Fréttablaðið - 06.10.2017, Blaðsíða 12
Frá yfirkjörstjórn
Suðvesturkjördæmis.
Auglýsing um viðtöku framboða og fleira.
Framboðsfrestur til alþingiskosninga, sem fram eiga að fara
þann 28. október 2017, rennur út kl. 12:00 á hádegi föstudaginn
13. október nk. Framboð í Suðvesturkjördæmi skal tilkynna skrif-
lega til yfirkjörstjórnar Suðvesturkjördæmis, sem veitir þeim
viðtöku í Íþróttahúsinu Kaplakrika í Hafnarfirði, föstudaginn
13. október 2017 milli kl. 10.00 og 12.00 fyrir hádegi.
Á framboðslista skulu vera nöfn 26 frambjóðenda, eða tvöfalt
fleiri frambjóðenda en nemur þingsætum í kjördæminu, hvorki
fleiri né færri.
Framboðslista skal og fylgja skrifleg yfirlýsing frá kjósendum í
Suðvesturkjördæmi um stuðning við listann og fyrir hvaða stjórn-
málasamtök listinn er boðinn fram. Tilgreina skal nafn meðmæl-
anda, kennitölu hans og heimili. Fjöldi meðmælenda skal vera
390 hið fæsta og eigi fleiri en 520. Sami kjósandi má ekki mæla
með fleiri en einum framboðslista. Komi það fyrir, verður
kjósandinn ekki talinn meðmælandi neins þeirra. Loks skal fylgja
skrifleg tilkynning frá frambjóðendum listans um það hverjir tveir
menn séu umboðsmenn listans.
Vakin er sérstök athygli á að afhenda skal yfirkjörstjórn frumrit
meðmælendalista. Til að flýta fyrir yfirferð og vinnslu er mælst til
þess að meðmælendalistar verði skráðir með rafrænum hætti á
þar til gerðu vefstæði á www.island.is áður en þeim er skilað til
yfirkjörstjórnar.
Fundur yfirkjörstjórnar til að úrskurða um gildi framboða,
þar sem umboðsmönnum framboðslista gefst kostur á að vera
viðstaddir, verður haldinn í Íþróttahúsinu Kaplakrika,
laugardaginn 14. október 2017, kl. 12.00 á hádegi.
Meðan kosning fer fram, laugardaginn 28. október 2017,
verður aðsetur yfirkjörstjórnar Suðvesturkjördæmis í Íþrótta-
húsinu Kaplakrika í Hafnarfirði, þar sem talning atkvæða fer
fram að loknum kjörfundi kl. 22:00. Fyrstu kjörkassar verða
opnaðir kl. 18:30 og hefst þá flokkun atkvæða.
3. október 2017.
Yfirkjörstjórn Suðvesturkjördæmis,
Ástríður Sólrún Grímsdóttir,
Huginn Freyr Þorsteinsson,
Helga Sigrún Harðardóttir,
Herdís Hallmarsdóttir,
Eysteinn Jónsson.
Bæjarhrauni 2 | Hafnarfirði | Sími: 4370000 | hafis@hafis.is
Komdu og fáðu rjómaís og laktósafrían vegan ís
Íslenskur ís með ítalskri hefð
Ábendingahnappinn má
finna á www.barnaheill.is
Ábendingahnappinn má
finna á www.barnaheill.is
Ábendingahnappinn má
finna á www.barnaheill.is
og fyrir. En ef við færum að rífast
hérna um persónu hvort annars,
þá skilar það í fyrsta lagi engu fyrir
pólitíkina og náttúrulega yrðum við
ekki sömu vinir á eftir,“ útskýrir Sig-
mundur.
Þórdís segist óska þess allra helst
að fá að ræða málefnin og pólitík
þessa daga fram að kosningum.
