Fréttablaðið - 04.09.2017, Blaðsíða 10
100.000 kr.
inneign hjá Hólf & Gólf?
Vinnur þú
Taktu mynd af rými sem þarfnast yfirhalningar, hvort
sem það er baðherbergi, stofa, eldhús eða annað.
Settu myndina á Instagram og merktu: #bykotrend
Föstudaginn 22. september verður heppinn
vinningshafi dreginn úr pottinum.
Svana Lovísa Kristjánsdóttir hjá
Svart á hvítu verður gestadómari
og verður hægt að fylg jast
með leiknum á www.trendnet.is
/svartahvitu/ á facebook síðu
BYKO og Instagram.
Snapchat:
svartahvitu
NÝTT BLAÐ
HÓLF OG GÓLF BREIDD
#bykotrend
SAMGÖNGUR Öryggismönnun á
skipum sem annast farþegaflutn-
inga hérlendis er undir lágmarki
og þörf á að grípa til aðgerða til
að bregðast við stöðunni. Af þeim
sökum hefur Rannsóknarnefnd
samgönguslysa (RNSA) lagt til við
Samgöngustofu að forsendur þess
efnis verði endurskoðaðar.
Tilefni tillögunnar er atvik sem
átti sér stað í ágúst í fyrra um borð
í hvalaskoðunarbátnum Hauki,
sem gerður er út af Norðursiglingu
á Húsavík. Þrjátíu og þrír farþegar
voru um borð en aðeins tveir skip-
verjar. Afgasrör bátsins fór í sundur
og við það fylltist vélarrúm bátsins
af reyk. Björgunarsveitir voru kall-
aðar út en báturinn náði að sigla
klakklaust aftur til hafnar.
Skipstjóri bátsins var jafnframt
vélstjóri hans og kemur fram í
skýrslu RNSA um atvikið að hann
telur mönnun vera ábótavant. RNSA
tekur undir þau sjónarmið og beinir
tilmælum til Samgöngustofu að
tryggja mönnun á farþegaskipum.
Annarri skýrslu um atvik á sama
báti var einnig skilað í síðasta mán-
uði. Þá hafi hann tekið niðri á skeri
við Lundey. Högg kom á skipið en
ekki varð vart við leka. Orsök slyss-
ins var óvarleg sigling skipstjóra
og beinir nefndin þeim tilmælum
til útgerðarinnar að skipstjórum
verði gert skylt að sigla eftir fyrir
fram merktum og öruggum siglinga-
leiðum til að tryggja öryggi. – jóe
Eldur í hvalaskoðunarbáti
sem áður steytti á skeri
Útgerð Hauks á einnig bátana Knörrinn og Fjald. FRÉTTABLAÐIÐ/JÓNAS EMILSSON
NORÐUR-KÓREA Yfirvöld í Norður-
Kóreu sprengdu í gær vetnis-
sprengju og var hún sú öflugasta
sem ríkið hefur sprengt hingað til.
Tæpt ár er liðið frá síðustu kjarn-
orkutilraun ríkisins.
Síðla laugardagskvölds, að
íslenskum tíma, tilkynntu norður-
kóresk stjórnvöld að þau hefðu
smíðað háþróaða vetnissprengju.
Sprengjan var síðan sprengd neðan-
jarðar í norðurhluta landsins nokkr-
um tímum síðar. Talið er að kraftur
sprengjunnar hafi verið á bilinu
fimmtíu til hundrað kílótonn. Til
samanburðar var sprengjan sem
varpað var á Hiroshima fimmtán
kílótonn. Stærsta sprengja sem
Norður-Kórea hafði sprengt hingað
til var rúm fimmtán kílótonn.
Þetta er fyrsta slíka tilraunin
sem Norður-Kórea gerir frá því að
Donald Trump kom sér fyrir í Hvíta
húsinu. Talið er ljóst að henni hafi
verið ætlað að senda skýr skilaboð
til Bandaríkjanna. Klukkustundum
áður en hún sprakk hafði Trump
rætt símleiðis við japanska starfs-
bróður sinn, Shinzo Abe. Á undan-
förnum vikum og mánuðum hafði
aukið púður verið sett í eldflaugatil-
raunir norðurríkisins. Kim Jong-un
hefur fullyrt að þess sé ekki langt
að bíða að ríki sitt verði fært um að
flytja kjarnorkuvopn með slíkum
flaugum.
„Bandaríkin íhuga nú, í bland
við aðrar mögulegar aðgerðir, að
hætta öllum viðskiptum við ríki
sem skipta við Norður-Kóreu,“ tísti
Donald Trump í gær vegna tilraun-
arinnar. Líkt og við var að búast fór
hann mikinn á samskiptamiðlinum.
Sagði hann meðal annars að landið
væri mikil ógn við öryggi Banda-
ríkjanna, niðurlægjandi fyrir Kína
og að norðurkóresk yfirvöld „skildu
aðeins einn hlut“.
Varnarmálaráðherra landsins
bætti um betur og sagði að öllum
hótunum gegn Bandaríkjunum eða
bandamönnum þeirra yrði svarað
með „massífum hernaðaraðgerð-
um“.
