Fréttablaðið - 22.09.2017, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 22.09.2017, Blaðsíða 1
— M e s t l e s n a dag b l a ð á Í s l a n d i * —2 2 3 . t ö l u b l a ð 1 7 . á r g a n g u r F ö s t u d a g u r 2 2 . s e p t e M b e r 2 0 1 7 FrÍtt Fréttablaðið í dag skoðun Þórlindur Kjartansson skrifar um gott og vont íhald. 12 sport Tólf söguleg skref á ferli Ólafíu Þórunnar. 16 Menning Leikritið Óvinur fólksins eftir Ibsen verður frum- sýnt í Þjóðleikhúsinu í kvöld. 24 lÍFið Hin goðsagnakennda hljómsveit Foreigner er á leið til landsins. 34 plús 2 sérblöð l Fólk l  þjónusta við aldraða *Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015 bæklingur fylgir Fréttablaðinu í dag. Munndreifitöflur 250 mg Pinex® Smelt H V ÍT A H Ú S IÐ / A ct av is 5 1 1 0 7 2 Þú ferð lengra með SAGAPRO Vinsæl vara við tíðum þvaglátum HeilbrigðisMál „Við höfum sérstakar áhyggjur af þessu,“ segir Magnús Jóhannsson, læknir hjá Landlæknis- embættinu og prófessor í lyfjafræði, um mikla aukningu í notkun svefn- lyfsins melatóníns hjá börnum á undanförnum árum. Algengt er að börnum með ADHD sé gefið lyfið fyrir svefn. Aldrei hafa fleiri börn fengið ávísað melatóníni en í fyrra og hefur fjöldinn margfaldast frá árinu 2008.  Líkt og í Evrópu er melatónín flokkað sem lyf hér á landi sem bannað er að flytja inn en um er að ræða náttúrulegt hormón sem hefur svæfandi áhrif og eykur svefnhneigð. Ekki fara þó allir í gegnum lækna og fá því ávísað. Í Bandaríkjunum er lyfið flokkað sem fæðubótarefni og auðvelt að panta það í gegnum net- verslanir. Mörg dæmi eru um að foreldrar barna með ADHD hér á landi nálgist melatónín fyrir börn sín með því að panta það frá Bandaríkjunum. Einn- ig hefur verið hægt að kaupa lyfið á svörtum markaði íslenskra sölusíðna á Facebook. Magnús segir aukna notkun gefa vísbendingar um að í einhverjum tilfellum séu börn að fá of stóra skammta af örvandi lyfjum eða á röngum tíma sólarhrings. „Okkur grunar að í sumum tilfellum sé verið að slá á aukaverkanir örvandi lyfja eða vegna ofskömmtunar.“ Þó læknar ávísi lyfinu vissulega til barna ítrekar Magnús að það sé ekki ætlað fólki yngra en 55 ára. „Lyfjastofnun Evrópu miðar við 55 ára og eldri því það vantar almenni- legar rannsóknir á yngra fólki,“ segir Magnús og bendir á að komið hafi fram áhyggjur um að það geti meðal annars haft áhrif á kynþroska barna og hormónabúskap.  Melatónín er markaðssett sem náttúrulegt og skaðlaust fæðubótar- efni vestanhafs en Magnús bendir á að líkaminn framleiði alls konar hormóna sem eru síður en svo mein- lausir í miklu magni. „Það er ekki allt náttúrulegt meinlaust.“ – smj Braskað með svefnlyf fyrir ofvirk börn Sprenging hefur orðið í bæði ávísunum lækna á svefnlyfið melatónín til barna sem og ólöglegum póstsendingum. Magnús Jóhanns- son, læknir hjá embætti Land- læknis og prófess- or í lyfjafræði. dóMsMál Óvissa ríkir enn um með- ferð mála sem tengjast brotum gegn skattalögum eftir dóm Hæstaréttar í gær í máli manns sem sakfelldur var fyrir meiriháttar brot gegn skatta- lögum. Dómurinn verður líklega kærður til Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE). „Ég á eftir að kafa ofan í dóminn og melta þær röksemdir sem tíndar eru til en fljótt á litið sýnist mér að þetta eigi fullt erindi til Mannrétt- indadómstólsins,“ segir Ragnar H. Hall, verjandi í málinu. Niðurstöðu málsins, sem er að mörgu leyti ekki afdráttarlaus, hafði verið beðið með nokkurri eftir- væntingu en sjö dómarar dæmdu í málinu. Rekstur yfir hundrað mála hjá skattayfirvöldum og saksóknara- embættum beið niðurstöðu Hæsta- réttar. – jóe / sjá síðu 4 Íhugar að kæra dóminn til MDE Kylfingar í Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar (GKG) léku í gærkvöldi með sjálflýsandi boltum, mættu með höfuðljós og lýstu upp haustmyrkrið með leiftrandi golfi. FréttabLaðið/Eyþór 2 2 -0 9 -2 0 1 7 0 4 :2 4 F B 0 4 8 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D D 0 -2 C A 4 1 D D 0 -2 B 6 8 1 D D 0 -2 A 2 C 1 D D 0 -2 8 F 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 8 s _ 2 1 _ 9 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.