Fréttablaðið - 04.09.2017, Blaðsíða 43
gæði – þekking – þjónusta
Krókhálsi 1 110 Reykjavík s. 567 8888 www.pmt.is
VAKÚMVÉLAR
Mikið úrval af vakúmvélum
sem henta einstaklingum
og fyrirtækjum
PÖKKUNARVÉLAR - BRETTAVAFNINGSVÉLAR - BINDIVÉLAR
BAKKALOKUNARVÉLAR - FLÆÐIPÖKKUNARVÉLAR
FILMUPÖKKUNARVÉLAR - KASSALOKUNARVÉLAR
FÁÐU TILBOÐ
Full búð af
nýjum vörum!
Verið velkomin í Verslun Guðsteins, Laugavegi 34
Síðan 1918
Hágæða amerísk heilsurúm
sem auðvelt er að elska
Sofðu rótt í alla nótt
sögulegt hjá birgi leifi
ágætis spilamennska
Birgir Leifur Hafþórsson gerði sér
lítið fyrir og vann Opna Corden-
mótið sem er hluti af Áskorenda-
mótaröðinni í golfi. Mótið fór fram
í Frakklandi. Þetta var fyrsti sigur
Birgis Leifs á atvinnumóti erlendis
á ferlinum.
Birgir Leifur lék einkar vel á
fyrstu þremur hringjunum og var
með sjö högga forystu fyrir loka-
hringinn. Hann var þó felldur niður
vegna úrkomu og því stóð Birgir
Leifur uppi sem sigurvegari. Hann
setti mótsmet þrátt fyrir að hafa
ekki leikið nema 54 holur. Hann
lék þær á samtals 18 höggum
undir pari.
„Ég lagði mikið púður í árið, að
koma mér á beinu brautina. Lagði
meiri áherslu á að vera meira í
golfi og elta allar keppnir sem ég
komst inn í og undirbúningstíma-
bilið var miklu strangara hjá mér
en síðustu ár vegna þess að ég
var þá meira í vinnu og annað. Tók
smá áhættu í ár og hún er sannar-
lega að ganga upp,“ sagði Birgir
Leifur í samtali við íþróttadeild í
gær. Fyrir sigurinn á mótinu fékk
hann 4,3 milljónir króna í sinn hlut.
Skagamaðurinn á enn mögu-
leika á að komast inn á Evrópu-
mótaröðina sem hann lék á ár-
unum 2007-09. „Ég fæ núna stóru
mótin í lok árs þannig að ég þarf
að setjast aðeins niður og skipu-
leggja lok tímabilsins. Ég er gríðar-
lega spenntur fyrir þessu.“ – iþs
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék
lokahringinn á Cambia Portland
Classic-mótinu á pari. Mótið, sem
er hluti af LPGA-mótaröðinni í golfi,
fór fram á Columbia Edgewater
golfvallarins í Portland.
Fyrir lokahringinn var Ólafía á
fimm höggum undir pari og í 32.
sæti. Hún hefur því eflaust gælt við
að komast í hóp 30 efstu kylfinga á
lokadegi mótsins.
Ólafía fór fyrstu fjórar holurnar
á lokahringnum í gær en fékk svo
skolla á 5. holu. Hún rétti sig af með
tveimur fuglum í röð og fékk svo
10 pör á síðustu 11 holunum. Alls
fékk Ólafía 14 pör á hringnum í gær,
tvo fugla og tvo skolla. Afar stöðug
spilamennska hjá henni.
Ólafía lék hringina fjóra á samtals
fimm höggum undir pari. Þegar
blaðið fór í prentun var hún í 39.
sæti. Enn áttu nokkrir kylfingar eftir
að ljúka leik.
Ólafía hefur nú keppt á 18
mótum á LPGA-mótaröðinni í ár
en hún er sem kunnugt er eini
Íslendingurinn sem hefur unnið
sér þátttökurétt á þessari sterkustu
mótaröð heims.
Ólafía hefur komist í gegnum
niðurskurðinn á átta af 18 mótum
sem hún hefur keppt á í ár. Besti
árangur hennar er 13. sæti á Opna
skoska meistaramótinu sem fór
fram í lok júlí.
Ólafía keppist nú við að vera
meðal 100 efstu á stigalista LPGA-
mótaraðarinnar. Þeir 100 kylfingar
sem verða efstir á stigalistanum í
lok tímabilsins fá fullan þátttöku-
rétt á LPGA-mótaröðinni á næsta
ári. Samkvæmt heimasíðu LPGA
verður Ólafía í 101. sæti stigalistans
eftir mótið í Portland en það gæti
þó breyst. – iþs
Birgir Leifur Hafþórsson með verðlaunagripinn. mynd/cHaLLenge tour
Ólafía Þórunn
Kristinsdóttir
fh sótti sigur til prag
FH gerði góða ferð til Prag og vann
þriggja marka sigur á hinu forn-
fræga liði Dukla Prag, 27-30, í fyrri
leik liðanna í 1. umferð EHF-bikars-
ins í handbolta í gær.
