Fréttablaðið - 22.09.2017, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 22.09.2017, Blaðsíða 36
Við sjáum líka að um leið og eitthVað snertir fólk persónulega, atVinnuöryggi eða budd- una, eru prinsipp fljót að Víkja. annars er ég ekki mikið fyrir það sem kemur að ofan. förum ekki nánar út í það. Mér hefur stund­um orðið hugs­að til þess á æfingatíman­um að stelpan sem ég lék  í Stellu í orlofi sagði: „Mikið hefur Ibsen verið gott skáld“ – og þar fór hún með rétt mál,“ segir leikkonan Sólveig Arnarsdóttir sem tekst á við stórt hlutverk í Óvini fólksins eftir Ibsen í kvöld í fyrstu frumsýningu Þjóðleikhússins á stóra sviðinu. Sólveig er nýflutt aftur til Íslands eftir nokkurra ára  dvöl í Þýska­ landi en kveðst þó verða í verkefni í Þýskalandi með vorinu. „Fjöl­ skyldan var flutt heim svo mér var ekki stætt á öðru en elta. Enda vildi ég það og finnst það ljómandi gott,“ segir hún glaðlega. – Svo snúum við okkur aftur að Ibsen. „Flest góð leikritaskáld skrifa um manneskj­ una, aðallega  breyskleika hennar og Ibsen er snillingur í því. Í Óvini mannsins  er eins og  hann  sé að skrifa um atburði dagsins í dag á Íslandi;  um pólitíkina, lýðræðið og hversu auðvelt það er að breyta hugmyndum. Hann bendir á að því fylgir gríðarleg ábyrgð að vera þegn í lýðræðisríki og að okkur kjósend­ um hættir til að hugsa um daginn í dag og ráðstafa atkvæði okkar út frá því. Við sjáum líka að um leið og eitthvað snertir fólk persónulega, atvinnuöryggi eða budduna, eru prinsipp fljót að víkja.“ Sólveig segir að í  Óvini fólks­ ins  sé Ibsen  með sannleika sem borinn sé fram af einum manni en sá sannleikur muni kollvarpa sam­ félaginu og svipta kannski bæjar­ búa – til skamms tíma litið – öryggi þeirra og stöðugleika, ógna blóm­ legri byggð og gríðarlegri uppbygg­ ingu. „En til langs tíma litið  yrði katastrófa ef ekki væri tekið tillit til þessa sannleika. Það þyrfti samt U­beygju og allir  yrðu  að taka á sig skell. Þarna er náttúran undir, því talar þetta leikrit mjög vel til okkar.“   Grundvallarspurningar um hvort við getum gengið út frá því að meirihlutinn hafi alltaf rétt fyrir sér koma líka fram hjá Ibsen í Óvini fólksins, þótt hann sé ekkert að tala fyrir öðru stjórnarformi, að sögn Sólveigar. „Þjóðverjar kusu Hitler yfir sig sem ríkiskanslara 1933 og við getum horft til síðustu mánaða, forsetakosninganna í Bandaríkjunum og Brexit,“ bendir hún á sem skírskotun í samtímann. „Sannleiksberinn í verkinu, Stock­ man, sem Björn Hlynur leikur, gengur meira að segja svo langt að við förum líka að efast um hann. Ibsen er einfaldlega að segja: Við verðum að hafa varann á því við erum öll breysk.“ Mikið hefur Ibsen verið gott skáld leikrit ibsens,  óvinur fólksins, verður frumsýnt í kvöld í þjóðleikhúsinu og  sól- veig arnarsdóttir er þar í burðarhlut- verki. hún  segir efnið skrifað inn í ís- lenskan samtíma þó það sé frá 1892. „Það er ekkert hlé. Við ruslum þessu af á innan við tveimur tímum en það kemur ekkert niður á innihaldi verksins,“ segir Sólveig um sýninguna. Fréttablaðið/SteFán Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is Sýning á verkum Sigurðar Guð­mundssonar myndlistarmanns verður opnuð í höfuðstöðvum Arion banka í Borgartúni 19 klukkan 13.30 á morgun, laugardag. Þar eru ljósmyndaverk, skúlptúrar, grafík­ verk og textaverk sem spanna allan feril Sigurðar, frá fyrstu sýningu hans árið 1969 til dagsins í dag.  „Sýningin teygir sig milli hæða í Arion banka. Á henni er saman­ safn af verkum sem eru hér á landi í safnaeign og einkaeign. Hún Íris Stefánsdóttir sem sér um uppheng­ inguna hefur grafið ýmislegt upp og svo kemur hún þessu vel fyrir. Það er hún sem ber ábyrgð á þessu öllu. Ég hlýði henni og treysti,“ segir Sigurður sem verður viðstaddur sýningaropn­ unina á morgun. „Þar verður fyrir­ lestur um verkin mín sem Gunnar Árnason listheimspekingur heldur. Ég verð að hlusta á hann. Það er það minnsta sem ég get gert.“ Sigurður býr í Kína en kveðst hafa átt erindi til Svíþjóðar og Hollands. „Ég reyni alltaf að koma til Íslands þegar ég er í Evrópu, það var alveg sérstaklega gott núna, ég fór austur á Djúpavog og var þar í paradísar­ veðri,“ segir hann.  „Svo finnst mér veðrið í borginni núna líka skemmti­ legt, sæt rigning og fín. Annars er ég ekki mikið fyrir það sem kemur að ofan. Förum ekki nánar út í það.“ Hann segir þetta vera í fyrsta skipti sem hann sýni innan veggja fjármála­ stofnunar. Vill ekki ræða mikið um þau tímamót en segir. „Auðvitað hlýt ég að fagna því, eins og allir, að sem flestir styðji við menninguna. gun@frettabladid.is Fagnar því að sem flestir styðji við menninguna „Hún Íris ber ábyrgð á þessu öllu. ég hlýði henni og treysti,“ segir Sigurður Fréttablaðið/Hanna OPIÐ MÁN TIL FÖSTUDAGA 11 - 18 | LAUGARDAGA 11 - 16 BÆJARLIND 16 | 201 KÓPAVOGUR | SÍMI 553 7100 | LINAN.IS 2 2 . s e p t e m b e r 2 0 1 7 F Ö s t U D A G U r24 m e n n i n G ∙ F r É t t A b L A ð i ð menning 2 2 -0 9 -2 0 1 7 0 4 :2 4 F B 0 4 8 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D D 0 -3 6 8 4 1 D D 0 -3 5 4 8 1 D D 0 -3 4 0 C 1 D D 0 -3 2 D 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 4 8 s _ 2 1 _ 9 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.