Fréttablaðið - 06.10.2017, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 06.10.2017, Blaðsíða 42
Er nokkuð skemmtilegra á laugardögum en að búa til góðan mat í eldhúsinu á meðan haustlægðirnar bylja á gluggum? Lambalæri er eðalmatur og nú er hægt að fá af nýslátruðu. Með því að hægelda lambalærið verður það mýkra og bragðmeira, sannkallaður veislumatur. Vel er hægt að slá upp fjölskyldu- matarboði með þessum rétti eða kalla á góða vini í mat. Hægeldað lambalæri þarf að vera í ofninum í sex klukkustundir. Vel er hægt að gleyma sér yfir góðri bók á meðan eða ganga í venjuleg heimilisstörf. Þessi uppskrift er miðuð við sex manns í mat. 1 lambalæri 6 hvítlauksrif Salt og pipar 3 ferskir rósmarínstilkar 1 laukur 3 gulrætur ½ sellerírót 2 lárviðarlauf 6 dl vatn Sósa með lærinu Soð frá steikinni 6 dl rjómi 1 msk. ferskt rósmarín, mjög smátt skorið 1 dl sojasósa 3 msk. rifsberjahlaup Salt og pipar Maizena-mjöl Gratíneraðar kartöflur með osti 12 kartöflur án hýðis 1 laukur 1½ fennel, smátt skorið 1½ msk. smjör Salt og pipar 1½ dl rjómi 2 dl sýrður rjómi 200 g rifinn ostur Grænmeti 1 krukka niðursoðinn smálaukur (borretan) 2 gulrætur Hægeldað lambalæri með gratíneruðum kartöflum Þegar haustið gengur í garð er upplagt að gera sér dagamun og borða góðan mat. Þyngri matur er jafnan á borðum þegar kvöldin verða dimm og þá er sjálfsagt að kveikja á kertum. Hægeldað lambalæri með gratíneruðum kartöflum og rótargrænmeti er veislumatur og kjörið á kvöldverðarborðið þegar hauströkkrið leggst yfir. 1 pakki strengjabaunir 1 poki grænkál 1 hvítlauksrif 2 msk. graslaukur 2 msk. olía 1 sítróna 1 msk. Dijon-sinnep Salt og pipar Aðferðin Hitið ofninn fyrir lamba lærið í 225°C. Kryddið lærið vel með salti, pipar og rósmaríni. Gerið göt í kjötið með hníf og stingið hvítlauksrifjum þar inn í. Skrælið gulrætur, sellerírót og lauk. Skerið í grófa bita og brúnið létt á pönnu í smávegis olíu. Setjið allt í eldfast form ásamt lárviðarlaufum og lærinu. Hellið vatni yfir. Setjið steikarmæli í þykkasta hluta kjötsins ef hann er til staðar. Mælirinn má ekki koma við bein. Setjið kjötið í ofninn og steikið þar til það fær á sig fallegan lit. Takið formið út og lækkið hitann í 65°C. Hafið ofnhurðina opna smá stund svo ofninn kólni fljótar. Setjið kjötið aftur inn og lokið ofninum. Nú má kjötið vera í friði í sex klukku- tíma. Þegar kjöthitamælir sýnir 65°C er lambið meðalsteikt. Ef óskað er eftir minna steiktu kjöti þarf mælirinn að sýna 60°C. Þegar kjötið hefur náð því hitastigi sem óskað er Elín Albertsdóttir elin@365.is Sýningin á vorlínu Balenciaga-merkisins var ein áhugaverð-asta sýningin í tískuvikunni í París, sem lauk síðasta mánudag. Þar mátti sjá ögrandi sköpun Georgíumannsins Demna Gvasalia, hönnunarstjóra Balenciaga og aðal- hönnuðar Vetements-merkisins. Gvasalia er sannarlega ófeiminn við að brjóta reglur og prófa nýja hluti, eins og sést meðal annars á endurhönnun hans á hinum alræmdu Crocs-skóm, sem hingað til hafa ekki verið taldir mikil tískuvara. Gvasalia býr til glænýjar samsetningar úr hlutum sem við þekkjum öll, en öðrum dettur ekki í hug að sameina. Á sýningunni mátti sjá mjög þykkbotna Crocs í neonlitum, föt og aukahluti með dollara- og evrumunstri, stórar og miklar handtöskur úr plasti með stórum endurskinsmerkjum, litlar töskur í skærum felulitum, pinnahæla þar sem pinnarnir standa út í allar áttir og eyrnalokka sem vægast sagt fanga augað. Óhefðbundnir aukahlutir Tískuhönnuðurinn Demna Gvaslaia fetaði ótroðnar slóðir á vorsýningu Balenciaga á nýafstaðinni tískuviku í París. Þessir eyrnalokkar eru ekki beint lág- stemmdir. NORDICPHOTOS/GETTY Er ekki kominn tími á stórar plast- handtöskur með endurskinsmerkj- um? NORDICPHOTOS/GETTY Pínulítið öðruvísi pinnahælar. NORDICPHOTOS/GETTY Neongulir þykkbotna Crocs. Sið- menningin hefur náð hápunkti. NORDICPHOTOS/GETTY Ekki víst að þessir felulitir hjálpi manni að hverfa. NORDICPHOTOS/GETTY Við kynnum til leiks tvo nýja farða úr Lingeri De Peau línunni, Aqua Nude og Cushion Farðarnir eru léttir og rakagefandi. 20% afsláttur af öllum vörum frá Guerlain. Guerlain sérfræðingur verður á staðnum og aðstoðar þig við að nna hinn fullkomna farða fyrir þig. Guerlain kynning í Lyfjum & heilsu, Kringlunni 5. – 8. október www.lyfogheilsa.is kringlunni skal pakka því inn í álpappír og það látið standa á borði þar til maturinn er tilbúinn. Krafturinn er notaður í sósuna. Setjið í pott og sjóðið niður þar til 2 dl verða eftir. Bætið þá við rjóma og rósmaríni og sjóðið upp aftur þar til soðið þykknar. Þá er sojasósu, rifs- berjahlaupi, salti og pipar bætt út í. Bragðbætið eftir þörfum og smekk. Hrærið maizena-mjöli saman við ef sósan á að vera þykkari. Til að gera gratíneraðar kartöflur eru þær skornar í þunnar sneiðar og raðað í eldfast mót. Steikið lauk, hvítlauk og fennel á pönnu og setjið síðan yfir kartöflurnar. Bragðbætið með salti og pipar. Hrærið saman sýrðum rjóma, rjóma og sinnepi. Hellið yfir kartöflurnar og bætið rifn- um osti yfir. Þær eru síðan bakaðar í 200°C heitum ofni í 50 mínútur. Grænmetið er allt sett á pönnu og hitað upp í olíu. Gulrótin er skorin í strimla. Setjið sinnep saman við ásamt sítrónusafa, smátt skornum graslauk og ólífuolíu. Bragðbætið með salti og pipar. 10 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 6 . O K TÓ B E R 2 0 1 7 F Ö S T U DAG U R 0 6 -1 0 -2 0 1 7 0 4 :4 1 F B 0 6 4 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D E A -9 2 D 8 1 D E A -9 1 9 C 1 D E A -9 0 6 0 1 D E A -8 F 2 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 6 4 s _ 5 _ 1 0 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.