Fréttablaðið - 17.08.2017, Blaðsíða 46
Sjálf fer ég aldrei
beinlínis eftir
árstíðatísku í förðun en
ég dett samt í annan gír á
haustin en á sumrin og
finnst þá skemmtilegra
að nota dökka liti.
Sigríður Inga
Sigurðardóttir
sigriduringa@365.is
Hausttískan í förðun mun almennt einkennast af dekkri litum. Dökkur augn-
farði og dökkur litur á varirnar
verða áberandi og mattir litir víkja
fyrir glossinu sem fær að njóta sín.
Sjálf fer ég aldrei beinlínis eftir árs-
tíðatísku í förðun en ég dett samt
í annan gír á haustin en á sumrin
og finnst þá skemmtilegra að nota
dökka liti,“ segir Guðrún Sort-
veit sem lauk námi í förðun fyrir
þremur árum. „Ég hef alltaf haft
áhuga á förðun og eftir að hafa
fylgst með förðunarmyndböndum
á YouTube ákvað ég að slá til og
skráði mig til náms í förðunar-
skóla. Frá því að ég útskrifaðist hef
ég unnið við förðun og ýmis verk
Fer eigin leiðir í förðuninni
Guðrún Sortveit förðunarfræðingur spáir því að dökkir augnskuggar og varagloss verði áberandi í
haustförðuninni. Hún segir að ljósir og mattir litir séu á útleið en hárauður komi sterkur inn.
„Fyrir mér er mjög mikilvægt að vera með gott púður því ég er með olíumikla húð, auk þess sem augnabrúnavörur og
sólarpúður koma sér alltaf vel. Síðan er ég alltaf með eitthvað á varirnar,“ segir Guðrún Sortveit förðunarfræðingur.
Hárauður kemur sterkur inn, þá annaðhvort rauðar varir eða rauður augn-
skuggi, að sögn Guðrúnar. MYND/GETTY
Dökk augnförðun verður allsráðandi í haust. MYND/GETTY
efni sem tengjast henni. Ég blogga
á Trendnet.is og er með opinn
Snapchat-aðgang fyrir þá sem vilja
fylgjast með því sem ég er að gera.
Í sumar hef ég einnig unnið sem
flugfreyja og í haust held ég áfram
námi í viðskiptafræði við Háskóla
Íslands,“ segir Guðrún en hægt er
að finna hana á Snapchat undir
heitinu gsortveitmakeup.
Hvaða litir koma nýir inn í haust?
„Hárauður kemur sterkur inn, þá
annaðhvort rauðar varir eða rauð-
ur augnskuggi. Síðan eru klassísku
haustlitirnir allaf mjög flottir og
dökkar varir klikka aldrei. Ljósir
litir detta út með haustinu.“
Hvaða snyrtivörur eru ómissandi
í snyrtiveskið? „Fyrir mér er mjög
mikilvægt að vera með gott púður
því ég er með olíumikla húð, auk
þess sem augnabrúnavörur og
sólarpúður koma sér alltaf vel.
Síðan er ég alltaf með eitthvað á
varirnar. Það er þó ótrúlega mis-
munandi hvað leynist í snyrtivesk-
inu mínu því ég er dugleg að prófa
nýjar snyrtivörur og skipta út. Það
sem er í miklu uppáhaldi hjá mér
núna er Urban Decay Bronzed
sólarpúður, Sensai bronzing gel,
Age Rewind hyljarinn frá Maybell-
ine, Drops of Glow frá Body Shop
og Monsiuer Big frá Lancôme. Ég
elska ljómandi húð og fyrir mér er
það alltaf flott.“
Hvaða snyrtivöru getur þú alls
ekki verið án? „Það eru líklegast
augnabrúnavörurnar mínar en
ég nota helst augnabrúnavörur
frá Urban Decay og síðan er nýja
uppáhaldið mitt Drops of Glow frá
The Body Shop, æðisleg vara sem
gefur ótrúlega fallegan ljóma.“
Lumar þú á góðum förðunar-
ráðum? „Já, ég mæli með að nota
rakasprey. Sumir eru kannski
hræddir við að nota það í gegnum
alla förðunina en ég segi að það
sé betra að nota meira af því en
minna. Það frískar upp á alla
förðunina og blandar öllu saman.
Uppáhaldsrakaspreyið mitt þessa
stundina er Ginzing rakaspreyið
frá Origins.“
Hvaða mistök gera flestir þegar
kemur að förðun? „Ég held að
stærstu mistökin séu að fólk
hreinsar ekki húðina nógu vel
eftir förðunina en það er ótrúlega
mikilvægt. Ég mæli með tvöfaldri
hreinsun, þ.e. byrja á að taka
farðann af og hreinsa húðina síðan
mjög vel. Loks er mikilvægt að
nota gott rakakrem.“
Hvernig færðu hugmyndir að
flottri förðun? „Ég skoða netið
mikið, t.d. Instagram, Pinterest og
YouTube. Það eru svo margir flottir
förðunarfræðingar sem gaman er
að fylgjast með og fá innblástur frá.
Þeir sem mér finnst standa upp úr
á YouTube eru Pixiwoo-systurnar,
Makeupshayla, Lily Pebbels, The
Anna Edit, Tanya Burr, Desi
Perkins, Lusterlux, Jachlyn Hill
og margir fleiri. Ég mæli líka með
að fylgjast með íslenskum You-
Tuber-um.“
Netverslun á tiskuhus.is
Holtasmára 1
201 Kópavogur
(Hjartaverndarhúsið)
Sími 571 5464
Stærðir 38-52
Nýjar haustvörur streyma inn
- þar sem röddin þín hljómar
SÖNGNÁM
FYRIR ALLA
Stúlknakór Reykjavíkur frá 5 - 17 ára
Aurora 18 - 28 ára
Vox feminae – fyrir konur 28 - 45 ára
Cantabile – fyrir konur 45 ára og eldri
Tækifæri til að búa sig undir
kvennakóramótið í Reykjavík 2020
Ferðalög – Tónleikar – Raddþjálfun –
Tónfræði -Stigspróf – Söngkort
Söngskólinn Domus vox, Laugavegi 116
www.domusvox.is
Umsóknir á rafrænreykjavik.is, domusvox.is
og voxfeminae.is. Upplýsingar í síma
511-3737, 861-7328 og 893-8060
Innritun hafin!
12 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 7 . áG ú S T 2 0 1 7 F I M MT U DAG U R
1
7
-0
8
-2
0
1
7
0
4
:2
9
F
B
0
8
8
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
4
6
K
_
N
Ý.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
4
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
4
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
D
7
F
-D
7
F
4
1
D
7
F
-D
6
B
8
1
D
7
F
-D
5
7
C
1
D
7
F
-D
4
4
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
0
8
8
s
_
1
6
_
8
_
2
0
1
7
C
M
Y
K