Fréttablaðið - 25.09.2017, Qupperneq 8
Frá degi til dags
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Einar Þór Sverrisson forStjóri: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
aðStoðarritStjórar: Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kjartan Hreinn Njálssson kjaranh@frettabladid.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili
á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105
reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is
menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Guðný Hrönn Antonsdóttir gudnyhronn@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Halldór
Þorbjörn
Þórðarson
thorbjorn@frettabladid.is
High Tech rafgeymar.
Er jeppinn tilbúinn í
ferðalagið?
95 Ah, 800 Amper.
Endurhlaðast allt að 50% hraðar (Carbon boost).
Nýjar blýgrindur (3DX) = lengri ending.
Alveg lokaðir og viðhaldsfríir.
Mikið kaldræsiþol, örugg ræsing í miklum kulda.
Góðir fyrir jeppa með miklum aukarafbúnaði.
Mikið úrval - Traust og fagleg þjónusta.
Í ljósi þess hversu útbreidd netnotkun er á Íslandi og hversu fljótir Íslendingar eru að tileinka sér tækninýjungar er með nokkrum ólíkindum að hugbúnaðarfyrirtæki eins og Uber og Lyft sem gera fólki kleift að ná sér í leigubíl á einfaldan hátt gegnum snjallsímann hafi ekki hafið starf-
semi hér á landi.
Reykjavík er eina höfuðborgin á Norðurlöndunum
þar sem Uber er ekki starfandi. Á Íslandi fá þeir einir
leyfi til leigubílaaksturs sem uppfylla skilyrði laga um
leigubifreiðar og reglugerðar um sama efni þar sem
meðal annars er kveðið á um hámarksfjölda leigubíla í
stærstu sveitarfélögunum.
Leigubílum á Íslandi hefur fjölgað á hraða snigilsins
og fjölgunin hefur ekki verið í takti við þarfir sam-
félagsins. Á sama tíma og ferðamönnum sem fóru um
Keflavíkurflugvöll fjölgaði úr rúmlega 470 þúsund
árið 2008 í rúmlega 1,2 milljónir árið 2015 fjölgaði
virkum leigubílaleyfum úr 537 í 547. Á meðan fjöldi
ferðamanna næstum þrefaldaðist fjölgaði leigubílum
um tíu. Á álagstímum kemur bersýnilega í ljós hversu
mikill skortur er á leigubílum en á samfélagsmiðlum
hafa birst myndir af löngum biðröðum fólks sem bíður
eftir leigubíl í miðbæ Reykjavíkur.
Á sama tíma og leigubílum fjölgar ekkert blómstrar
svört atvinnustarfsemi á internetinu þar sem fólk bæði
óskar eftir bílum og býður þjónustu gegn greiðslu. Í
grúppunni Skutlarar á Facebook eru núna rúmlega 37
þúsund manns. Ekkert eftirlit er með þessari starfsemi,
engir skattar eru greiddir af keyptri þjónustu og ekkert
gagnsæi. Eina eðlilega skrefið til að koma þessari starf-
semi upp á yfirborðið, tryggja gagnsæi og öryggi þeirra
sem nýta sér skutlið er að opna á þjónustu Uber og Lyft
hér á landi.
Með Uber og Lyft nálgast notandinn þjónustuna í
gegnum sérstakt app í símanum.og getur valið hvort
hann deilir bíl með öðrum og greiðir lægra verð eða
ferðast einn. Greitt er fyrir þjónustuna gegnum appið
sjálft og í lok ferðar fær notandinn tölvupóst með
þeirri leið sem ekin var á korti ásamt upplýsingum
um greiðsluna. Gagnsæið er fullkomið og greiddir eru
skattar og gjöld af keyptri þjónustu.
Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, hefur þegar gert athuga-
semdir við norska löggjöf um leigubíla sem er keimlík
íslensku lögunum. Norðmenn hafa fjöldatakmark-
anir á útgefnum leyfum til leigubílaaksturs rétt eins
og Íslendingar. ESA hefur skorað á norsk stjórnvöld
að breyta löggjöfinni ella verði höfðað mál á hendur
norska ríkinu fyrir EFTA-dómstólnum. Það er væntan-
lega bara tímaspursmál hvenær ESA gerir athuga-
semdir við íslensku löggjöfina ef það hefur ekki þegar
gerst.
Fyrir stjórnarslit ákvað Jón Gunnarsson samgöngu-
ráðherra að fela starfshóp að skoða fjölgun leyfa til
leigubílaaksturs og möguleika þess að opna á starfsemi
fyrirtækja eins og Uber og Lyft. Gott væri ef starfs-
hópurinn lyki sinni vinnu sem fyrst og ráðherrann eða
eftirmaður hans tæki af skarið og tryggði Íslendingum
sömu lífsgæði og þægindi og þeir búa við í útlöndum.
Löglegt skutl
Á sama tíma
og leigubílum
fjölgar ekkert
blómstrar
svört atvinnu-
starfsemi á
internetinu
þar sem fólk
bæði óskar
eftir bílum og
býður þjón-
ustu gegn
greiðslu.
