Fréttablaðið - 06.10.2017, Síða 4

Fréttablaðið - 06.10.2017, Síða 4
Leiðrétting Lögmaður breska félagsins Advanced Marine Services hér á Íslandi heitir Bragi Dór Hafþórsson og er því ekki Birgisson eins og ranglega sagði í blaðinu í gær. AMS er félagið sem hyggst ná verðmætum úr flaki þýska skipsins SS Minden. VETRARSÝNING JEEP Umboðsaðili Alfa Romeo, Chrysler, Dodge, Fiat, Fiat Professional, Jeep og Ram Trucks á Íslandi - Þverholti 6 270 Mosfellsbær - s. 534 4433 - www.isband.is - isband@isband.is - Opið virka daga 10-18 - Laugardaga 12-16 JEEP SÝNING LAUGARDAGINN 7. OKTÓBER OPIÐ 12 - 17 ® ® Í OKTÓBER FYLGJA 33” DEKK ÖLLUM NÝJUM VERÐ FRÁ 8.490.000.- SÝNUM EINNIG 35” BREYTTAN. skipuLagsmáL „Ég mótmæli harðlega þeim svívirðilegu gjörðum að ætla að fara að reisa hótel ofan á beinum for- feðra okkar í Víkurkirkjugarði,“ segir Steinunn Steinars í einu þeirra bréfa sem borist hafa Reykjavíkurborg vegna áforma um nýtt 160 herbergja hótel á Landsímareitnum. Flestum sem senda inn athuga- semdir rennur til rifja að heimila eigi að rífa viðbyggingu frá 1967 framan við Landsímahúsið og leyfa þar í staðinn nýbyggingu með kjall- ara ofan í grafreitinn í svokölluðum Víkurgarði þar sem fólk var grafið allt frá því skömmu eftir landnám og fram á nítjándu öld. „Póstur og sími leitaðist eftir sam- bærilegri stækkun til suðurs 1966 með kjallara, en ríkisstjórnin bannaði þá framkvæmd. Ekki er vitað til þess að sú ákvörðun hafi verið afturkölluð. Ef Reykjavíkurborg tekst ekki að sýna fram á afturköllun ákvörðunarinnar stendur hún enn þann dag í dag,“ segir í bréfi Ragnars Aðalsteinssonar hæsta- réttarlögmanns fyrir hönd fimm manna hóps. Í þessum hópi eru Friðrik Ólafsson, fyrrverandi skrifstofustjóri Alþingis, séra Þórir Stephensen, fyrrverandi staðarhaldari í Viðey, Hjörleifur Stef- ánsson arkitekt, Þór Magnússon, fyrr- verandi þjóðminjavörður, og Helgi Þorláksson, sagnfræðingur og prófess- or emerítus við Háskóla Íslands. Í bréfi hópsins telur Ragnar Aðalsteinsson upp fjölmarga lagalega agnúa á því að af framkvæmdinni geti orðið. „Við sjáum fyrst hver viðbrögðin verða við þessum athugasemdum og síðan verður metið hvort farið verður í mál,“ segir Helgi Þorláksson. Slík málshöfðun yrði þá gerð af hálfu sóknarnefndar dómkirkjunnar sem einnig mótmælir hótelbygging- unni harðlega með yfirlýsingu. „Telji Reykjavíkurborg sig hafa heimildir til að ráðstafa landi kirkjugarðsins, þá skorar sóknarnefnd á hana að gera grein fyrir heimildum sínum,“ segir í yfirlýsingunni. Fjölmargir aðrir sendu inn athuga- semdir. „Bein voru flutt burt úr garðinum í fyrra, bæði leifar af beinagrindum en líka um 20 heillegar beinagrindur í heillegum kistum til að rýma fyrir hinni nýju byggingu sem er ætluð fyrir hótel. Meðferð af þessu tagi á þekktum kirkjugarði frá seinni öldum stríðir gegn venjum, almennum við- horfum, reglum og lögum,“ segir til dæmis í bréfi sjö manna hóps karla og kvenna sem Helgi Þorláksson tilheyrir reyndar einnig. Eftir mótmæli frá Alþingi var fallið frá því að hafa inngang nýja hótelsins frá Kirkjustræti í suðri og hafa hann þess í stað til vesturs í gegn um Víkur- garð að Aðalstræti. „Við mótmælum að Víkurgarður sé gerður að forgarði fyrirhugaðs hótels, það mun verða dauðadómur yfir garðinum sem almenningsrými,“ segir enn fremur í bréfi sjömenn- inganna sem kalla sig BIN hópinn – Björgum Ingólfstorgi og Nasa. „Mér sýnist þetta vera ein hringa- vitleysa allt saman, þessar hugmyndir með þetta hótel og aðkomuna að því,“ segir Þór Magnússon, fyrrverandi þjóðminjavörður. „Hér gefst kjörið tækifæri fyrir ráða- menn Reykjavíkurborgar að sýna fram á að þeir séu ekki jafn átakafælnir og þeim er oft núið um nasir þegar úrelt skipulag tekur af þeim völdin,“ segir í athugasemd frá Bolla Héðinssyni, hagfræðingi og háskólakennara, sem leggur áherslu á skipulagsleg rök eins og skuggavarp. „Ekki ætti að þurfa að fjölyrða um mikilvægi Austurvallar sem staðar fyrir almenning að koma saman á og njóta þeirrar sólar sem þar býðst.