Fréttablaðið - 22.09.2017, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 22.09.2017, Blaðsíða 45
Ganga, auðvitað Það geta ekki allir leyft sér þann munað að ganga í vinnuna – eða hvað? Það er allt hægt, það bara tekur mislangan tíma. Það að ganga er líka mjög vanmetið, við mennirnir virðumst alltaf vera að leita leiða til að ganga sem minnst, en fyrir fólkið sem starfar í skapandi störfum er lík- lega enginn betri undirbúningur til en að taka góðan göngutúr fyrir vinnu. Svo er það bara svo rómantískt. Hvernig átt þú að lifa af bíllausa daginn? Í dag er Bíllausi dagurinn eins og allir vita og hann ber að halda hátíðlegan. Sumum gæti reynst það gríðarlega erfitt – en við hér á Lífinu vitum betur. Hér koma nokkur ráð, sum frekar augljós en önnur kannski ekki, hvað vitum við? Panta matinn heim að dyrum Auðvitað er ekkert nýtt að það sé hægt að verða sér úti um máltíð án þess að yfirgefa heimili sitt. Urm- ull veitingastaða býður upp á heim sendingu á skyndibita auk þess sem það er hægt að nýta sér hinar ýmsu þjónustur sem aðstoða við þetta. Þeir sem þurfa að kaupa inn fyrir næstu viku eða helgina geta svo nýtt sér þar til gerða þjónustu eins og t.d. Boxið. Strætó Fyrir þá sem ekki vita þá er rekin þjónusta í Reykjavík og víðar þar sem stórir, langir og oftast gulir bílar keyra um götur borga og bæja og þeir sem standa á réttum stöðum (þeir eru merktir) fá að hoppa upp í og borga nokkra hundraðkalla fyrir far. Þjónustan verður svo ókeypis í dag – algjör snilld. Vertu bara heima Það er bullandi haust og líklega míg- andi rigning, rok og leiðindi. Lífið er ekki að segja þér að hringja þig inn veika/n en þú ert samt alveg með smá verk í hálsinum og trúlega smá hita ekki satt? Ert búin/n að vera að hósta eða að minnsta kosti ræskja þig? Það er kannski bara best að liggja undir teppi og horfa á Sein- feld í allan dag. Fáðu far Það eru alltaf einhverjir gamaldags, einhverjir sem láta ekki einhvern DAG segja sér fyrir verkum og mæta bara á risastóra bensínsvelgnum sínum í vinnuna, eða hvert sem er. Þú, framsækna manneskjan, sem skilur bílinn eftir heima í dag getur auðvitað nýtt þér þetta og sent eitt stykki póst á alla starfsmenn fyrir- tækisins og hver veit, kannski færðu far hjá erfiða yfirmann- inum sem allir eru hræddir við. Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | Opið alla virka daga 10–18 | laugardaga 11–15 | www.forlagid.is LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA SPENNAN MEIRI EN NOKKRU SINNI FYRR JOONA LINNA ER KOMINN AFTUR BÓK SEM ER NÁNAST ÓMÖGULEGT AÐ LEGGJA FRÁ SÉR MEST SELDA SKÁLD- SAGA SVÍÞJÓÐAR 2016 „Meistarastykki.“ FYENS STIFTSTIDENDE „Besta Joona Linna-glæpasagan hingað til.“ LITTERATURSIDEN.DK L í f i ð ∙ f R É T T A B L A ð i ð 33f Ö S T U D A G U R 2 2 . S e p T e m B e R 2 0 1 7 2 2 -0 9 -2 0 1 7 0 4 :2 4 F B 0 4 8 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D D 0 -4 5 5 4 1 D D 0 -4 4 1 8 1 D D 0 -4 2 D C 1 D D 0 -4 1 A 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 4 8 s _ 2 1 _ 9 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.