. Sérstakar þakkir til starfsfólks lyfjadeildar Sjúkrahússins á Akureyri. Arnfríður Jónasdóttir Vilhjálmur Hallgrímsson Kristján Jónasson Sigríður Rut Pálsdóttir Ester Jónasdóttir Þórður Ármannsson Bryndís, Rakel, Karen, Jónas Atli, Pálmi, Axel Birkir og fjölskyldur. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, Kristjáns Jóhanns Ólafssonar húsgagnabólstrara, Hraunbæ 54. Jórunn Anna Sigurjónsdóttir, Anna Hlíf Reynisdóttir Jón B. Sveinsson Ólafur Kristjánsson Sigurjón Ívarsson Ásta G. Björnsdóttir Fríða Kristjánsdóttir Ragnar Reynisson barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Unnur Guðjónsdóttir frá Tóarseli, Breiðdal, lést á Landspítalanum í Fossvogi föstudaginn 1. september sl. Útför hennar verður frá Fossvogskirkju föstudaginn 15. september nk. klukkan 15.00. Ragnhildur Pétursdóttir Oddur Guðjón Pétursson Ingunn Ása Bjarnadóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Guðni Björgvin Friðriksson Silfurgötu 26, Stykkishólmi, andaðist föstudaginn 1. september á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi. Útför hans fer fram frá Stykkishólmskirkju fimmtudaginn 14. september kl. 14. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Dvalarheimili aldraðra í Stykkishólmi. Elsa Svandís Valentínusdóttir Elfa Ragnheiður Guðnadóttir María Málfríður Guðnadóttir Ólafur Sigurðsson Valentínus Guðnason Elísabet Lára Björgvinsd. Elínborg Guðnadóttir Helgi Bragason barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær systir mín, Ingveldur Helga Sigurðardóttir Lillý fyrrverandi kaupmaður við Laugaveg, lést á dvalarheimilinu Grund fimmtudaginn 24. ágúst. Jarðsungið verður frá Seltjarnarneskirkju mánudaginn 11. september kl. 15.00. Fyrir hönd aðstandenda, Ásgeir Hjálmar Sigurðsson Ástkær eiginmaður minn, faðir, sonur og bróðir, Ingólfur Aðalsteinsson bifvélavirki, Bæjartúni 10, Kópavogi, lést föstudaginn 1. september. Útförin fer fram frá Hjallakirkju miðvikudaginn 13. september kl. 15.00. Eygló Ragnheiður Sigurðardóttir Snorri Þór Ingólfsson Sigursteinn Óli Ingólfsson Íris Arna Ingólfsdóttir Ingibjörg Sigfúsdóttir Sigfús Aðalsteinsson, Valgerður Aðalsteinsdóttir 9 . s e p t e m b e r 2 0 1 7 L A U G A r D A G U r40 t í m A m ó t ∙ F r É t t A b L A ð i ð Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@365.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. Það er ekkert lítið gert úr þessu,“ segir Þórhildur Hrönn Ingólfsdóttir stein-hissa þegar hringt er í hana til að spyrja út í viðurkenn-ingu sem hún og eigin- maðurinn, Guðmundur Jóhann Jónsson, fengu fyrir húsið sitt og lóðina síðasta fimmtudag frá umhverfis- og samgöngu- nefnd Kópavogs. Þau búa að Kópavogsbakka 15. Í rök- stuðningi nefndarinnar stendur meðal annars: „Húsið er bjart og opið með stórum gluggum og næst þannig fallegt útsýni út á Kópavoginn. Lóðin er ekki stór en með aðstoð Árna Hermanns- sonar hjá Landverki var hún kláruð á einfaldan og smekklegan máta árið 2011. Garðurinn hefur þróast á undan- förnum árum en þar sem umhirða hans er sérstakt áhugamál konunnar á heim- ilinu þá ber hann merki þess að við hann er nostrað.“ Ég bendi Þórhildi því á að hún sé greini- lega búin að vinna fyrir athyglinni. „Mér finnst voða gaman að loknum vinnudegi að fara í gallann og út í garð. Það er hvíld frá amstri dagsins og þar get ég alltaf fundið mér eitthvað að gera,“ viður kennir hún. „Svo er ég alltaf að hugsa, get ég ekki bætt þetta … og þetta? Samt er þetta bara lítil lóð. Þannig get ég líka haft allt snyrti- legt, bæði grasið og annað, ræð bara vel við það. Blómin launa gott atlæti. Ég er með dálítið af þeim í kerum og hef voða gaman af þeim.“ Hjónin byrjuðu að byggja í apríl 2007, fluttu inn í febrúar 2009 og tveimur árum síðar létu þau klára lóðina að sögn Þórhildar. Spurð hvort hún eigi sér einhverja uppáhaldsjurt segir hún þær nokkrar. „Mér finnst lavender æðisleg jurt. Ég hef alltaf keypt hana á vorin og sett í pott en gerði tilraun í fyrrahaust með að stinga henni niður í beð og henni líkaði það mjög vel, lifði af vetur- inn og braggaðist vel í sumar, þannig að hún er mjög falleg. Núna á ég margar hortensíur í kerum og langar að gá hvort mér tekst að láta þær lifa milli ára, pota þeim einhvers staðar niður og sjá hvað þær segja við því. Það er svo leiðinlegt að sjá allt deyja og hverfa á haustin.“ gun@frettabladid.is Blómin launa gott atlæti Þórhildur Hrönn Ingólfsdóttir og Guðmundur Jóhann Jónsson hlutu viðurkenningu um- hverfis- og samgöngunefndar Kópavogs fyrir umhirðu húss og lóðar að Kópavogsbakka 15. Við afhendinguna: Hreiðar Oddsson, varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar Kópavogs, Hjördís Ýr Johnson, formaður nefndarinnar, Guðmundur Jóhann Jónsson og Þórhildur Hrönn Ingólfsdóttir verðlaunahafar og Ármann bæjarstjóri. Sjö viðurkenningar voru veittar í Kópavogi fyrir hönnun og umhverfi. Gata ársins var Litla- vör og þar gróðursettu Theodóra, Margrét, Hjördís Ýr, Ármann, Kr., Jón og Ólafur Þór tré. 0 9 -0 9 -2 0 1 7 0 4 :3 1 F B 1 1 2 s _ P 0 9 3 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 8 4 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D B 2 -9 5 4 8 1 D B 2 -9 4 0 C 1 D B 2 -9 2 D 0 1 D B 2 -9 1 9 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 1 1 2 s _ 8 _ 9 _ 2 0 1 7 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.