„Málefni og stöðu Sjálfstæðisflokks-
ins, hvað hefur hann gert, fyrir hvað
stendur hann, hvernig sér hann
samfélagið byggjast upp. Í hvað for-
gangsröðum við og hvernig sjáum
við fram á að eiga fjármuni til þess
að setja í mál sem ríkið ætlar að sjá
til að séu almennilega unnin. Það er
ekki bara gert með því að einblína
á útgjöldin, það þarf líka að búa til
verðmætin. Hver býr þau til? Hvað
er sanngjarnt að þeir sem búa þau
til haldi eftir fyrir sig? Þetta er oft
spurning um hvernig þú talar. Og
þá get ég alveg tekið undir með Sig-
mundi, ég held að fólk nenni miklu
frekar að hlusta á hvaða afstöðu við
tökum til ákveðinna mála, heldur en
hvaða persónulegu skoðun ég hef á
hinum eða þessum.“
Einn maður bjargaði úr hruninu
Talið berst að ferðaþjónustu, en
Þórdís segir mikla stefnumótunar-
vinnu hafa farið fram í ferðamálum
en það þurfi að gera betur. „Við erum
að taka á móti tveimur milljónum
ferðamanna og við erum að gera það
mjög vel, langflestir eru ánægðir. Það
er hins vegar mikið verk að vinna og
það sem skiptir máli í þessu er að við
horfum til langs tíma og við byggjum
upp framúrskarandi ferðaþjónustu-
land þar sem við verndum náttúruna
og höldum uppi góðum gæðum. Það
verður alltaf dýrt að koma til Íslands.
Ferðamenn eru ekki að koma hingað
eins og þeir koma til Alicante til að
fá ódýran bjór og liggja í sólinni. Það
er ekki mikil sól hérna og bjórinn
verður aldrei ódýr. Við verðum bara
að ganga út frá því,“ segir Þórdís.
Eitt af því sem verið er að vinna
þessa dagana eru þolmarkarann-
sóknir, þar sem verið er að kanna
efnahagsleg þolmörk, þolmörk á
náttúruna, en líka samfélagsleg
þolmörk. Þórdís segir að það muni
reyna fyrst á samfélagslegu þol-
mörkin en hins vegar þurfi líka að
ræða það hvað ferðaþjónustan hafi
gefið okkur. „Það er sagt að einn
maður hafi bjargað okkur upp úr
hruninu og það er ferðamaðurinn,“
segir Þórdís.
Krónan setji strik í reikninginn
Fjárlagafrumvarp fyrir 2018 gerir ráð
fyrir því að ferðaþjónustutengd starf-
semi verði færð úr neðra þrepi virðis-
aukaskatts í hið almenna í upphafi
árs 2019. Þau Sigmundur, Þórdís og
Björt hafa ólíkar skoðanir á þessum
fyrirætlununum.
„Ég er þeirrar skoðunar að það sé
ekki rétt að hækka virðisaukaskatt-
inn á ferðaþjónustuna núna,“ segir
Sigmundur og bætir við að ferða-
þjónustan búi núna við sterka krónu
og hætta sé á því að sá fókus sem
verið hefur á Íslandi færist annað.
Sigmundur leggur áherslu á að
fjárfesta þurfi verulega í innviðum
vegna þessa mikla vaxtar í ferða-
þjónustunni. „Menn hafa eytt mörg-
um árum í að ræða um það hvernig
eigi að taka gjald af ferðamönnum og
þá er kannski verið að tala um millj-
arð hér og milljarð þar en líta á sama
tíma fram hjá því að ferðamenn eru
auðvitað að skila milljörðum og
jafnvel tugum milljarða í ríkissjóð.
Þetta er fjármagn sem ekki kæmi ef
það væri ekki þessi mikli straumur
ferðamanna. Þar af leiðandi væri
eðlilegt að nýta eitthvað af því til
að byggja upp innviði. En það þarf
að gera meira en að laga salernisað-
stöðu og göngustíga og slíkt,“ segir
Sigmundur.
Hann segir að stjórnvöld þurfi að
búa til hvata fyrir verkefni sem eru
þess eðlis að þau bæti við upplifun
ferðamanna. Þar verði skipulagsyfir-
völd að koma að en líka ríkisstjórn
og Alþingi varðandi skattaumhverf-
ið. „Þessir aðilar verða að stuðla að
því að ferðaþjónustan geti nýtt með-
byrinn núna til þess að byggja upp
fjárfestingu til framtíðar og vonandi
mun ferðaþjónustan þá halda áfram
að skila okkur tekjum,“ segir Sig-
mundur og bætir við að það sé ekki
sjálfgefið að ferðamannastraumur-
inn hingað til lands verði áfram eins
og hann hefur verið.
