Fréttablaðið - 17.08.2017, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 17.08.2017, Blaðsíða 70
E inleikjahátíðin Act Alone fór fram í fjór­tánda skiptið um síð­ustu helgi á Suðureyri við Súgandafjörð. Þar eru íbúar um 270, og talan margfaldast á þeim þremur dögum sem viðburðirnir eiga sér stað. Leikarinn Elfar Logi Hannes­ son er potturinn, pannan og eldur­ inn undir hátíðinni sem stækkar á hverju ári. Hjarta hátíðarinnar er í félagsheimili þorpsins sem tekur tæplega 200 manns í sæti. En starfs­ fólki hátíðarinnar tekst með ótrú­ legum hætti að finna pláss handa öllum þeim sem vilja sækja listvið­ burðina sem eru í boði. Ókeypis er inn á alla viðburði og unnið er hörðum höndum við að hafa dag­ skrána fjölbreytta. Hugmyndafræði hátíðarinnar er einföld: Eina reglan er að listafólkið sem tekur þátt í hátíðinni þarf að standa eitt á sviði og fremja sína list. En allar góðar reglur er hægt að beygja örlítið þó að yfirhöfuð standist þær skoðun. Eins og áður sagði fer hátíðin fram á Suðureyri en einu sinni voru gerðar tilraunir til að færa hátíðina til Ísafjarðar, allavega að hluta. Þær hugmyndir gengu ekki nægilega vel upp og með hjálp ókeypis rútuferða frá Ísafirði er leikur einn að komast yfir fjall s­ skarðið. Fiskur og fjallkonan Hefð er nú orðin fyrir því að her­ legheitin hefjist á fimmtudeginum með heljarinnar fiskiveislu í boði fyrirtækja á svæðinu og er góð­ gætið auðvitað ókeypis. Löng röð myndaðist við hlaðborðið og var ekki óalgengt að sjá áhorfendur mæta hálftíma fyrir sýningu til að fá bestu bitana og sætin. Fjallkonan eftir Heru Fjord í leikstjórn Ragnheiðar Hörpu Leifs­ dóttur var opnunarsýning hátíðar­ innar. Í sýningunni vefur Hera eigin reynsluheim saman við lífshlaup langalangömmu sinnar, veitinga­ konunnar Kristínar Dahlstedt, sem fór ung til Danmerkur að læra matseld og rak síðan veitingaþjón­ ustu í Reykjavík við góðan orðstír. Elfar Logi tók síðan sjálfur við með einleiknum sínum um einbúann Gísla á Uppsölum sem Þröstur Leó Gunnarsson leikstýrði. Sú sýning fór hringferð um landið á síðast­ liðnu ári og allar líkur á því að fleiri sýningar séu í kortunum. Eyrún Ósk Jónsdóttir, rithöfundur og leikari, lokaði síðan þessum fyrsta degi með útiupplestri upp úr ljóðabók sinni Góðfúslegt leyfi til sígarettukaupa, sem hreppti Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar í fyrra. Upplesturinn fór fram á leikvelli bæjarins í stafni gamallar trillu við kertaljós í ljósaskiptunum. Þetta var ekki eina sýningin sem fór fram undir óvenjulegum kringumstæð­ um þar sem fegurð fjarðarins fékk að njóta sín. Listir á landsbyggðinni Atvinnutækifæri listafólks utan höfuðsvæðisins voru í brennidepli á föstudeginum en þá var efnt til málstofu um óstöðugan stuðning ríkis og sveitarfélaga við listastarf­ semi á landsbyggðinni. Gísli H. Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðar, setti þingið og Kolbrún Halldórs­ dóttir, forseti Bandalags íslenskra listamanna, stjórnaði umræðum. Frummælendur voru Jón Páll Eyj­ ólfsson, leikhússtjóri hjá Leikfélagi Akureyrar, Karna Sigurðardóttir, forstöðumaður Menningarstofu Fjarðabyggðar, og Einar Þór Gunn­ laugsson leikstjóri. Upphaflega átti Halldór Hall­ dórsson, oddviti Sjálfstæðisflokks­ ins í Reykjavíkurborg og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, að taka þátt í umræðum eftir fram­ sögu frummælenda en afboðaði komu sína. Teitur Björn Einarsson, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, tók hans stað. Elfar Logi sat einnig fyrir svörum en mætingin var því miður ekki nægi­ lega góð þrátt fyrir mikilvægt mál­ efni. Samstarfsyfirlýsing ríkisstjórnar­ flokkanna var til umræðu og benti Kolbrún á að listir hefðu orðið undir eftir að skilgreining mála­ flokksins um skapandi greinar hefði verið víkkuð út. Í núverandi mynd er hvergi fjallað um listir í samstarfs yfirlýsingunni þrátt fyrir að menning og menningararfleið sé til umfjöllunar. Í sinni núverandi mynd fer meira fyrir tæknigreinum, verknámi og hönnun heldur en að sérstaklega sé tekið tillit til listsköp­ unar. Slíkt kemur niður á listafólki og listinni sjálfri. Jón Páll dró upp dökka mynd af fjárhagsstöðu LA en fjárframlög til félagsins hafa ekki hækkað í áratug, aldrei hafi verið bætt fyrir 20% nið­ urskurðinn eftir hrun og ekki er til fjármagn fyrir fastráðinn leikhóp. Í maí síðastliðnum lögðu forsprakkar félagsins fram breytingartillögur sem liggja nú á borði yfirvalda og sagði Jón Páll að boltinn væri kyrfi­ lega á þeirra velli en enn er fátt um svör. Einar Þór benti á að sárlega skorti rannsóknir á sviði listgreina og þá sérstaklega hvað varðar kort­ leggingu skapandi greina. Ekki var umræðan öll biksvört en Karna, nýráðinn forstöðumaður Menn­ ingarstofu Fjarðabyggðar, benti á að þolinmæði og þrautseigja skil­ aði sér að lokum og að hennar starf hafi verið skapað sérstaklega til að styðja við menningu í Fjarðabyggð. Listafólk, sem og stjórnarfólk, yrði að skoða hvað vantaði í samfélagið ekki endilega einblína á það sem fólk vildi. Pabbi, kona og skemmtun Eftir fjörugar samræður var komið að sýningardagskrá kvöldsins þar sem Hannes Óli Ágústsson byrjaði leikinn með einleiknum Hún pabbi, sem sýndur var við góðan orðstír í Borgarleikhúsinu á síðasta leikári. Sýningin fjallar um samband Hann­ esar Óla við pabba sinn sem gekkst undir kynleiðréttingu kominn á sextugsaldur. Áhorfendur slógust síðan í ferð með kvenskörungnum Guðríði Þorbjarnardóttur, leikin af Þórunni Ernu Clausen, á ævin­ týralegri leið hennar til fyrirheitna landsins, Ameríku. Ólöf Arnalds fyllti félagsheimilið með ljúfum tónum með dyggri aðstoð Skúla Sverrissonar þar sem angurværðin réði ríkjum. Grínistinn Þorsteinn Guðmundsson sló síðan botninn í viðburðaríkan dag þar sem hann skemmti áhorfendum konunglega með gamansömum sögum af hvers­ deginum. Líflegur laugardagur Börnin áttu sviðið á laugardags­ eftirmiðdag en þrjár sýningar fyrir fólk á öllum aldri byrjuðu þennan lokadag hátíðarinnar. Íslenski fíll­ inn ferðaðist alla leiðina frá brúðu­ lofti Þjóðleikhússins til Suðureyrar til þess að deila sinni reynslusögu. Bernd Ogrodnik og Hildur M. Jóns­ dóttir frömdu hetjudáð þegar fíls­ kálfurinn Ayodele meiddist á ferð sinni yfir Atlantshafið en snöggar læknishendur komu honum aftur upp á svið. Fjöllistamaðurinn Bas­ ketball Jones sýndi sirkuslistir fyrir gangandi vegfarendur við mikla kæti. Greta Clough, forsprakki norðlenska brúðuleikhússins Handbendi, lokaði síðan barnadag­ skránni með sinni túlkun á sögunni um Búkollu en þar fengu