Fréttablaðið - 17.08.2017, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 17.08.2017, Blaðsíða 10
Auglýst eru til umsóknar starfslaun listamanna sem úthlutað verður árið 2018 í samræmi við ákvæði laga nr. 57/2009. Umsóknarfrestur er til kl. 16:00, mánudaginn 2. október. Starfslaun eru veitt úr sex sjóðum, þeir eru: launasjóður hönnuða launasjóður myndlistarmanna launasjóður rithöfunda launasjóður sviðslistafólks launasjóður tónlistarflytjenda launasjóður tónskálda Umsóknir skiptast í eftirfarandi flokka: ● Starfslaun fyrir einn listamann í einn launasjóð eða fleiri, falli vinnan undir fleiri en einn sjóð. ● Starfslaun fyrir skilgreint samstarf listamanna í einn launasjóð eða fleiri, falli vinnan undir fleiri en einn sjóð. ● Starfslaun fyrir sviðslistahópa. Sviðslistahópaumsókn er felld inn í atvinnuleikhópaumsókn. Umsókn um starfslaun, lög og reglugerðir eru á vefslóðinni www.listamannalaun.is. Nota þarf íslykil / rafræn skilríki við umsóknina. Hafi umsækjandi hlotið starfslaun áður, verður umsókn aðeins tekin til umfjöllunar ef framvinduskýrslu vegna síðustu úthlutunar hefur verið skilað til stjórnar listamannalauna, sbr. ákvæði 4. gr. laga um listamannalaun nr. 57/2009. ● Ferðastyrkir verða ekki veittir. ● Eingöngu verður tekið við rafrænum fylgigögnum í gegnum umsóknarkerfið. Nánari upplýsingar veitir Ragnhildur Zoëga á skrifstofu Rannís, listamannalaun@rannis.is. Stjórn listamannalauna, ágúst 2017 Umsóknarfrestur 2. október Listamannalaun 2018 „Við getum ómöguleg séð að það geti gengið upp að troða öllum þessum íbúðum á þennan litla blett. Vegur- inn annar varla bílaumferðinni við núverandi ástand, við getum ekki séð hvernig í ósköpunum hann ætti að anna umferð eftir breytingar og teljum slysahættu verða óboðlega mikla,“ segir í athugasemd fjölskyldu sem býr að Skógarvegi 14 um tillögu að breyttu deiliskipulagi á götunni. Tillaga um breytingar á deiluskipu- lagi að Sléttuvegi 25-27 og Skógarvegi 4-10 í Fossvogsdal liggur fyrir skipu- lagsstjóra Reykjavíkurborgar. Sam- kvæmt núgildandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir að þar rísi á næstunni hjúkrunarheimili, auk leiguíbúða og þjónustumiðstöðvar fyrir aldraða. Reykjavíkurborg hefur samið við Hrafnistu um rekstur heimilisins sem einnig vill reka þar leiguíbúðirnar og þjónustumiðstöðina. Breytt tillaga að deiluskipulagi felur í sér að heildarfjöldi íbúðaein- inga verði allt að 289 í stað 212 íbúða sem ákveðið hafði verið í fyrra deilu- skipulagi. Þar af verði 99 rými í hjúkr- unarheimilinu. Á móti kemur að gert er ráð fyrir að hver íbúð verður minni en áður var ráðgert. Þá er gert ráð fyrir því að fyrirhuguð þjónustu- miðstöð verði 1.900 fermetrar en ekki 5.000 eins og ráðgert var í fyrra deiliskipulagi. Þessar breytingar sætta íbúar á Sléttuvegi og Skógarvegi sig ekki við og áður en frestur til að skila athuga- semd rann upp höfðu fjórtán ein- staklingar, eða fjölskyldur, gert alvar- legar athugasemdir. „Með svona heimilum fylgja rosa- lega margir bílar sem er bara ekki hægt. Auðvitað er gott að fá gamla fólkið og það er bara fínt. En það er leiðinlegt að það þurfi að auka bygg- ingamagn svona svakalega mikið,“ segir Kjartan Freyr Kjartansson, sem er formaður húsfélagsins við