„Rússland er enn sannfært um að
unnt sé að leysa stöðuna á Kóreu-
skaganum með samræðum deiluað-
ila,“ segir aðstoðarutanríkisráðherra
Rússlands Sergei Ryabkov. Hann
segir enn fremur að Rússar for-
dæmi tilraunirnar en ótímabært sé
að ræða frekari þvingunaraðgerðir
gegn ríkinu.
Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu,
kallaði eftir hörðustu mögulegu
aðgerðum sem í boði eru. Þar á
meðal var ákall þess efnis að örygg-
isráð SÞ gripi til aðgerða með það að
markmiði að einangra landið alger-
lega. Þjóðaröryggisráð Suður-Kóreu
var kallað saman vegna atviksins og
viðbúnaðarstig hersins hækkað.
Emmanuel Macron, forseti Frakk-
lands, kallaði eftir því að öryggis-
ráðið kæmi saman vegna málsins.
Þá sagði Theresa May, forsætisráð-
herra Bretlands, tilraunir Norður-
Kóreu „kærulausar“ og að þær væru
óásættanleg ógn gegn stöðugleika
alþjóðasamfélagsins.
johannoli@frettabladid.is
Langöflugasta sprengja
Norður-Kóreu til þessa
Stjórnvöld í Pyongyang sprengdu í gær vetnissprengju. Vopnið er þróaðra og
öflugra en talið var að ríkið byggi yfir. Leiðtogar stærstu ríkja heims fordæma
árásina. Flestir kalla eftir hertum þvingunaraðgerðum vegna tilraunarinnar.
Kim Jong-un sést hér standa vígreifur ásamt samstarfsmönnum sínum yfir vopninu. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA
Margfalt öflugri en
síðasta sprengja
Vetnissprengjan sem sprakk í gær
var mun öflugra og fágaðra vopn
en talið var að Norður-Kórea
hefði í fórum sínum. Þá er gerð
hennar talsvert flóknari en klass-
ískrar kjarnorkusprengju.
Venjulegar kjarnorkusprengjur
eru knúnar áfram af kjarnaklofn-
un. Í vetnissprengjum á kjarna-
samruni, líkt og við þekkjum úr
stjörnum, sér hins vegar stað.
Smíði slíkra vopna er flóknari
en þær á móti mun hættulegri
hafi ríki náð tökum á smíðinni.
Eyðilegging á mannvirkjum er
minni en af venjulegri kjarnorku-
sprengju en áhrif á lífverur eru
öllu meiri. Rússar, Frakkar, Banda-
ríkin, Bretar og Kínverjar búa yfir
vetnissprengjum í vopnabúri
sínu.
Sprengjunni í gær fylgdi jarð-
skjálfti 6,3 að styrk. Fannst hann
meðal annars í Kína. Skjálftinn
í kjölfar tilraunarinnar þann 9.
september í fyrra mældist 5,3 að
styrk.
JAPAN Makó prinsessa, elsta barna-
barn Akihito Japanskeisara, hefur
trúlofast lögfræðingi sem ekki er
af aðalsættum. Trúlofunin þýðir að
hún mun afsala sér öllum keisara-
legum réttindum.
Í japönskum lögum er áskilið að
fólk úr keisarafjölskyldunni verði
að giftast fólki af sambærilegri
stétt eða ella njóta sömu réttinda
og pöpullinn. Verðandi eiginmað-
ur Mako er lögfræðingurinn Kai
Kamuro. Þau kynntust er þau voru
í námi samtímis í Tokyo.
Hávær orðrómur er uppi þess
efnis að keisarinn Akihito muni láta
af embætti á komandi mánuðum en
hann er á níræðisaldri og orðinn
heilsuveill.
Óvissa ríkir um framtíð jap-
önsku keisaraættarinnar en Makó
er aðeins eitt fjögurra barnabarna
keisarans. Ákveði hin þrjú einnig
að gifta frá sér erfðaréttinn er við-
búið að ætt keisarans, sem unnt er
að rekja aftur til ára fyrir Kristsburð,
lognist út af. Hingað til hefur tignin
aðeins erfst í karllegg en umræða
hefur verið uppi í landinu um að
leyfa kvenkyns keisara eða leggja
embætti keisara alfarið niður.
– jóe
Japönsk prinsessa lofast almúgamanni
Mako og Kei á blaðamannafundi
þar sem þau tilkynntu trúlofun sína.
FRÉTTABLAÐIÐ/EPA
4 . S E P t E M b E R 2 0 1 7 M Á N U D A G U R10 f R é t t i R ∙ f R é t t A b L A Ð i Ð
0
4
-0
9
-2
0
1
7
0
4
:3
8
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
D
A
6
-B
B
3
0
1
D
A
6
-B
9
F
4
1
D
A
6
-B
8
B
8
1
D
A
6
-B
7
7
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
A
F
B
0
5
6
s
_
3
_
9
_
2
0
1
7
C
M
Y
K