litlu áhorf­ endurnir tækifæri til að taka virkan þátt í sýningunni. Einleikir eru ekki einskorðaðir við sviðið og sú staðreynd var sönn­ uð þegar áhorfendur fengu tækifæri til að hlusta á eitt af þremur útvarps­ verkum á óvenjulegum stöðum. Ausa Steinberg eftir Lee Hall og Djúpið eftir Jón Atla Jónasson voru spiluð í heimahúsum plássins en Kvöldstund með Ódó eftir Ásdísi Thoroddsen ómaði um þorpskirkj­ una. Félagsheimilið troðfylltist þegar Sigurður Sigurjónsson steig á svið í hlutverki sínu sem fúleggið Ove í leikstjórn Bjarna Hauks Þórssonar. Maður sem heitir Ove hefur gengið fyrir fullu húsi í Þjóðleikhúsinu og fleiri sýningar eru á dagskrá í haust. Skáldið Kristín Eiríksdóttir var næst á svið en hún las nýjustu ljóðabók­ ina sína Kok, sem tilnefnd var til Íslensku bókmenntaverðlaunanna árið 2014, í heild sinni og af mikilli list. Vonandi ekki í síðasta sinn því lesturinn var kynngimagnaður. Hinn landsþekkti tónlistarmaður Eyjólfur „Eyfi“ Kristjánson rifjaði upp stef frá sínum áratugalanga ferli og áhorfendur hikuðu ekki við að taka undir lögin af miklum krafti. Lokasýning hátíðarinnar var dansverkið Vera eftir Unu Björgu Bjarnadóttur en sviðsetningin var vægast sagt eftirminnileg en hún fór fram á grasbletti við hliðina á félagsheimilinu. Tæknifólkið reisti ljósabúnaðinn úti, stjórnborðinu var skellt upp á næsta skúr og tón­ listarkonan Sigrún Jónsdóttir spil­ aði undir á meðan Una Björg framdi sinn dans. Dansverkinu og hátíðinni lauk síðan rétt eftir miðnætti við mikið lófaklapp áhorfenda. Fullt hús og framtíðin Samkvæmt skipuleggjendum hátíð­ arinnar var áhorfendamet slegið í ár en óformleg talning gaf til kynna að um 3.000 gestir hafi sótt viðburði á Suðureyri um síðustu helgi. Á kvöld­ sýningunum var iðulega fullt út úr dyrum, stólapláss fullnýtt og ekki óalgeng sjón að sjá fólk standa. Skipuleggjendur Act Alone og þá sérstaklega Elfar Logi Hannesson eiga heiður skilið fyrir elju og ein­ beittan vilja við að sinna sviðslistar­ lífi á landsbyggðinni af þeim krafti sem raun ber vitni. Vonandi sjá fleiri sér fært að leggja land undir fót á næsta ári og upplifa fjölbreyttar sviðslistir í einstakri náttúrufegurð Vestfjarða. Fjölbreytt og spennandi einleikjahátíð í firðinum Sigríður Jónsdóttir, leiklistargagnrýnandi Fréttablaðsins, skellti sér vestur  til Suðureyrar við Súganda- fjörð þar sem einleikjahátíðin Act Alone á heima. Sigríður segir frá því sem fyrir augu og eyru bar. Eyrún Ósk Jónsdóttir, rithöfundur og leikari, les upp úr ljóðabók sinni Góðfúslegt leyfi til sígarettukaupa, á Act Alone hátíðinni. Mynd/ÁGúst AtLAson Sigríður Jónsdóttir skrifar SAmStArFSyFirlýSing ríkiSStJórnArFlokk- AnnA vAr til umræðu og benti kolbrún á Að liStir heFðu orðið undir eFtir Að Skilgreining málAFlokkSinS um SkApAndi greinAr heFði verið víkkuð út. 1 7 . á g ú s t 2 0 1 7 F I M M t U D A g U R50 M e n n I n g ∙ F R É t t A B L A ð I ð menning 1 7 -0 8 -2 0 1 7 0 4 :2 9 F B 0 8 8 s _ P 0 7 0 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 5 9 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D 7 F -8 4 0 4 1 D 7 F -8 2 C 8 1 D 7 F -8 1 8 C 1 D 7 F -8 0 5 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 8 8 s _ 1 6 _ 8 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.