Fréttablaðið - 10.10.2017, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 10.10.2017, Blaðsíða 40
En er eplaedik eins stórkostlegt og við viljum vera láta? Getur notkun þess og neysla verið í besta falli tímaeyðsla og í versta falli skaðleg heilsunni? CNN frétta­ stofan gerði á dögunum úttekt á þeim rannsóknum sem hafa verið gerðar á gagnsemi eplaediks og birti niðurstöður þeirra. Þyngdartap Eplaedik hefur löngum þótt gott í baráttunni við aukakílóin þar sem það er talið auka brennslu. Sam­ kvæmt japönskum rannsóknum á 175 einstaklingum í ofþyngd sem breyttu engu í mataræði sínu öðru en að bæta eplaediki við matseðilinn varð niðurstaðan sú að eplaedik virðist hafa áhrif á þyngdartap en ekki þannig að það geri neinn gæfumun. Tannhirða Sumir segja að það sé fátt betra til að hreinsa bletti af tönnum og gera þær hvítari en að nudda þær upp úr eplaediki. Flestir tannlæknar súpa hveljur við tilhugsunina um að nudda sýru á tennurnar þar sem sýran leysir upp glerunginn sem veldur tannskemmdum. Það er því alveg eins hægt að bursta tennurn­ ar upp úr kóki eins og eplaediki. Húð, hár og neglur Internetið heldur því fram að hægt sé að nota eplaedik á húðina til að stemma stigu við húðsýkingum og bólum, í hárið til að drepa lýs og losna við flösu, til að losna við vört­ ur og sporna við öldrun með því að lýsa aldursbletti á húð svo fátt eitt sé nefnt. Húðlæknar í Banda­ Eplaedik – Margir vilja halla sér að náttúrulegum lausnum á heimilisþrifavanda en þeim er ráðlagt að treysta ekki um of á sótthreinsunarmátt eplaediks. Ýmsir vilja frekar nota nátt- úrulegar snyrti- vörur og stóla þá á eplaedik til að hreinsa húðina en það er ekki endilega alltaf ákjósanlegt þar sem sýran í edikinu getur ert húðina. Eplaedik hefur löngum haft yfir sér næstum goðsagnakenndan blæ en ekki er ráðlegt að trúa öllu sem internetið segir, hvort sem um er að ræða eplaedik eða annað. undraefni eða ríkjunum viðurkenna að mögulega sé eplaedik sæmilega áhrifaríkt við að þurrka upp bólur og geti virkað vel gegn kláða og sviða af völdum skordýrabita og sólbruna en að það hafi lítil sem engin áhrif gegn lús og geti verið mjög skaðlegt að reyna að vinna á vörtum með eplaediki þar sem það brennir húðina. Heimilið Þar sem eplaedik getur haft sótt­ hreinsandi áhrif er það talinn góður náttúrlegur valkostur við hefðbundin heimilishreinsiefni. Sýran er góð gegn myglu en salt, sítrónusafi og lyftiduft hafa sömu áhrif og sumum finnst lyktin af því betri. Og sótthreinsiáhrifin eru almennt frekar ofmetin þar sem rannsóknir sýna að þó sumar bakt­ eríur þoli óblandað eplaedik frekar illa þá hefur það lítil áhrif á aðrar. Helst er mælt með því að nota epla­ edik til að hreinsa baðherbergið. Hósti og hálsbólga Faðir nútíma læknisfræði, Hippó­ hindurvitni? Eplaedik er náttúrulegt undraefni að mati sumra og hefur það orð á sér að vera gott fyrir heilsuna á alla lund, allt frá sótthreinsun á tann- burstum til minnkandi mittismáls. krates, notaði edik blandað hunangi til að lækna hálsbólgu og þrálátan hósta. Margir foreldrar halda að þessi blanda sé náttúru­ legur valkostur við hóstasaft og það má rétt vera. En miklu máli skiptir að blandan sé veik þar sem sýran í edikinu getur sært hálsinn og gert illt verra og einnig ert vélindað og aukið óþægindi af völdum bak­ flæðis. Hjartasjúkdómar og krabba- mein Rotta sem hefur áhyggjur af heils­ unni ætti endilega að fá sér sem mest af eplaediki. Rannsóknir sýna að edik hefur jákvæð áhrif á blóð­ þrýsting og kólesteról í nagdýrum sem fá fitu­ og kólesterólríkan mat. Einnig hægir eplaedik á vexti krabbameinsfrumna í sýnaskál á rannsóknarstofu. Engar sambæri­ legar rannsóknir hafa hins vegar verið gerðar á fólki og því hæpið að halda fram kraftaverkamætti eplaediks þegar kemur að hjarta­ sjúkdómum og krabbameini. 365.is Sími 1817 Tryggðu þér áskrift á aðeins 333 kr. á dag*9.990 kr. á mánuði *9.990.- á mánuði. 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 0 . O K TÓ B E R 2 0 1 7 Þ R I ÐJ U DAG U R 1 0 -1 0 -2 0 1 7 0 5 :5 1 F B 0 6 4 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D E F -4 D C 4 1 D E F -4 C 8 8 1 D E F -4 B 4 C 1 D E F -4 A 1 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 6 4 s _ 9 _ 1 0 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.