Þórdís og Sigmundur eru sammála
um að stór hluti í framtíðarstefnu-
mótun sé að nýta landið allt betur.
„Og ef það tækist betur að fylgja því
eftir sem við unnum að, að koma
beinu flugi inn á Akureyri og Egils-
staði þá myndi það náttúrlega strax
hafa gríðarlega jákvæð áhrif,“ segir
Sigmundur.
Þórdís segir að það sé ekki spurn-
ing hvort, heldur hvenær þetta ger-
ist. Hingað til hafi verið unnið að
þessu með Flugþróunarsjóði, en á
endanum verði flugið að reka sig á
markaðslegum forsendum.
Ekkert „Back to the future-dæmi“
Björt segir það skipta miklu máli að
atvinnulífið starfi á jafnréttisgrund-
velli. „Það finnst mér mjög skiljanleg
krafa, og ég tek undir hana, að ferða-
þjónustan sé í hinu almenna skatt-
þrepi,“ segir Björt.
Kannanir hafa sýnt að allt upp
undir 80 prósent ferðamanna koma
hingað til þess að njóta náttúrunnar
og Björt segir að við verðum að vanda
okkur þegar kemur að ferðaþjónust-
unni. „Kolefnisfótsporið okkar er að
stækka og það er meira álag á landið
út af ferðaþjónustunni. en við getum
fundið leiðir og erum að finna leiðir
til þess að höndla með það. Ég vil
tala um framtíðarsýn í þessu sem er
ekki það löng framtíðarsýn; rafbíla-
væðingu samgangna. Bara það að
túristarnir hætti að nýta sér þessa
bílaleigubíla sem ganga fyrir jarð-
efnaeldsneyti myndi skila rosalegum
árangri í loftslagsmálum fyrir Ísland
og fyrir náttúruna og við værum ekki
að kaupa endalaust af jarðefnaelds-
neyti úti í heimi. Við eigum að vera
sjálfum okkur næg með orku. Þetta er
nálæg framtíð og gæti gerst á næstu
tíu árum,“ segir Björt. Þessir hlutir
skipti máli og sjálfkeyrandi bílar
skipti líka máli. „Það er ekki eitthvert
Back to the future-dæmi,“ segir Björt.
Opinberar stofnanir verði að huga að
þessum málum.
Þórdís segir mestu máli skipta að
tekjur Íslendinga af ferðaþjónust-
unni séu þegar gríðarlega miklar.
Hún segist þó ekki útiloka það að í
framtíðinni geti virðisaukaskattur á
ferðaþjónustu færst upp í almennt
þrep. En það sé ekki forgangsverkefni
í hennar huga.
„Þessi áform um að færa ferða-
þjónustuna í hið almenna þrep
voru ekki mín hugmynd. Þau urðu
ekki til á mínu borði. Ég var upp-
tekin í öðru og fyrir mér var þetta
ekki stóra málið. Hins vegar er það
þannig að þegar þú starfar í ríkis-
stjórn þá gengur það út á að finna
málamiðlanir og þegar ráðherrar
leggja fram mál fer betur á því að
ráðherrar vinni mál saman en reyni
ekki að rífa hver annan niður,“ segir
hún. Hinn stóri veikleiki þessara
áforma sé sá að hækkun virðisauka-
skatts komi misjafnlega niður á mis-
munandi landsvæðum.
„Það er himinn og haf sem skilur
landsvæðin að,“ segir Þórdís og að
nýtingin sé miklu minni á Vest-
fjörðum, fyrir austan og fyrir norðan.
Sveitarfélögin komi að borðinu
Þau Þórdís, Sigmundur og Björt
leggja öll áherslu á að sveitarfélögin
taki virkan þátt í uppbyggingu ferða-
þjónustunnar á sínum svæðum. Þór-
dís bendir á að Alþingi hafi heimilað
sveitarfélögum að leggja á bílastæða-
gjöld í sínu landi. Þetta sé sjálfsagt
mál í hennar huga.