Sigurinn var öruggari en loka-
tölurnar gefa til kynna því FH-
ingar náðu mest níu marka
forskoti í seinni hálfleik.
Tékkarnir náðu hins
vegar að laga stöðuna
undir lok leiks og halda
sér á lífi í einvíginu.
Óðinn Þór Ríkharðs-
son var marka-
hæstur í liði FH
með níu mörk.
Einar Rafn
Eiðsson skoraði
sex mörk, Ísak
Rafnsson 5 og
Ásbjörn Friðriksson fjögur.
Þorgeir Björnsson, Arnar
Freyr Ársælsson og Ágúst
Birgisson voru allir með tvö
mörk. Seinni leikur FH og Dukla
Prag fer fram í Kaplakrika á laugar-
daginn. Sama dag mætir Afturelding
norska liðinu Bækkelaget á útivelli
í seinni leik liðanna í 1. umferð for-
keppni EHF-bikarsins.
Fyrri leikurinn fór fram í Mos-
fellsbænum á laugardagskvöldið.
Bækkelaget vann nauman sigur, 25-
26, eftir að Afturelding hafði verið
þremur mörkum
yfir í hálfleik,
15-12.
Örvhentu
skytturnar
Birkir Benedikts-
son og Ernir Hrafn
Arnarson voru at-
kvæðamestar í liði
Aftureldingar. Birkir
skoraði sjö mörk
og Ernir Hrafn sex.
Mikk Pinnonen
skilaði fimm
mörkum. – iþs
Strákarnir slógu feilnótu í Finn landi
Ísland þurfti að sætta sig við 1-0 tap fyrir Finnlandi í Tampere í undankeppni HM á laugardaginn. Íslenska liðið datt fyrir vikið niður í 3. sæti
I-riðils og þarf því nauðsynlega að vinna Úkraínu þegar liðin mætast á morgun. Reynir Leósson var ekki sáttur með byrjunarliðið gegn Finnum.
gylfi Þór Sigurðsson var að vonum sár og svekktur þegar hann gekk af velli eftir 1-0 tap íslenska landsliðsins gegn því finnska á laugardaginn. Ísland þarf núna nauðsyn lega að vinna Úkraínu. FréttaBLaðið/ernir
eftir á en mér fannst uppstillingin
ekki virka.“
Alfreð átti ekki góðan leik gegn
Finnum, gekk bölvanlega að halda
boltanum og missti hann alltof oft.
Það ber þó að nefna að Alfreð fékk
litla vernd frá slökum tékkneskum
dómara. Hann fékk olnbogaskot í
fyrri hálfleik og þá slapp Robin Lod
með gult spjald þegar hann fór með
takkana í legginn á Alfreð
alfreð hentar ekki einn frammi
„Alfreð myndi held ég blómstra með
annaðhvort Jóni Daða eða Birni
Bergmann. Í okkar leikstíl finnst
mér hann ekki henta einn uppi á
topp,“ sagði Reynir.
„Þótt Gylfi hafi verið með honum
þarna er hvorugur þeirra þannig
leikmaður að þeir séu góðir í því að
fá lengri sendingar eða vinna mikið
með mann í bakinu. Við viljum
að Gylfi snúi fram þegar hann fær
boltann. Hann er okkar langbesti
leikmaður og það er lykilatriði að
hann fái boltann sem oftast.“
risaleikur annað kvöld
Eftir úrslitin í I-riðli um helgina er
ljóst að toppsætið er nánast runnið
Íslandi úr greipum.
Íslendingar eru sem stendur einu
stigi á eftir Úkraínumönnum sem
sitja í 2. sætinu en þessi lið mætast í
gríðarlega mikilvægum leik á Laug-
ardalsvellinum annað kvöld.
„Núna er stefnan sett á 2. sætið.
Þetta er risaleikur. Ég átti ekkert
endilega von á því að Ísland myndi
berjast um HM-sæti eftir frábært
EM. Maður hélt að þynnkan kæmi.
En strákarnir hafa spilað ótrúlega
vel í þessari keppni og það er stutt
í að ná í þetta 2. sæti,“ sagði Reynir
að lokum. ingvithor@365.is
Óðinn Þór
ríkharðsson,
leikmaður FH
0
4
-0
9
-2
0
1
7
0
4
:3
8
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
D
A
6
-9
3
B
0
1
D
A
6
-9
2
7
4
1
D
A
6
-9
1
3
8
1
D
A
6
-8
F
F
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
A
F
B
0
5
6
s
_
3
_
9
_
2
0
1
7
C
M
Y
K