Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.09.2017, Qupperneq 30

Fréttablaðið - 25.09.2017, Qupperneq 30
Kominn úr frystikistunni Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton unnu afar kærkominn sigur á Bournemouth um helgina. Hetja Everton var senegalski framherjinn Oumar Niasse sem virtist ekki eiga sér neina framtíð hjá félaginu. fótbolti Eftir fjóra deildarleiki án sigurs og þrjá deildarleiki án marks án marks náði Everton í þrjú gríðar- lega mikilvæg stig gegn Bournemo- uth á Goodison Park á laugardag. Hetja Everton kom úr óvæntri átt, í raun úr frystikistunni. Oumar Niasse kom inn á sem varamaður fyrir Wayne Rooney í upphafi seinni hálfleiks og á 77. mínútu jafnaði hann metin í 1-1 eftir sendingu frá öðrum varamanni, Tom Davies. Fimm mínútum síðar skoraði Niasse sigurmark Everton með skalla af stuttu færi. Ótrúleg innkoma hjá Senegalanum og þrátt fyrir að hafa aðeins spilað tvo leiki er hann annar af tveimur marka- hæstu leikmönnum Everton á tíma- bilinu. Það er kaldhæðni örlaganna að Niasse sé að bjarga andliti Ronalds Koeman sem vildi fyrir ekki svo löngu ekkert með hann hafa. „Staðan er allt önnur eftir sigur- inn. Það eru lykilaugnablik á tíma- bili og þetta er stór sigur sem gefur öllum byr undir báða vængi. Ég vil hrósa leikmönnunum, Niasse og Davies. Þeir gerðu vel eftir erf- iðan tíma,“ sagði Koeman eftir leikinn. Hollendingurinn virkaði hálf skömmustulegur í viðtölum eftir leikinn og var ekki tilbúinn að kvitta undir að Niasse væri kominn til að vera í leikmannahópi Everton. Bítlaborgarliðið keypti Niasse frá Lokomotiv Moskvu á 13,5 milljónir punda í byrjun síðasta árs. Senegal- inn spilaði aðeins fimm leiki á fyrsta tímabilinu og staða hans þrengdist enn frekar þegar Koeman tók við. Leikmaður helgarinnar Álvaro Morata skoraði þrennu þeg- ar Chelsea vann öruggan 0-4 úti- sigur á Stoke City á laugardaginn. Það var spænsk stemmning á bet365 vellinum því landarnir Morata og Pedro skoruðu öll fjögur mörk Chelsea sem er í 3. sæti ensku úrvals- deildarinnar. Morata hefur ekki þurft neinn aðlögunartíma á Englandi. Í sex deildar- leikjum með Chelsea hefur spænski landsliðsframherjinn skorað sex mörk og gefið tvær stoðsendingar. Morata var keyptur frá Real Madrid til að fylla skarð Diegos Costa sem er farinn aftur til Atlético Madrid. Þeir eru gjörólíkir leikmenn en Morata hefur sýnt að hann er enginn eftirbátur hins geðstirða Costa. - iþs Stóru málin eftir helgina í enska boltanum Stærstu úrslitin Everton vann afar kærkominn og mikilvægan sigur á Bournemouth á Goodison Park. Everton var komið í öngstræti og staða Ronalds Koeman orðin ótrygg. Senegalski framherjinn Oumar Niasse skoraði bæði mörkin og kom Everton til bjargar. Hvað kom á óvart? Í fyrstu tveimur heimaleikjum sínum á tímabilinu vann Stoke Arsenal og gerði jafntefli við Manchester United. Strákarnir hans Marks Hughes fengu hins vegar á baukinn gegn Englandsmeisturum Chelsea á laugardaginn. Stoke er aðeins með fimm stig eftir fyrstu sex umferðirnar. Mestu vonbrigðin Það var kannski ekki líklegt að Crystal Palace fengi mikið út úr leiknum gegn Manchester City en 5-0 tap var samt áfall. Palace er í skelfilegri stöðu; án stiga og ekki enn búið að skora mark. Palace er eina liðið í bestu fimm deildum Evrópu sem á enn eftir að skora á tímabilinu. Enska úrvalsdeildin Staðan Úrslit 6. umferðar 2017-18 West Ham - Tottenham 2-3 0-1 Harry Kane (34.), 0-2 Kane (38.), 0-3 Christian Eriksen (60.), 1-3 Chicharito (65.), 2-3 Cheikhou Kouyaté (87.). Rautt spjald: Serge Aurier, Tottenham (70.). S’ton - Man. Utd. 0-1 0-1 Romelu