“ Athugasemdirnar sem bárust voru lagðar fram til kynningar á síðasta embættisfundi skipulagsfulltrúa Reykjavíkur ásamt tillögu hönnuða um byggingu hótelsins en málið á enn eftir að koma til ákvörðunar í hinu pólitíska umhverfis- og skipulagsráði borgarinnar. gar@frettabladid.is Fyrrverandi embættismenn sameinast gegn hóteli á grafreit Mér sýnist þetta vera ein hringa­ vitleysa allt saman, þessar hugmyndir með þetta hótel og aðkomuna að því. Þór Magnússon, fyrrverandi þjóð- minjavörður Rífa á viðbyggingu sem reist var 1967 og byggja nýtt hús sem nær dýpra ofan í grafreitinn. FRéttablaðið/anton bRink Fyrirkomulag hér á landi við meðferð umsókna um alþjóðlega vernd er á ystu nöf. Reimar Pétursson, formaður Lög- mannafélagsins Prófessor emerítus, fyrr- verandi skrifstofustjóri Alþingis og fyrrverandi þjóðminjavörður eru meðal þeirra sem gagn- rýna Reykjavíkurborg harðlega vegna áforma um að heimila hótel- byggingu á fornum graf- reit við Landsímahúsið. mannréttindi Skiptar skoðanir eru  meðal lögmanna  um ályktun fundar Lögmannafélagsins í gær. Í ályktuninni segir að málsmeð- ferð umsókna um alþjóðlega vernd hér á landi kunni að brjóta gegn grundvallarréttindum hælisleit- enda og er skorað á dómsmálaráð- herra að tryggja hælisleitendum raunhæf réttarúrræði, aðgang að sjálfstætt starfandi lögmanni frá upphafi málsmeðferðar sem verði greidd úr ríkissjóði. Ályktunin var samþykkt með yfirgnæfandi meiri- hluta fundarmanna. Ekki eru þó allir lögmenn jafn sáttir. „Ég gerði athugasemd við að bera eigi upp tillögu um ákveðna lífsskoðun en Lögmannafélagið er félag með skylduaðild en ekki lífs- skoðunarfélag,“ segir Jón Magnús- son hæstaréttarlögmaður. Hann telur nærtækara að lögmenn sem vinna fyrir hælisleitendur láti reyna á þessi meintu grundvallarréttindi fyrir dómi. Lögmaðurinn Einar Sveinn Hálf- dánarson tekur í sama streng. „Þetta er plagg sem væri samið í stjórn- málaflokki,“ segir Einar og bendir á dóma Mannréttindadómstóls Evrópu um að skylduaðildarfélög megi ekki taka pólitíska afstöðu. Það brjóti gegn tjáningar- og skoð- anafrelsi félagsmanna. Reimar Pétursson, formaður Lög- mannafélagsins, segir miður að ein- hverjir séu ósammála ályktuninni. „Ég hélt að lögmenn gætu verið sammála um að allir ættu að geta notið aðstoðar lögmanns. Ég hefði haldið að það væri málefni sem ætti ekki að gefa tilefni til mikilla innanfélagsdeilna.“ – aá Lögmannafélagið krefst betri réttarverndar fyrir hælisleitendur kosningar Lilja Alfreðsdóttir þing- maður og Lárus Sigurður Lárusson lögmaður leiða lista Framsóknar- flokksins í höfuðborginni. Lilja syðra en Lárus nyrðra. Listinn var samþykktur á fundi í gærkvöldi. Jafnframt vekur athygli að Birgir Örn Guðjónsson, Biggi lögga, skipar þriðja sæti listans í Reykjavík suður. Listi Framsóknarflokksins í Suð- vesturkjördæmi var samþykktur á aukakjördæmisþingi og svo birtur í gær. Fyrsta sætið skipar fyrrverandi þingmaðurinn og knattspyrnuþjálf- arinn Willum Þór Þórsson, en hann vermdi annað sæti listans í fyrra. Gunnar Bragi Sveinsson, fyrrver- andi ráðherra Framsóknarflokksins, ætlar einnig í framboð, þó fyrir Mið- flokkinn. Það fullyrti Morgunblaðið í gær. Ljóst er að Gunnar Bragi mun hins vegar ekki leiða lista Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi en í því odd- vitasæti sat hann fyrir Framsóknar- flokkinn. Bergþór Ólason, sem var aðstoðarmaður Sturlu Böðvarssonar þegar hann var samgönguráðherra, mun taka oddvitasæti Miðflokksins í kjördæminu. – þea Framboðslistar farnir að skýrast Willum Þór leiðir Framsóknarmenn í kraganum. FRéttablaðið/Daníel 6 . o k t ó b e r 2 0 1 7 F Ö s t u d a g u r4 F r é t t i r ∙ F r é t t a b L a ð i ð 0 6 -1 0 -2 0 1 7 0 4 :4 1 F B 0 6 4 s _ P 0 6 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D E A -6 6 6 8 1 D E A -6 5 2 C 1 D E A -6 3 F 0 1 D E A -6 2 B 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 6 4 s _ 5 _ 1 0 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.