Það slitnaði upp úr stjórnarsamstarfi og það eru kosningar fram undan. Mörg góð mál eru komin í bið vegna stöðunnar og þar er af ýmsu að taka.
Ég gæti notað plássið í að kynna ýmis mikilvæg mál
sem ég hafði persónulega á prjónunum eða flokkur-
inn minn, Viðreisn. Mál á borð við skilgreiningu á
nauðgun út frá samþykki, rannsókn á aðdraganda
að útgáfu á starfsleyfi til kísilverksmiðju í Helguvík,
þingsályktun um tryggingu gæða, hagkvæmni og skil-
virkni meiriháttar opinberra fjárfestinga, umræðu um
sjálfstæði fjölmiðla o.fl.
En ég ætla að ræða um þverpólitísk mál sem snerta
framtíð og velferð ákveðins hóps fólks. Fólks sem á
annað og betra skilið af okkur stjórnmálamönnum en
að verða einhver afgangsstærð í hita leiksins. Þar á ég í
fyrsta lagi við mál sem varðar mikilvæga og margsam-
þykkta þjónustubót fyrir fatlað fólk. Svokallaða not-
endastýrða persónubundna aðstoð (NPA) sem skiptir
sköpum fyrir það fólk sem nýtur slíkrar þjónustu.
Annað mál varðar breytingar á útlendingalögum til
að bæta stöðu flóttabarna á Íslandi. Undanfarið hafa
þingmenn, þvert á flokka, lagt mikla vinnu í að koma
þessum tveimur málum í höfn. En nú eru blikur á lofti.
Síðustu daga hafa formenn allra flokka á þingi
fundað nær daglega bak við luktar dyr til að freista
þess að ná samkomulagi um tiltekin mál sem brýnt
er að afgreiða fyrir kosningar. Þeirra á meðal eru
breytingar á hegningarlögum hvað varðar margum-
rædda uppreist æru. Þetta er eins og alþjóð veit löngu
tímabært. Ég set hins vegar spurningamerki við að
tíma formannanna sé best varið, dag eftir dag, í að
ræða niðurstöðu þar sem er í takt við það sem allir
flokkar vilja.
Umræðan virðist hafa tekið full langan tíma á
kostnað einstaklinga sem eiga ekki að þurfa að bíða
eftir því að nýtt þing verði kosið með úrlausn sinna
mála. Og fyrir Mary og Haniye verður það einfaldlega
of seint.
Ef formenn flokkanna ná ekki að afgreiða þetta þá
þarf að útskýra tæpitungulaust hvað veldur. Það þarf
að opna bakherbergið og lofta út.
Í lokuðu bakherbergi
Hanna Katrín
Friðriksson
þingflokksfor-
maður Viðreisnar
Umræðan
virðist hafa
tekið full
langan tíma á
kostnað
einstaklinga
sem eiga ekki
að þurfa að
bíða eftir því
að nýtt þing
verði kosið
með úrlausn
sinna mála.
Áður en hani galar
„Nú í nótt, áður en hani galar
tvisvar, muntu þrisvar afneita
mér,“ stendur meðal annars
í Markúsarguðspjalli. Beindi
Kristur sjálfur þeim orðum til
lærisveins síns, Péturs. Sá munur
er á Pétri og Páli Magnússyni að
sá fyrrnefndi fylgdi frelsaranum
af fúsum og frjálsum vilja. Sá
síðarnefndi virðist hafa fylgt
ríkisstjórninni af skyldurækni.
Frá því að ríkisstjórnin sprakk
og þar til að Páll afneitaði fjár
lagafrumvarpinu galaði haninn
oftar en tvisvar. Þó vika sé langur
tími í pólitík og strax teygjan
legt hugtak þá verður þetta að
teljast nokkuð skammur tími.
Haldi hann áfram á þessari braut
mun fréttahaukurinn fyrrverandi
afneita ríkisstjórnarsamstarfinu
áður en kosið verður.
Bjargvætturinn
Áhugamenn um áhugaverðar
kosningar fögnuðu ákaft þegar
þingmaðurinn Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson kunngjörði þá
ákvörðun sína að slíta sig frá
Framsóknarflokknum. Þó þetta
sé ekki í fyrsta skipti sem for
sætis ráðherrann fyrrverandi
gengur úr einhverju þá kom
ákvörðunin á óvart sökum tíma
setningarinnar. Ljóst má vera að
tæpast er Sigmundur að gera að
gamni sínu. Sennilega lúrir hann á
hugmynd sem mun yfirtaka kosn
ingabaráttuna og forðar þar með
þjóðinni frá sömu kosningum og í
fyrra. joli@365.is
2 5 . s e p t e m b e r 2 0 1 7 m Á N U D A G U r8 s k o ð U N ∙ F r É t t A b L A ð i ð
SKOÐUN
2
5
-0
9
-2
0
1
7
0
4
:2
7
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
D
D
3
-7
0
5
0
1
D
D
3
-6
F
1
4
1
D
D
3
-6
D
D
8
1
D
D
3
-6
C
9
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
0
4
0
s
_
2
4
_
9
_
2
0
1
7
C
M
Y
K