Fréttablaðið - 06.10.2017, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 06.10.2017, Blaðsíða 26
Brynhildur Björnsdóttir brynhildur@365.is Nú er haustið svo sannarlega farið að láta til sín taka með fallegustu litapallettu nátt- úrunnar og stórkostlega skemmti- legum efniviði í alls kyns handverk og föndur sem öll fjölskyldan getur dundað sér við saman. Hér er náttúrlega átt við haustlaufin sem hrynja nú af trjánum og bíða þess að einhver nýti þau til að gera eitthvað fallegt. Haustlaufin eru ólík að lit, lögun og áferð og svo er til nóg af þeim svo það er allt í lagi að gera tilraunir með efniviðinn. Þá er ekki verra að nýta aðrar afurðir haustlitanna eins og rauða og hvíta berjaklasa, greinar og sprek, köngla og fleira til að búa til hauststemm- ingar eða vetrarskraut. Myndir: Það er bæði hægt að ramma laufin inn eins og þau eru en líka búa til myndir úr þeim, til dæmis af dýrum eða öðrum trjám. Um að gera að leyfa hugmynda- fluginu að ráða. Til þess er best að hafa límstifti, hvít eða lituð blöð og fallega ramma. Óróar: Saumið eða þræðið haust- lauf upp á tvinna og hengið til skrauts. Bæði er hægt að nota prik til að gera óróann lagskiptari en líka bara hengja laufin á grein úr garð- inum og hengja á vegginn. Bæði er hægt að velja saman ólík lauf og liti en svo er líka fallegt að velja svipuð lauf, eða lauf sem eru svipuð á litinn og ólík í laginu eða öfugt. Máluð lauf: Laufin má líka mála og skreyta með ýmsum hætti. Það má bæði mála laufin í alls konar litum og mála á þau mynstur. Þá finnst sumum gaman að þekja þau með glimmeri á meðan öðrum finnst nóg að láta rétt stirna á laufin í réttu ljósi. Þrykk: Hin fullkomna jólagjöf handa afa og ömmu er innrömmuð mynd, borðdúkur, taupoki eða púði sem barnabörnin hafa handþrykkt á fallegt mynstur úr haustlaufum. Best er að kaupa téðan efnivið úr einlitu efni eða lérefti (nema náttúr- lega þau sem geta líka saumað það sem þrykkja á). Hægt er að nota hvaða föndurmálningu sem er. Best er að mála laufið að neðan og passa að allur flöturinn sé þakinn. Ef þrykkja á á pappír er best að smyrja þunnt en efni dregur meira í sig svo þá má málningin vera þykk- ari. Setjið síðan máluðu hliðina á laufinu niður á efnið eða pappírinn, setjið blað yfir og þrýstið eða látið eitthvað þungt ofan á í smástund. Ef þið eigið þrykkrúllu eða eitt- hvað sem gæti virkað sem slík er það ennþá betra. Gott er að æfa sig nokkrum sinnum á pappír til að finna út hvernig best er að þrýsta og hversu mikla málningu er óhætt að nota. Haustlauf til heimilisprýði Haustið er uppáhaldsárstíð margra, ekki síst vegna litfegurðarinnar sem þá ræður ríkjum. Kjörið að efna til föndurstundar með fjölskyldunni í rökkrinu og leyfa haustlaufunum að njóta sín. Laufaföndur er skemmtilegt fyrir alla fjölskylduna. Það er hægt að leika sér með haustlaufin á ýmsan hátt. Viltu kaupa fasteign á Spáni? M a s a I n t e r n a t i o n a l - m a s a i c e l a n d @ g m a i l . c o m - w w w. m a s a i n t e r n a t i o n a l . c o m MASA International hefur starfað á fasteignamarkaði á Spáni frá árinu 1981 og hjálpað mörgum fjölskyldum að finna sína draumaeign í sólinni. Kynningarfulltrúar MASA á Íslandi, Jón Bjarni: 896 1067 - Jónas: 842 1520 Kynning á fasteignum og skoðunarferð til Costa Blanca á Spáni, þar sem draumaeignina þína gæti verið að finna. 7. október nk. verður kynning á eignum á Costa Blanca ströndinni. Kynningin er frá kl. 14 – 17 á Hotel Centrum, Aðalstræti 16, Reykjavík. il f i i a s a I n t e r n a t i o n a l - a s a i c e l a n d g a i l . c o - . a s a i n t e r n a t i o n a l . c o ASA International hefur starfað á fasteigna arkaði á Spáni frá árinu 1981 og hjálpað örgu fjölskyldu að finna sína drau aeign í sólinni. Kynningarfulltrúar ASA á Íslandi, Jón Bjarni: 896 1067 - Jónas: 842 1520 Kynning á fasteignu og skoðunarferð til Costa Blanca á Spáni, þar se drau aeignina þína g ti verið að finna. 7. október nk. verður kynning á eignu á Costa Blanca ströndinni. y i i er fr kl. 14 – 17 otel e tr , A lstr ti 16, eykj vík. 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 6 . o K tÓ B e R 2 0 1 7 F Ö S T U DAG U R 0 6 -1 0 -2 0 1 7 0 4 :4 1 F B 0 6 4 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D E A -9 2 D 8 1 D E A -9 1 9 C 1 D E A -9 0 6 0 1 D E A -8 F 2 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 6 4 s _ 5 _ 1 0 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.