Fréttablaðið - 22.09.2017, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 22.09.2017, Blaðsíða 4
ÚTGÁFUHÓF í dag, 22. sept. kl. 17:00 í Pennanum Eymundsson, Austurstræti. Stefán Sturla les upp úr nýrri spennusögu sinni, spjallar við gesti og áritar bækur með glöðu geði. ALLIR VELKOMNIR heilbrigðismál Engin dagþjálfun fyrir heilabilaða einstaklinga er starfrækt í Garðabæ en það úrræði er fyrir hendi í öllum sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins, auk Reykja- nesbæjar, Akureyrar og Árborgar. Jón Snædal, yfirlæknir öldrunar- lækninga á Landspítala, telur mikil- vægt að það úrræði sé fyrir hendi í Garðabæ fyrir skjólstæðinga þeirra í því sveitarfélagi. Um þrjátíu einstaklingar í Garða- bæ með heilabilun þurfa á úrræðinu að halda að mati Jóns. Tólf sjúkl- ingar hafa fengið þessa dagþjálfun í Hafnarfirði upp á síðkastið en átján eru á biðlista. Þeir staðir þar sem boðið er upp á dagþjálfun eru skilgreindir sem heilbrigðisstofnanir og eru reknir á daggjöldum frá Tryggingastofnun ríkisins. „Það er okkar von að bæjar- stjórn Garðabæjar beiti sér fyrir því að opnuð verði þjónusta af þessu tagi í sveitarfélaginu,“ segir Jón. „Um þrjátíu manns þurfa á þessu að halda í Garðabæ og meirihluti þeirra er enn bíðandi heima,“ bætir Jón við. „Það er okkar niðurstaða að lífsgæði þessa fólks verði almennt betri við þessa þjálfun og hitt er að það er alveg ljóst að það seinkar hjúkrunarheimilisvist og fækkar þeim sem þurfa að liggja á Land- spítala í bið eftir hjúkrunarheimili sem eru dýrari úrræði en dagþjálf- un. Lýðfræðin segir okkur einnig að fleiri þurfi á þessari þjónustu að halda og þar sem verið er að byggja á lóðum fyrir eldra fólk er hætta á að einstaklingum á þessu svæði með sjúkdóma af þessu tagi fjölgi.“ Málið var tekið fyrir í bæjarráði Garðabæjar í byrjun síðustu viku. Áslaug Hulda Jónsdóttir, formaður bæjarráðs, segir bæjarfélagið ætla að skoða málið og finna hentugt hús- næði fyrir þessa starfsemi. Þörf sé á úrlausn fyrir þetta fólk og málið því í vinnslu innan bæjarkerfis- ins. „Okkur barst þetta bréf og við ákváðum að skoða þetta mál og finna húsnæði.“ Bæjarráð vísaði bréfinu til umfjöllunar fjölskylduráðs og nefndar um málefni eldri borgara í sveitarfélaginu. – sa Heilabilaðir í Garðabæ þurfa að bíða heima og fá ekki dagþjálfun Áslaug Hulda Jónsdóttir, forseti bæjarstjórnar Garðabæjar. stjórnsýsla „Ég vil ítreka að með- mælin voru eingöngu vinnutengd. Uppreist æru kom aldrei til tals,“ segir Haraldur Þór Teitsson, fram- kvæmdastjóri hópferðabílafyrir- tækisins Teits Jónassonar, um þau ummæli Hjalta Sigurjóns Hauks- sonar á Vísi í vikunni að Haraldur hafi vitað fullvel að meðmæli sem hann skrifaði undir hafi verið vegna umsóknar Hjalta um uppreist æru. Haraldur hafði áður sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagði að hann hefði ekki vitað né samþykkt að vinnutengd meðmæli hans með Hjalta yrðu notuð til að sækja um uppreist æru. Hjalti svaraði þessu á Vísi með því að segja Haraldur hafi vitað tilgang bréfsins. Haraldur og hinn meðmæl- andinn, Sveinn Eyjólfur Matthías- son sem einnig kveðst hafa verið blekktur, séu bara hræddir. „Það er búið að taka mig af lífi og þeir vilja ekki vera næstir á gálgann. Ég skil þá vel,“ sagði Hjalti og segir þá hafa rétt honum hjálparhönd í þeirri trú að um trúnaðargögn væri að ræða sem enginn ætti nokkurn tíma eftir að lesa nema ráðuneyti og ríkisstjórn. Þessu vísar Haraldur Þór á bug. „Meðmælabréfin voru stíluð á þá sem málið varðaði, eins og venja er, en alls ekki á ráðuneyti, hvað þá heila ríkisstjórn. Ég bjóst bara við þeim trúnaði sem almennt gildir um með- mælabréf.“ Sem kunnugt er var Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benedikts- sonar forsætisráðherra, þriðji með- mælandi Hjalta í umsókninni sem varð til þess að hann fékk uppreist æru í fyrra. Benedikt hefur gengist við því að hafa léð meðmælabréfi Hjalta undirskrift sína í þeim tilgangi. Fréttablaðið greindi í vikunni frá því að Haraldur íhugi að leita rétt- ar síns vegna málsins. Hann hafi falið lögmanni að óska eftir gögnum þess hjá dómsmálaráðuneytinu. – smj Umsókn um uppreist æru aldrei til tals Hjalti Sigurjón Hauksson. Meðmælabréfin voru stíluð á þá sem málið varðaði, eins og venja er, en alls ekki á ráðuneyti, hvað þá heila ríkisstjórn. Haraldur Þór Teitsson, framkvæmda- stjóri hópferðabílafyrirtækisins Teits Jónassonar stjórnsýsla Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, telur ekki þörf á að rannsaka embættisfærslur Sigríðar Á. Andersen dómsmála- ráðherra og Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra varðandi atvikið þegar Sigríður sagði Bjarna frá því að faðir hans væri á meðal umsagn- araðila á umsókn dæmds kynferðis- brotamanns um uppreist æru. Þetta kom fram á lokuðum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í gær þar sem Tryggvi mætti og ræddi reglur og framkvæmd við uppreist æru. – skh Telur ekki þörf á rannsókn Tryggvi Gunnarsson FréTTablaðið/GVa Dómsmál Dómur manns sem sak- felldur var í Hæstarétti í gær fyrir meiriháttar brot gegn skattalögum verður líklega kærður til Mann- réttindadómstóls Evrópu (MDE). Héraðssaksóknari segir að unnið sé að því að tryggja að málsmeðferð hjá embættinu uppfylli skilyrði dóm- stólsins. Niðurstöðu málsins hafði verið beðið með nokkurri eftirvæntingu en sjö dómarar dæmdu í málinu. Slíkt er fátítt. Upphaflega stóð til að málið yrði flutt í byrjun árs en því slegið á frest þar til MDE kvæði upp dóm sinn í máli Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar gegn Íslandi. Í maí kvað MDE upp dóm sinn, með- ferð ríkisins á máli Jóns Ásgeirs og Tryggva braut gegn ákvæðum Mann- réttindasáttmála Evrópu um bann gegn því að refsa tvisvar fyrir sama brot. Atvik málsins í gær voru um margt sambærileg hinu fyrra máli. Var á því byggt í vörninni að vísa bæri málinu frá dómi þar sem maðurinn hefði sætt endanlegum úrskurði skatta- yfirvalda um álag á skattstofn vegna sömu brota og nú væri ákært fyrir. Því fælist í þessu tvöföld refsing fyrir sama brot. Í niðurstöðu sinni vísaði Hæsti- réttur til þess að MDE hefði lagt til grundvallar að heimilt væri að reka tvö aðskilin mál, líkt og í þessu tilfelli, fyrir skattalagabrot að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Málin tvö þyrftu að vera samþættanleg í efni og tíma til að slíkt sé heimilt. Í dómnum eru ferli og efni málsins ítarlega rakin og komist að þeirri niðurstöðu að framkvæmd þess hafi uppfyllt við- mið MDE. „Ég á eftir að kafa ofan í dóminn og melta þær röksemdir sem tíndar eru til en fljótt á litið sýnist mér að þetta eigi fullt erindi til MDE,“ segir Ragnar H. Hall, verjandi í málinu. Hann vildi ekki tjá sig um niðurstöðuna að öðru leyti. Rekstur yfir hundrað mála hjá skattayfirvöldum og saksóknaraemb- ættum beið niðurstöðu Hæstaréttar. Niðurstaðan er að mörgu leyti ekki afdráttarlaus og margt á því eftir að skýrast. „Það er annar hver maður hér innanhúss að lesa dóminn núna. Á næstunni eru fundir með Ríkissak- sóknara um hver næstu skref verða. Það er ekki ljóst í augnablikinu hver áhrifin verða af þessu,“ segir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari. „Það er hins vegar ekki svo að dómur MDE hafi engin áhrif þó dómur í þessu máli hafi verið stað- festur. Við ætlum að skoða verklagið og tryggja að það standist kröfur MDE.“ johannoli@frettabladid.is Óvissa um meðferð skattamála ríkir enn eftir dóm Hæstaréttar Sjö hæstaréttardómarar dæmdu í málinu í gær en slíkt er fátítt. FréTTablaðið/EYÞÓr Skilaði sératkvæði Í máli Jóns Ásgeirs og Tryggva tók rekstur málsins hátt í tíu ár frá því það hófst og þar til Hæstiréttur dæmdi í því. Málið hafði í gær verið í sex ár og fjóra mánuði til meðferðar. „Þetta skilur kannski eftir spurningu um málin sem tóku lengri tíma en málið í gær en skemmri tíma en mál Jóns og Tryggva,“ segir Ólafur Þór. Einn dómari í málinu í gær, Benedikt Bogason, skilaði sér- atkvæði og vildi vísa málinu frá héraðsdómi. Það á eftir að skýrast hvaða áhrif dómur Hæstaréttar hefur á með- ferð mála sem tengjast brotum gegn skatta- lögum. Verjandi ætlar líklega að kæra til Mann- réttindadómstólsins. Rekstur yfir hundrað mála hjá skattayfirvöldum og saksóknaraembættum biðu niðurstöðu Hæstaréttar. alþingi Sigríður Á. Andersen dóms- málaráðherra mun  í dag  kynna frumvarp um breytingu á lögum um uppreist æru fyrir formönn- um þeirra flokka sem sæti eiga á Alþingi. Hún segist bjartsýn á að samstaða náist á þingi um málið þrátt fyrir að illa hafi gengið að ákveða hvaða mál eigi að afgreiða fyrir kosningar. Að sögn Sigríðar felst breytingin í því að heimild til að veita uppreist æru yrði afnumin en um leið yrði ákvæðum fjölmargra laga er lúta að borgararéttindum breytt. – hh Ætlar að kynna frumvarp um uppreist æru 2 2 . s e p t e m b e r 2 0 1 7 F Ö s t U D a g U r4 F r é t t i r ∙ F r é t t a b l a ð i ð 2 2 -0 9 -2 0 1 7 0 4 :2 4 F B 0 4 8 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D D 0 -4 5 5 4 1 D D 0 -4 4 1 8 1 D D 0 -4 2 D C 1 D D 0 -4 1 A 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 4 8 s _ 2 1 _ 9 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.