Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.09.2017, Qupperneq 32

Fréttablaðið - 25.09.2017, Qupperneq 32
Merkisatburðir Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Guðný Sigurgísladóttir lést 15. september sl. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju 27. september kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Sunnuhlíðarsamtökin. Ástþór Gíslason Erla Gunnarsdóttir Hrafnkell S. Gíslason Ragnheiður D. Gísladóttir Hólmfríður Gísladóttir Kristín Erla Boland barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, sonur, bróðir og mágur, Sigurgeir Óskar Owen Haraldsson lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut laugardaginn 16. september. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju miðvikudaginn 27. september klukkan 13.00. Ína Owen Valsdóttir Sigurbjörg H. Sigurgeirsdóttir Áróra Rut Owen Guðmundur B. Sigurgeirsson Haraldur Owen Þorbjörg Finnbogadóttir Sigurbjörg F. Óskarsdóttir Brynjólfur Gestsson systkini og fjölskyldur þeirra. Hver er maðurinn? Derek Mundell fæddist í Englandi 1951 og flutti til Íslands 1976. Hann starfaði við vísindi, iðnað, vöruþróun og markaðsmál framan af. Fyrir 30 árum vaknaði ástríða hans fyrir vatnslitamálun og hófst þá nýtt tímabil. Hann hefur bæði lært og kennt vatnslitun síðan og árið 2011 lauk hann þriggja ára námi í listasögu við HÍ. Gamburmosinn og margar fleiri tegundir mosa  í íslenskri náttúru njóta sín í vatnslitaverkum sem Derek Karl Mundell sýnir um þessar mundir í Gerðubergi í Breiðholti. „Ég vona að með sýningunni geti ég varpað nýju ljósi á mosann,“ segir listamaðurinn og held- ur áfram: „Ég hef búið hér í fjörutíu ár en lengst af vakti mosinn ekki athygli mína. Það var ekki fyrr en ég opnaði útvarpið í fyrra til að hlusta á Thor Vilhjálmsson lesa upp úr Grámosinn glóir. Hann las ákveðinn kafla þar sem tveir menn með fjóra hesta eru að ríða gegnum hraun og hann lýsti umhverfinu mjög myndrænt. Ég varð heillaður og ákvað að fara suður á Reykjanes, í hraun sem heitir Illa- hraun, nærri Bláa lóninu, og er alveg að hverfa undir grágræna mosann sem Thor lýsir svo fallega, það er gambur- mosi. Þarna tók ég myndir og skissaði heilan dag, fór svo aftur daginn eftir og drakk þetta umhverfi í mig.“ Derek kveðst hafa  málað fáeinar myndir í fyrra en flestar þó í sumar. Meðal annars hafi hann sótt mynd- efnið í Svínahraun, í grennd við Litlu kaffistofuna, og líka í Berserkjahraun við Stykkishólm. „Sýningin er byggð upp á myndum sem ég tók í alla vega veðri: stundum var sólskin, stundum skýjað, stundum nýbúið að rigna og þá breytir mosinn um lit. Ég reyni að ná þessum blæbrigðum á pappír með vatnslitunum. Mosamyndirnar eru margar hverjar stórar, eða allt upp í 1,40 á breidd. „Það hafa margir málað mosa með olíu- litum,“ segir Derek.  „En ég veit ekki um marga sem hafa beitt vatnslitum á hann.“ gun@frettabladi.is Thor Vilhjálmsson kenndi mér að meta mosann Gróður elds og ísa nefnist myndlistarsýning í Gerðubergi í Reykjavík. Þar getur að líta vatnslitaverk eftir listamanninn Derek Karl Mundell. Þó hann hafi búið á Íslandi í fjöru- tíu ár uppgötvaði hann þetta myndefni fyrst í fyrra og vill nú varpa nýju ljósi á mosann. Mundell skissar hinar myndrænu hliðar mosa í hrauni. Eldur geisar undir. Grámosinn glóir. 1850 Fyrsta heildarlöggjöf um erfðir gengur í gildi á Íslandi og samkvæmt henni skulu dætur njóta sama réttar til arfs og synir. 1939 Bresk njósnaflugvél nauðlendir á Raufarhöfn. 1958 Fyrsti breski togarinn er tekinn við ólöglegar veiðar innan hinnar nýju tólf mílna landhelgi Íslendinga. Það eru varðskipin Óðinn og María Júlía sem hjálpast að við það. Togarinn nefnist Paynter og honum er sleppt aftur að skipun dómsmálaráðuneytisins. 1975 Lagarfossvirkjun er vígð og tvöfaldast raforkufram- leiðsla í Austfirðingafjórðungi er hún tekur til starfa. 2003 Jarðskjálfti sem mælist átta stig á Richter ríður yfir japönsku eyjuna Hokkaídó. Eldur kom upp í Höfða þennan mánaðardag árið 2009. Borgarstarfsmenn dreif að úr skrifstofum í Borgartúni og lögreglumenn lögðu hönd á plóginn ásamt sendibílstjórum við að bera verðmæti út. Á meðan sinnti slökkviliðið eldinum sem komið hafði upp á háaloftinu og tókst að ráða niður- lögum hans á um það bil klukkustund. Talsverðar skemmdir urðu á ytra byrði hússins en öllu var bjargað innan úr því, meðal annars gestabók frá leiðtoga- fundi Reagans og Gorbatsjovs árið 1986 og málverkum eftir þekktustu málara landsins. Fyrr um daginn hafði verið opið hús í Höfða til að minnast þess að hundrað ár voru liðin frá því fyrst var flutt inn í húsið. Höfði var byggður á Félagstúni fyrir franska konsúlinn Jean- Paul Brillouin. Einar Benediktsson bjó þar um tíma og Matthí- as Einarsson læknir á öðru tímabili. En Höfði drabbaðist niður og var bústaður útigangsmanna þegar Reykjavíkurborg gerði hann að móttökuhúsi sínu. Þ ETTa G E R ð I ST : 2 5 . S E p T E M B E R 2 0 0 9 Eldur kviknaði í háalofti Höfða Thor Vilhjálmsson. Grámosinn glóir 1986 Tveir menn, fjórir hestar. Blásnir melar með lyngþúfum og mosaþembum ískotnum hreindýramosa, og hvítnar af; hvítnandi rætur, naktar rætur ofan á mold; grjót með skellum af skóf. Og hreindýramosinn lýsir um- hverfis hið næsta, ljósgráhvítur með fjólubláfölum tilbrigðum. Ofar kom í mýri með grashólmum. Þar eru seytlur og dý með mosa, og snarrót. Fífusund. Enn ofar lækur sem rennur um móa, ofan við lynggróna brekku. Lækurinn hverfur stundum, og kemur svo frussandi út með lágu murri og slitnu hjali. (…) Dropar í dýjamosa titra, glitra eins- og smágerð djásn. 2 5 . s e p t e m b e r 2 0 1 7 m Á N U D A G U r16 t í m A m ó t ∙ F r É t t A b L A ð i ð tímamót Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@365.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. 2 5 -0 9 -2 0 1 7 0 4 :2 7 F B 0 4 0 s _ P 0 3 7 K _ N Ý.p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D D 3 -6 1 8 0 1 D D 3 -6 0 4 4 1 D D 3 -5 F 0 8 1 D D 3 -5 D C C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 4 0 s _ 2 4 _ 9 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.