Lukaku (20.). Man. City - C. Palace 5-0 1-0 Leroy Sané (44.), 2-0 Raheem Sterling (51.), 3-0 Sterling (59.), 4-0 Sergio Agüero (79.), 5-0 Fabian Delph (89.). Swansea - Watford 1-2 0-1 Andre Gray (13.), 1-1 Tammy Abraham (56.), 1-2 Richarlison (90.). Stoke - Chelsea 0-4 0-1 Álvaro Morata (2.), 0-2 Pedro (30.), 0-3 Morata (77.), 0-4 Morata (82.). Everton - B’mouth 2-1 0-1 Joshua King (49.), 1-1 Oumar Niasse (77.), 2-1 Niasse (82.). Burnley - Huddersfield 0-0 Leicester - Liverpool 2-3 0-1 Mohamed Salah (15.), 0-2 Philippe Coutinho (23.), 1-2 Shinji Okazaki (45+3.), 1-3 Jordan Henderson (68.), 2-3 Jamie Vardy (69.). Brighton - Newcastle 1-0 1-0 Tomer Hamed (51.). FÉLAG L U J T MÖRK S Man. City 6 5 1 0 21-2 16 Man. Utd 6 5 1 0 17-2 16 Chelsea 6 4 1 1 12-5 13 Tottenham 6 3 2 1 10-5 11 Liverpool 6 3 2 1 12-11 11 Watford 6 3 2 1 9-10 11 Huddersf. 6 2 3 1 5-3 9 Burnley 6 2 3 1 6-5 9 Newcastle 6 3 0 3 6-5 9 West Brom 5 2 2 1 4-4 8 S’oton 6 2 2 2 4-5 8 Arsenal 5 2 1 2 7-8 7 Brighton 6 2 1 3 5-7 7 Everton 6 2 1 3 4-11 7 Swansea 6 1 2 3 3-7 5 Stoke 6 1 2 3 5-10 5 Leicester 6 1 1 4 9-12 4 West Ham 6 1 1 4 6-13 4 Bournem. 6 1 0 5 4-11 3 Cry. Palace 6 0 0 6 0-13 0 Okkar menn Íslendingar í efstu tveimur deildunum í Englandi Everton Gylfi Þór Sigurðsson Lék allan leikinn þegar Everton vann langþráðan sigur á Bournemouth. Þetta var í fyrsta sinn sem Gylfi fagnar sigri í búningi Everton. Cardiff City Aron Einar Gunnarsson Var á sínum stað í byrj- unarliði Cardiff sem vann 1-2 útisigur á Sunderland. Cardiff er í 3. sæti ensku B-deildarinnar með 20 stig, jafn mörg og liðin fyrir ofan. Reading Jón Daði Böðvarsson Tryggði Reading stig gegn Hull eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Jafnaði metin þremur mínútum fyrir leikslok. Aston Villa Birkir Bjarnason Sat allan tímann á vara- mannabekk Aston Villa sem bar sigurorð af Nottingham Forest, 2-1, á Villa Park. Bristol City Hörður B. Magnússon Kom ekkert við sögu í markalausu jafntefli Bristol City og Norwich. Burnley Jóhann Berg Guðm. Kom inn á sem varamaður á 77. mínútu í markalausu jafntefli við Huddersfield á heimavelli. Óvænta hetjan Oumar Niasse fagnar sigurmarki sínu gegn Bournemouth. Senegalinn skoraði bæði mörk Everton í leiknum. FRÉTTABLAðið/NORDiCHPOTOS/GETTy Eftir að hafa spilað einn hálfleik á undirbúningstímabilinu tjáði Koeman Niasse að hann hefði ekki not fyrir hann. Niasse fékk ekki treyjunúmer, var skipað að æfa með varaliðinu og var ekki einu sinni aðgang að skáp í búningsklefa þess. Niasse fór á láni til Hull City um mitt síðasta tímabil og gerði ágæta hluti. Sem kunnugt er byrjaði Everton þetta tímabil skelfilega og virtist fyr- irmunað að skora. Koeman keypti fullt af leikmönnum í sumar en fyllti ekki skarðið sem Romelu Lukaku skildi eftir sig. Koeman var orðinn það örvænt- ingarfullur að hann kyngdi stolt- inu og hóaði í Niasse sem þakkaði traustið með tveimur mörkum í 3-0 sigri á Sunderland í deildabikarnum á miðvikudaginn. Í stöðunni 0-1 í leiknum gegn Bournemouth veðjaði Koeman aftur á Niasse sem dró Everton- liðið að landi. Það skyldi aldrei vera að maðurinn sem var jaðarsettur og niðurlægður af Koeman bjargi starfi hans og keyri tímabilið hjá Everton í gang. ingvithor@365.is 2 5 . s e p t e m b e r 2 0 1 7 m Á N U D A G U r14 s p o r t ∙ f r É t t A b l A ð i ð 2 5 -0 9 -2 0 1 7 0 4 :2 7 F B 0 4 0 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D D 3 -5 2 B 0 1 D D 3 -5 1 7 4 1 D D 3 -5 0 3 8 1 D D 3 -4 E F C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 4 0 s _ 2 4 _ 9 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.