Fréttablaðið - 06.10.2017, Side 42
Er nokkuð skemmtilegra á laugardögum en að búa til góðan mat í eldhúsinu á
meðan haustlægðirnar bylja á
gluggum? Lambalæri er eðalmatur
og nú er hægt að fá af nýslátruðu.
Með því að hægelda lambalærið
verður það mýkra og bragðmeira,
sannkallaður veislumatur. Vel
er hægt að slá upp fjölskyldu-
matarboði með þessum rétti eða
kalla á góða vini í mat. Hægeldað
lambalæri þarf að vera í ofninum í
sex klukkustundir. Vel er hægt að
gleyma sér yfir góðri bók á meðan
eða ganga í venjuleg heimilisstörf.
Þessi uppskrift er miðuð
við sex manns í mat.
1 lambalæri
6 hvítlauksrif
Salt og pipar
3 ferskir rósmarínstilkar
1 laukur
3 gulrætur
½ sellerírót
2 lárviðarlauf
6 dl vatn
Sósa með lærinu
Soð frá steikinni
6 dl rjómi
1 msk. ferskt rósmarín, mjög smátt
skorið
1 dl sojasósa
3 msk. rifsberjahlaup
Salt og pipar
Maizena-mjöl
Gratíneraðar
kartöflur með osti
12 kartöflur án hýðis
1 laukur
1½ fennel, smátt skorið
1½ msk. smjör
Salt og pipar
1½ dl rjómi
2 dl sýrður rjómi
200 g rifinn ostur
Grænmeti
1 krukka niðursoðinn smálaukur
(borretan)
2 gulrætur
Hægeldað lambalæri með
gratíneruðum kartöflum
Þegar haustið gengur í garð er upplagt að gera sér dagamun og borða góðan mat. Þyngri matur
er jafnan á borðum þegar kvöldin verða dimm og þá er sjálfsagt að kveikja á kertum.
Hægeldað lambalæri með gratíneruðum kartöflum og rótargrænmeti er
veislumatur og kjörið á kvöldverðarborðið þegar hauströkkrið leggst yfir.
1 pakki strengjabaunir
1 poki grænkál
1 hvítlauksrif
2 msk. graslaukur
2 msk. olía
1 sítróna
1 msk. Dijon-sinnep
Salt og pipar
Aðferðin
Hitið ofninn fyrir lamba lærið í
225°C. Kryddið lærið vel með salti,
pipar og rósmaríni. Gerið göt í kjötið
með hníf og stingið hvítlauksrifjum
þar inn í.
Skrælið gulrætur, sellerírót og lauk.
Skerið í grófa bita og brúnið létt á
pönnu í smávegis olíu. Setjið allt í
eldfast form ásamt lárviðarlaufum
og lærinu. Hellið vatni yfir. Setjið
steikarmæli í þykkasta hluta kjötsins
ef hann er til staðar. Mælirinn má
ekki koma við bein.
Setjið kjötið í ofninn og steikið þar
til það fær á sig fallegan lit. Takið
formið út og lækkið hitann í 65°C.
Hafið ofnhurðina opna smá stund
svo ofninn kólni fljótar. Setjið kjötið
aftur inn og lokið ofninum.
Nú má kjötið vera í friði í sex klukku-
tíma. Þegar kjöthitamælir sýnir 65°C
er lambið meðalsteikt. Ef óskað
er eftir minna steiktu kjöti þarf
mælirinn að sýna 60°C. Þegar kjötið
hefur náð því hitastigi sem óskað er
Elín
Albertsdóttir
elin@365.is
Sýningin á vorlínu Balenciaga-merkisins var ein áhugaverð-asta sýningin í tískuvikunni í
París, sem lauk síðasta mánudag.
Þar mátti sjá ögrandi sköpun
Georgíumannsins Demna Gvasalia,
hönnunarstjóra Balenciaga og aðal-
hönnuðar Vetements-merkisins.
