Fréttablaðið - 04.09.2017, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 04.09.2017, Blaðsíða 2
Veður Í dag er spáð suðaustan 8 til 13 metrum á sekúndu. Myndarlegt úrkomusvæði fer yfir landið og því rignir víða, mest þó sunnanlands. Hiti 10 til 15 stig. sjá síðu 22 KRINGLUNNI 2. HÆÐ - HAGKAUPSHÚSINU, SKEIFUNNI SPÖNGINNI, GRAFARVOGI KAREN MILLEN gleraugnaumgjarðir á aðeins: 5.900 kr. Lokasprell fyrir veturinn Glatt var á hjalla í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Laugardal þar sem í gær gafst lokatækifæri þetta árið til að skemmta sér rækilega í leiktækjum garðsins áður en þau verða lögð í vetrardvala. Þá spillti ekki fyrir uppskeruhátíð býbænda og sultukynning kvennfélaga. Fréttablaðið/anton brink sTjÓRNsÝsLA Þorgeir Ingi Njálsson hefur verið settur umboðsmaður Alþingis út árið 2017 samhliða Tryggva Gunnarssyni, kjörnum umboðsmanni. Árið 2013 var umboðsmanni falið að gera fræðsluefni fyrir stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga. Sökum anna hefur lítill tími gefist til að vinna efnið. Áætlað er að það komi út á næsta ári. Til að gera sér kleift að ljúka vinnunni fór Tryggvi þess á leit við forsætisnefnd þingsins að settur yrði annar umboðsmaður. Í frétt á vef umboðsmanns segir að Þorgeir muni sinna daglegum störfum umboðsmanns en Tryggvi einbeita sér að fræðsluefninu. Þorgeir hefur verið dómari við Héraðsdóm Reykjaness og tekur sæti í Landsrétti um áramótin. – jóe Þorgeir Ingi veitir Tryggva næði til skrifta skipuLAgsmáL Hreppsnefnd Árnes­ hrepps auglýsir nú tillögu að breyt­ ingu á Aðalskipulagi hreppsins og deiliskipulagstillögu vegna fyrir­ hugaðrar Hvalárvirkjunar. „Það sem háir Vestfirðingum er að þeir geta ekki sett upp litla vinnu­ staði einu sinni, það þarf að kaupa orku úr öðrum landshlutum,“ segir Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti Árneshrepps. „Þetta er í rauninni ágætt ferli, að fólki gefist kostur á að senda athugasemdir, þannig að ég fagna því að þetta sé auglýst svona opin­ berlega,“ segir Elín Agla Briem, íbúi í Árneshreppi, en gagnrýnir annars fyrirhugaðar framkvæmdir. Í tillögunum felst meðal annars heimild fyrir starfsmannabúðum á framkvæmdasvæðinu, vegir um virkjunarsvæðið verði skilgreindir og efnistökusvæði verði skilgreind við Hvalárósa, í Hvalá og við Hvalár­ vatn. Frestur til að skila athuga­ semdum er til 16. október. Í áliti Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum virkjunarinnar sem birt var í apríl síðastliðnum, er varað sérstaklega við neikvæðum áhrifum framkvæmdanna á ásýnd og landslag svæðisins þrátt fyrir mótvægisaðgerðir, auk þess sem vistkerfi og náttúruminjar á svæð­ inu verði fyrir verulega neikvæðum áhrifum vegna framkvæmdanna, en náttúruminjarnar njóta sérstakrar verndar í náttúruverndarlögum. Rafmagnið sem virkjunin á að framleiða er þó ekki ætluð til stór­ iðju af neinu tagi. Aðspurð um möguleg áhrif framkvæmdanna á ferðaþjónustu á svæðinu segir Eva oddviti hana hafa í för með sér línuveg yfir Ófeigsjarð­ arheiði og niður í Ísafjarðardjúp, sem gera myndi að verkum að á kæmist hringvegur sem yrði nýtan­ legur yfir