Fréttablaðið - 17.08.2017, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 17.08.2017, Blaðsíða 34
Fótbolti Íslandsmeistara FH bíður afar erfitt verkefni þegar þeir mæta Braga frá Portúgal í Kaplakrika í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 17.45. Seinni leikurinn fer fram í Braga eftir viku. „Þetta eru góðir og flinkir fót- boltamenn sem eru góðir að halda boltanum innan liðsins, í stutta spilinu og einn á móti einum. Þetta er hörkugott lið og við þurfum að vera klárir,“ sagði Heimir Guðjóns- son, þjálfari FH, í samtali við Frétta- blaðið. En eiga FH-ingar möguleika í þetta sterka Braga-lið? „Möguleikarnir eru ágætir en við þurfum að spila tvo mjög heil- steypta og góða leiki. Við þurfum að fá úrslit á morgun,“ sagði þjálfarinn. Braga hefur verið fastagestur í Evrópukeppnum undanfarin ár. Liðið hefur tvisvar sinnum komist í riðlakeppni Meistaradeildar Evr- ópu og komst alla leið í úrslit Evr- ópudeildarinnar 2011. Þar tapaði Braga fyrir öðru portúgölsku liði, Porto, sem var á þeim tíma undir stjórn André Villas-Boas. Braga endaði í 5. sæti portúgölsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tíma- bili og er með þrjú stig eftir tvær umferðir á þessu tímabili. Braga kom beint inn í þriðju umferð for- keppni Evrópudeildarinnar þar sem liðið sló AIK frá Svíþjóð úr leik, samanlagt 3-2. FH-ingar slógu Víking frá Götu úr leik í 2. umferð forkeppni Meistara- deildarinnar en tapaði fyrir Mari- bor frá Slóveníu, samanlagt 0-2, í 3. umferðinni. FH-ingar spiluðu ágætan varnar- leik í báðum leikjunum gegn Mari- bor en sóknarleikurinn var afar bit- laus. Raunar hefur FH aðeins skorað þrjú mörk í fjórum Evrópuleikjum í sumar. Heimir segir að FH verði að hafa kjark til að halda boltanum innan liðsins í Evrópuleikjum, jafn- vel þótt andstæðingurinn sé sterkur. „Ef við tökum Maribor þá sáum við að möguleikarnir eru til staðar. Í seinni hálfleiknum í Krikanum vorum við aðeins of fljótir í löngu boltana. Við hefðum mátt halda boltanum betur innan liðsins og búa til betri færi. Það voru mögu- leikar á því,“ sagði Heimir. Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, tekur í sama streng. „Við þurfum að halda áfram að spila jafn sterkan varnarleik og við gerðum í báðum leikjunum gegn Maribor þar sem skipulagið okkar hélt vel og þeir sköpuðu ekki mikið af færum. Hins vegar getum við lært að við þurfum að vera kaldari á boltanum,“ sagði Davíð. „Við þurfum að þora að fylla teiginn betur og klára sóknirnar okkar til að gefa okkur möguleika. Við þurfum að fá mark í öðrum hvorum þessara leikja til þess að eiga möguleika á að komast áfram,“ sagði Davíð sem myndi sætta sig við markalaust jafntefli í leiknum á morgun. „Klárlega. Á móti liði eins og Braga væru það fyrirfram mjög góð úrslit, að fá ekki á sig útivallarmark og setja pressuna aðeins á þá. En vonandi getum við boðið áhorf- endum upp á eitt mark frá okkur og haldið hreinu,“ sagði Davíð sposkur á svip. ingvithor@365.is Við þurfum að þora að fylla teiginn Aðeins fimm dögum eftir að hafa tapað bikarúrslitaleiknum mætir FH Braga frá Portúgal í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeild- arinnar. Þjálfari og fyrirliði FH segja að Íslandsmeistararnir verði að spila sterkan varnarleik og þora að halda boltanum innan liðsins. Margar milljónir í boði Takist FH að slá Braga úr leik munu Hafnfirðingar spila í riðla- keppni Evrópudeildar UEFA í vetur, fyrst íslenskra liða. Því fylgir talsverður ávinningur en á síðasta tímabili fengu lið 2,6 milljónir evra [332 milljónir króna] sem grunntekjur fyrir þátt- töku sína. Félög fá enn meira fyrir hvert stig sem liðið fær í riðla- keppninni, auk hluta af markaðs- tekjum UEFA vegna keppninnar. FH er nú þegar búið að tryggja sér 128 milljónir króna vegna þátttöku sinnar í Evrópukeppn- inni í ár. 332 milljónir bætast við sem fyrr segir ef FH slær Braga út og verða tekjur FH-inga því ekki minna en 460 milljónir ef allt fer á besta veg. Öll lið sem falla úr leik í þessari umferð fá þó 31,3 milljónir króna til viðbótar við það sem þau höfðu áður fengið. Heildartekjur FH af þátttöku sinni í Evrópu- keppnunum ár verða því ekki minni en 159 milljónir króna. Enginn íslenskur sigur og aðeins tvö mörk skoruð Íslensk lið hafa ekki riðið feitum hesti frá viðureignum sínum við lið frá Portúgal í Evrópu- keppnum. Íslensk lið hafa fjórum sinnum áður dregist á móti liðum frá Portú- gal. Frægustu leikirnir eru leikir Vals og Benfica í Evrópukeppni meist- araliða fyrir 49 árum. Alls 18.194 manns sáu Val og Benfica gera markalaust jafntefli á Laugardalsvelli 18. september 1968. Það áhorfendamet stóð allt til ársins 2004 þegar rúmlega 20.000 manns sáu Ísland vinna Ítalíu. Benfica var með eitt sterkasta lið Evrópu á þessum tíma og Eusébio og félagar sýndu styrk sinn í seinni leiknum sem þeir unnu 8-1. Hermann Gunnarsson gerði mark Vals. Haustið 1986 mætti ÍA Sporting frá Lissa- bon í Evrópukeppni fé- lagsliða. Það var leikur kattarins að músinni. Sporting vann samanlagt 15-0. Boavista sló Val út í Evrópu- keppni bikarhafa 1992. Liðin gerðu markalaust jafntefli í fyrri leiknum á Íslandi en Boavista vann þann seinni með þremur mörkum gegn engu. FH mætti Nacional fyrir sex árum. Fyrri leikurinn fór fram í Kaplakrika og endaði með 1-1 jafntefli. Freyr Bjarnason skoraði mark FH. Nacional vann svo seinni leikinn ytra 2-0 og fór því áfram, 3-1 samanlagt. Eyjamaðurinn Þórarinn Ingi Valdimarsson heldur á lofti á æfingu FH-liðsins í Kaplakrika. FH tekur á móti portúgalska liðinu Braga í Evrópudeildinni klukkan 17.45 í dag. FréttaBlaðIð/ErnIr 460 milljónir króna er það mesta sem FH getur fengið. Möguleikarnir eru ágætir en við þurfum að spila tvo mjög heilsteypta og góða leiki. Heimir Guðjónsson 1 7 . á g ú s t 2 0 1 7 F i M M t U D A g U R34 s p o R t ∙ F R É t t A b l A ð i ð sport 1 7 -0 8 -2 0 1 7 0 4 :2 9 F B 0 8 8 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 7 F -B A 5 4 1 D 7 F -B 9 1 8 1 D 7 F -B 7 D C 1 D 7 F -B 6 A 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 8 8 s _ 1 6 _ 8 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.