Gvasalia er sannarlega ófeiminn
við að brjóta reglur og prófa nýja
hluti, eins og sést meðal annars
á endurhönnun hans á hinum
alræmdu Crocs-skóm, sem hingað
til hafa ekki verið taldir mikil
tískuvara. Gvasalia býr til glænýjar
samsetningar úr hlutum sem við
þekkjum öll, en öðrum dettur ekki í
hug að sameina.
Á sýningunni mátti sjá mjög
þykkbotna Crocs í neonlitum,
föt og aukahluti með dollara- og
evrumunstri, stórar og miklar
handtöskur úr plasti með stórum
endurskinsmerkjum, litlar töskur
í skærum felulitum, pinnahæla
þar sem pinnarnir standa út í allar
áttir og eyrnalokka sem vægast sagt
fanga augað.
Óhefðbundnir aukahlutir
Tískuhönnuðurinn Demna Gvaslaia fetaði ótroðnar slóðir
á vorsýningu Balenciaga á nýafstaðinni tískuviku í París.
Þessir eyrnalokkar eru ekki beint lág-
stemmdir. NORDICPHOTOS/GETTY
Er ekki kominn tími á stórar plast-
handtöskur með endurskinsmerkj-
um? NORDICPHOTOS/GETTY
Pínulítið öðruvísi pinnahælar.
NORDICPHOTOS/GETTY
Neongulir þykkbotna Crocs. Sið-
menningin hefur náð hápunkti.
NORDICPHOTOS/GETTY
Ekki víst að þessir felulitir hjálpi
manni að hverfa. NORDICPHOTOS/GETTY
Við kynnum til leiks tvo nýja farða úr
Lingeri De Peau línunni, Aqua Nude og Cushion
Farðarnir eru léttir og rakagefandi.
20% afsláttur af öllum vörum frá Guerlain.
Guerlain sérfræðingur verður á staðnum og aðstoðar
þig við að nna hinn fullkomna farða fyrir þig.
Guerlain kynning í Lyfjum & heilsu,
Kringlunni 5. – 8. október
www.lyfogheilsa.is
kringlunni
skal pakka því inn í álpappír og það
látið standa á borði þar til maturinn
er tilbúinn.
Krafturinn er notaður í sósuna.
Setjið í pott og sjóðið niður þar til 2
dl verða eftir. Bætið þá við rjóma og
rósmaríni og sjóðið upp aftur þar til
soðið þykknar. Þá er sojasósu, rifs-
berjahlaupi, salti og pipar bætt út í.
Bragðbætið eftir þörfum og smekk.
Hrærið maizena-mjöli saman við ef
sósan á að vera þykkari.
Til að gera gratíneraðar kartöflur
eru þær skornar í þunnar sneiðar
og raðað í eldfast mót. Steikið lauk,
hvítlauk og fennel á pönnu og setjið
síðan yfir kartöflurnar. Bragðbætið
með salti og pipar. Hrærið saman
sýrðum rjóma, rjóma og sinnepi.
Hellið yfir kartöflurnar og bætið rifn-
um osti yfir. Þær eru síðan bakaðar í
200°C heitum ofni í 50 mínútur.
Grænmetið er allt sett á pönnu og
hitað upp í olíu. Gulrótin er skorin
í strimla. Setjið sinnep saman við
ásamt sítrónusafa, smátt skornum
graslauk og ólífuolíu. Bragðbætið
með salti og pipar.
10 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 6 . O K TÓ B E R 2 0 1 7 F Ö S T U DAG U R
0
6
-1
0
-2
0
1
7
0
4
:4
1
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
D
E
A
-9
2
D
8
1
D
E
A
-9
1
9
C
1
D
E
A
-9
0
6
0
1
D
E
A
-8
F
2
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
A
F
B
0
6
4
s
_
5
_
1
0
_
2
0
1
7
C
M
Y
K