„Ég get ekki séð sanngirni í því að
útsvarsgreiðendur í litlum sveitar-
félögum séu að kosta bílastæði við
náttúruperlur. Markmiðið er að gera
sem flesta staði sjálfbæra, ekki bara
út frá umhverfissjónarmiðum heldur
líka efnahagslega. Það gerir þú með
sérgjöldum sem eru þjónustugjöld;
bílastæðagjöld, salernisgjöld eða
gjöld fyrir hvers konar uppbyggingu
sem þarf að fara í,“ segir Þórdís.
„Þú gleypir ekkert fílinn í heilu
lagi heldur tekurðu bita fyrir bita
og sveitarfélögin verða að hafa mis-
munandi tól sem þau nota á sínum
forsendum,“ bætir hún við. Sum
sveitarfélögin séu stór og með mörg
gistirými en ekki náttúruperlur.
Önnur sveitarfélög séu með náttúru-
perlur en ekki gistingu og í slíkum til-
fellum myndi gistináttagjaldið ekki
nýtast þeim. Enn önnur sveitarfélög
séu fámenn og þar sé erfitt að standa
undir framkvæmdum og fjármagna
þær.
Ekki réttindi að búa í miðbænum
Björt bendir á mikilvægi þess að
ferðaþjónustan sé ný stoð í íslensku
efnahagslífi og góð viðbót við
sjávar útveg og orkusölu. „Ég held að
Íslendingar átti sig á því að þetta var
það sem bjargaði okkur upp úr hrun-
inu. Hins vegar má sjá ruðningsáhrif
af ferðaþjónustunni, meðal annars í
því að leiga á íbúðum til ferðamanna
dregur úr framboði á íbúðum fyrir
unga kaupendur.
„Það vantar framboð á íbúðum.
Verðið hækkar út af skorti,“ segir
Björt. Hins vegar þurfi íbúðakaup-
endur á höfuðborgarsvæðinu að líta
til fleiri staða en bara miðborgarinn-
ar. Ég átti heima í miðbænum sem
ung kona og vildi ekki eiga heima
annars staðar,“ segir Björt. Þetta sé
að breytast í stórborgum erlendis þar
sem fólk leitar í úthverfi vegna mik-
illa verðhækkana í miðborgunum.
„Ég myndi líka vilja sjá það gerast í
Reykjavík. Og það er að gerast hægt
og hægt. En við verðum eiginlega líka
að segja að það eru ekkert endilega
mín mannréttindi, eða annarra, að
búa á Grettisgötunni. Það eru frábær
hverfi annars staðar í bænum, eins og
bara í Breiðholti.“
Ferðamenn eru ekki
að koma hingað
eins og þeir koma til Alicante
til að fá ódýran bjór og liggja
í sólinni.
Þórdís Kolbrún
Reykfjörð Gylfa-
dóttir iðnaðar-
ráðherra
Það eru ekkert
endilega mín
mannréttindi, eða annarra,
að búa á Grettisgötunni. Það
eru frábær hverfi
annars staðar í
bænum, eins
og bara í
Breiðholti.
Björt Ólafsdóttir
umhverfisráð-
herra
Stjórnmálamenn
hafa verið alltof
hræddir við að taka ákvarð-
anir eða gera eitthvað eða
segja eitthvað
sem orkar
tvímælis eða
gæti orðið
umdeilt.
Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson,
formaður
Miðflokks-
ins
6 . o k t ó b e r 2 0 1 7 F Ö S t U D A G U r12 F r é t t i r ∙ F r é t t A b L A ð i ð
0
6
-1
0
-2
0
1
7
0
4
:4
1
F
B
0
6
4
s
_
P
0
6
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
D
E
A
-7
5
3
8
1
D
E
A
-7
3
F
C
1
D
E
A
-7
2
C
0
1
D
E
A
-7
1
8
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
0
6
4
s
_
5
_
1
0
_
2
0
1
7
C
M
Y
K