Fréttablaðið - 22.09.2017, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 22.09.2017, Blaðsíða 6
2 2 . s e p t e m b e r 2 0 1 7 F Ö s t U D A G U r6 F r é t t i r ∙ F r é t t A b L A ð i ð Klettháls 13 · hnb.is · 590 5040 Audi A3 Attraction 1.4 TFSI 4.390.000 2016 17” álfelgur, rafdrifin framsæti, lyklalaust aðgengi, krómpakki, rafdrifin mjóbaksstuðningur, nálgunarvörn framan og aftan, sjálfvirk loftkæling, aksturstölva í lit, bakkmyndavél, Alcantara leður innrétting, sportsæti o.fl. 18.000Ekinn 30 Raf / Bensín Ekinn þús. km. Myndir á vef Dísil Fjórhjóladrif Metan & bensín Sjálfskiptur Beinskiptur Rafmagnsbíll Fleiri bílar og myndir á netinu: hnb.is Margar stærðir, fleiri litir. Skoda Octavia Amb. 1.6 TDI 2.590.000 2013 47 VW Golf Comfortline 1.4 TSI 2013 71 Mitsubishi Lancer Intense 1.8 2009 127 Kia Ceed Wagon EX 2015 63 Chevrolet Captiva 2.2 2.790.000 2012 104 Dacia Duster 4x4 Dísil 1.650.000 2012 77 TILBOÐ 2.940.000 1.490.000 2.220.000 reykjAvíkUrborG „Af einhverri ástæðu höfðu þeir skipt um bíl þennan dag og voru ekki með lykil- inn,“ segir Brynjar Þór Friðriksson, aðgerðastjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, um atvik er sjúkrabíll komst ekki upp Skóla- vörðustíg með veika konu. Eins og kom fram í Fréttablaðinu í gær segir Hildur Bolladóttir, sem býr og starfar á Skólavörðustíg, að þegar aka hafi átt henni með sjúkra- bíl um miðjan ágúst hafi ekki verið lykill í bílnum til að opna hlið sem lokar Skólavörðustíg við Bergstaða- stræti. „Það eiga að vera lyklar í öllum bílum hjá okkur en þeir voru á bíl sem er venjulega ekki fremstur hjá okkur heldur varabíll,“ segir Brynjar. Eftir atvikið hafi verið gætt að því hvort lyklar væru í öllum sjúkrabílum „Og var þá bætt á þar sem það vantaði,“ segir hann. „Við erum með tvö sett af lyklum. Erum annars vegar með lykla að spítölum og slíkum stöðum og hins vegar að hliðunum hjá borginni. Þar er einn lykill að öllu.“ Aðspurður segir Brynjar töfina aðeins hafa verið smávægilega. „Ég ræddi við starfsmanninn sem keyrði og hún sagðist bara hafa þurft að taka U-beygju og verið smá stund að fara fram og til baka. Ég held að sjúklingurinn hafi farið í Fossvog þannig að það var bara farið niður á Hverfisgötu og upp eftir,“ segir Brynjar sem  játar því þó að betra hefði verið að fara hina leiðina, beint upp Skólavörðustíg. „Tími er alltaf faktor í öllu en við eru með menn, tæki og búnað til þess að vinna þá í málunum í staðinn,“ segir hann. Sjúkraflutn- ingamenn lendi iðulega í ýmsum hindrunum. „Það er einfaldlega raunveruleiki sem við búum við en við erum alltaf lausnamiðaðir og reynum að finna lausnir og leiðir.“ Gunnar Hersveinn, verkefnastjóri miðlunar hjá umhverfis- og skipu- lagssviði Reykjavíkurborgar, segir frétt Fréttablaðsins í gær með frá- sögn Hildar Bolladóttur hafa verið einhliða. Völdum götum sé breytt í göngugötur yfir tiltekinn tíma í fullu samráði og með nánum sam- skiptum  borgarstarfsmanna, lög- reglu, slökkviliðs og sjúkraflutninga. „Allir þessir aðilar eru með lykla til að opna hvenær sem er, og eiga að vera með í bílunum sínum,“ segir Gunnar sem tekur ekki undir með Hildi sem kvað götulokanir hafa slæm áhrif á verslun í miðbænum. „Engar mælingar sýna að áhrif af lokunum gatna á verslun og þjón- ustu séu slæm. Þvert á móti eru þessar götur iðandi af mannlífi,“ segir Gunnar. Kannanir sýni að 75 prósent íbúa í Reykjavík séu jákvæð gagnvart göngugötum í miðbænum. „Annar hópur fólks, sem kann vel við að ganga um götur þar sem bílar eru ekki til staðar og þar sem betri hljóðvist er, kemur gjarnan í bæinn.“ Þótt Hildur hafi sagt að eiturlyfja- salar og annar glæpalýður ætti skjól fyrir lögreglu að næturlagi þar sem götur séu lokaðar fyrir bílum þá segir Gunnar að engar upplýsingar séu til um að einhver ósómi þrífist á göngugötum vegna þessara lokana. „Að sjálfsögðu kemst lögreglan og aðrir aðilar eins og slökkvilið og sjúkrabílar allra sinna leiða um þessar götur til að sinna erindum sínum,“ segir verkefnisstjóri miðl- unar. gar@frettabladid.is Fóru lyklalausir í útkall Lykil vantaði að götulokunarhliðum borgarinnar í útkalli sjúkrabíls með veika konu á Skólavörðustíg. Borgin hafnar fullyrðingum hennar um áhrif lokananna. Leitað í rústunum Slökkviliðsmaður, sjálfboðaliði og hermaður leita í rústum byggingar í Mexíkóborg. Fjölmargra er enn saknað eftir að 7,1 stigs jarðskjálfti reið yfir borgina og kostaði að minnsta kosti 237 lífið. Jarðskjálftinn varð á 32 ára afmæli annars enn stærri jarðskjálfta. Sá kostaði um 10.000 manns lífið. Nordicphotos/AFp Engar mælingar sýna að áhrif af lokunum gatna á verslun og þjónustu séu slæm. Gunnar Hersveinn, verkefnisstjóri hjá Reykjavíkurborg 2 2 -0 9 -2 0 1 7 0 4 :2 4 F B 0 4 8 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D D 0 -5 9 1 4 1 D D 0 -5 7 D 8 1 D D 0 -5 6 9 C 1 D D 0 -5 5 6 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 4 8 s _ 2 1 _ 9 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.