Skógar- veg 12-14. Hann segir alla íbúa í hús- inu vera sammála um að breytingin sé eitthvað sem ekki sé hægt að sætta sig við. Kjartan Freyr segir við Frétta- blaðið að nú þegar vanti heilmörg bílastæði á svæðið og ástandið verði hálfu verra ef byggt yrði samkvæmt nýju tillögunni að deiliskipulaginu. jonhakon@frettabladid.is Frábiðja sér tugi nýrra íbúða í Fossvogsdalinn Vilji stendur til þess að byggja mun fleiri íbúðir fyrir aldraða í Fossvogsdal en áður hafði verið áformað. Íbúar eru óhressir með tillöguna. Fjölskylda í hverf- inu telur slysahættu geta orðið mikla. Annar íbúi óttast mikinn bílastæðavanda. Ráðgert er að byggja hjúkrunarheimili og íbúðir fyrir aldraða rétt vestan við Landspítalann í Fossvogi. FRéttabLaðið/ERniR Með svona heimil- um fylgja rosalega margir bílar sem er bara ekki hægt. Kjartan Freyr Kjartansson, formaður húsfélagsins við Skógarveg 12-14 VI ÐSKI PTI Fjármálafyrirtækið GAMMA Capital Management er með 263 milljóna króna skortstöðu í olíufélaginu N1, samkvæmt upp- lýsingum frá Fjármálaeftirlitinu. Fyrirtækið tilkynnti eftirlitinu um skortstöðuna 10. ágúst síðastliðinn. Taki fjárfestir skortstöðu í hluta- bréfum félags skapast honum hagn- aður við verðlækkun viðkomandi bréfa. Með öðrum orðum veðjar fjárfestirinn á að bréfin lækki í verði. Samkvæmt nýrri reglugerð Evr- ópusambandsins, sem tók gildi 1. júlí, þarf fjárfestir að tilkynna Fjár- málaeftirlitinu um skortstöðu í bréfum félags þegar hún fer yfir 0,2 prósent af útgefnu hlutafé félagsins. Skortstaða GAMMA í N1 er 0,93 prósent af útgefnu hlutafé olíu- félagsins eða sem jafngildir rúmum 263 milljónum króna. Hlutabréf félagsins hafa lækkað um tæp tíu prósent í verði það sem af er ári. Samkeppnis- eftirlitið fjallar nú um fyrirhuguð kaup félagsins á Festi, sem rekur meðal ann- ars verslanir Krónunnar og ELKO. – kij GAMMA með 2,3 milljóna skortstöðu í N1 Eggert Þór Kristófers- son, forstjóri n1. 263 milljóna skortstaða Gamma í olíufélaginu N1. 0,93% af útgefnu hlutafé N1. STjórnSýSla Benedikt Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur skipað nýja stjórn Bankasýslu ríkisins. Í stjórninni sitja Lárus L. Blöndal hæstaréttarlögmaður sem verður formaður, Margrét Krist- mannsdóttir framkvæmdastjóri er  varaformaður og Almar Guð- mundsson hagfræðingur. Vara- maður er Egill Tryggvason við- Lárus Blöndal formaður Bankasýslu ríkisins Lárus L. blöndal, stjórnarformaður bankasýslu ríkisins. skiptafræðingur. Stjórnin er skipuð til tveggja ára. Kveðið er á um helstu verkefni og markmið stofnunarinnar í lögum um Bankasýslu ríkisins auk þess sem gert er ráð fyrir að starfsemi stofnunarinnar mótist af eiganda- stefnu ríkisins í fjármálafyrirtækj- um. Stjórnin er skipuð til tveggja ára. – bb 1 7 . á g ú S T 2 0 1 7 F I M M T U D a g U r10 F r é T T I r ∙ F r é T T a B l a Ð I Ð 1 7 -0 8 -2 0 1 7 0 4 :2 9 F B 0 8 8 s _ P 0 8 2 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 7 9 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 1 0 K _ N Ý. p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 7 F -A 1 A 4 1 D 7 F -A 0 6 8 1 D 7 F -9 F 2 C 1 D 7 F -9 D F 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 0 8 8 s _ 1 6 _ 8 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.