sumarið að minnsta kosti. „Við erum flest á þeirri skoðun að þetta myndi opna nýjar víddir lengra norður á Strandir,“ segir Eva og lætur þess getið að hún sé sjálf frumkvöðull í ferðaþjónustu. „Rafmagnið verður ekki leitt inn í Árneshrepp heldur út úr hreppnum og inn í djúp,“ segir Elín Agla Briem. Hún bætir við að framkvæmdirnar skapi hvorki störf né rafmagn fyrir hreppinn og bæti ekki samgöngur innan hans. Þá gagnrýnir Elín Agla þennan virkjunarkost sérstaklega. „Hval­ eyrarvirkjun er 55 megavattavirkjun en Landsnet hefur aðeins lýst sig reiðubúið að kaupa 10 megavött fyrir Vestfirði,“ segir Elín Agla og bætir við: „Það eru valkostir um miklu minni virkjanir á Vestfjörðum sem myndu uppfylla þessa 10 mega­ vattaþörf með miklu minna raski en Hvalárvirkjun.“ Aðspurð segist Elín Agla ekki skilja áhuga meirihluta hrepps­ nefndarinnar fyrir virkjuninni. „Það eru einkafyrirtæki, HS orka og Alterna Power Corpuration í Kanada, á bak við þessa framkvæmd sem hugsa ekki um neitt annað en ágóða fyrir sig.“ adalheidur@frettabladid.is Auglýsa skipulag fyrir virkjun í Strandasýslu Árneshreppur auglýsir tillögur að breytingu á aðal- og deiliskipulagi vegna Hvaleyrarvirkjunar. Framkvæmdirnar eru umdeildar meðal íbúa hreppsins. Oddivitinn segir það há Vestfirðingum að kaupa orku úr öðrum landshlutum. Ónefndur foss í Eyvindarfjarðará á Ströndum. Mynd/tÓMaS GuðbjartSSon. LANDBÚNAðuR Mikilvægt er að snúa af þeirri leið að leggja af fram­ leiðslustýringu í mjólkurframleiðslu á Íslandi. Þetta kemur fram í pistli Arnars Árnasonar, formanns Lands­ sambands kúabænda. Árið 2019 á að endurnýja búvöru­ samninga og þá kjósa bændur um hvort framleiðsla verði gefin frjáls eða kvótanum viðhaldið. „Með því að gefa framleiðslu frjálsa skapast hætta á offramleiðslu, sem leitt getur til óvissutíma og neytt búgreinina til að bregðast við með aðgerðum sem gætu orðið sársaukafullar fyrir fjölda bænda,“ segir Arnar. – jóe Formaður vill kvótann áfram LANDBÚNAðuR Núverandi ábúðar­ kerfi felur í sér fjárhagslega áhættu fyrir ríkissjóð vegna skyldu ríkisins til endurkaupa á fasteignum ábú­ anda við ábúðarlok og veðleyfa í jörðum vegna framkvæmda ábú­ andans á ábúðartíma. Þetta kemur fram í úttekt Hagfræðistofnunar sem unnin var fyrir Fjármála og efnahagsráðuneytið og birt var á föstudag. Samkvæmt úttektinni virðist eig­ inlegur búskapur aðeins stundaður á ríflega 60 prósent jarðanna og er þar aðallega um sauðfjárrækt að ræða.  Heildarleigutekjur ríkisins af ábúðarjörðum eru litlar og standa ekki undir ávöxtun ríkisins af þessum eignum né nauðsynlegum rekstrarkostnaði kerfisins. Aðeins um 20 bændur af 115 eru innan við fimmtugt. – aá Ábúðarjarðir ríkisins í mínus arnar Árnason, formaður land- sambands kúa- bænda 4 . s e p T e m B e R 2 0 1 7 m á N u D A g u R2 f R é T T i R ∙ f R é T T A B L A ð i ð 0 4 -0 9 -2 0 1 7 0 4 :3 8 F B 0 5 6 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D A 6 -8 4 E 0 1 D A 6 -8 3 A 4 1 D A 6 -8 2 6 8 1 D A 6 -8 1 2 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 5 6 s _ 3 _ 9 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.