Fréttablaðið - 10.10.2017, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 10.10.2017, Blaðsíða 44
FÓTBOLTI „Það er svolítið erfitt að tala núna því maður hugsar bara í tilfinningum en ekkert með hausnum,“ sagði sigurreifur og glaður Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta, eftir sigurinn á Kósóvó í gærkvöldi sem fleytti strákunum okkar á HM 2018 í Rússlandi. Ísland á HM í fyrsta sinn. Íslensku strákarnir tóku I-riðilinn með trompi og enduðu í efsta sæti. Riðilinn má auðveldlega kalla þann sterkasta í allri undankeppninni. „Fyrst og fremst er ég stoltur af strákunum. Við erum búnir að hrósa þeim fyrir samheldni og góða liðsheild í þessu verkefni og sérstak- lega fólkinu í kringum liðið. Svo ef við tökum þetta enn þá lengra hafa stuðningsmennirnir verið geggj- aður,“ sagði Heimir og hélt áfram: Ótrúlega stoltur „Ég er ótrúlega stoltur yfir að vera hluti af þessum geggjaða hópi sem er að afreka eitthvað sem ég held að við skiljum ekki alveg hvað er stórt. Ég held ég sé bara að segja einhverja bölvaða þvælu en ég er aðallega ótrúlega stoltur.“ Það voru ekki allir sem bjuggust við því að íslenska liðið gæti endur- tekið fyrri árangur enda liðið að ná ótrúlegum hæðum á EM á síðasta ári. „Ég vissi að þetta yrði erfitt því það er alltaf erfitt að byrja aftur eftir velgengni. Leikmenn náðu sér virkilega ekki á strik með sínum félagsliðum þannig að við vorum Var hvattur til að hætta Heimir Hallgrímsson kom Íslandi á Heimsmeistaramótið í fótbolta í gærkvöldi, fyrstur manna. Eftir allt partíið sem var í kringum EM í fyrra hvöttu meira að segja hans nánustu Eyjamanninn til að láta gott heita og gera eitthvað annað. Markaskorararnir Jóhann Berg og Gylfi fagna í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Þjóðirnar 17 sem eru komnar á HM 2018 Evrópa (8 af 13): Rússland, Belgía, Þýskaland, England, Spánn, Pólland, Ísland og Serbía. Suður-Ameríka (1 af 4): Brasilía. Asía (4 af 4): Íran, Japan, Suður- Kórea, Sádi-Arabía. Norður og Mið-Ameríka: (2 af 3): Mexíkó, Kosta Ríka. Afríka (2 af 5): Nígería, Egypta- land. Að auki verða tvö umspilssæti í keppni milli álfa. í basli til að byrja með en náðum samt úrslitum. Ég var samt alveg viss um að þetta ár yrði betra heldur en í fyrra vegna þess að við komumst í gegnum síðasta ár,“ sagði Heimir. Hefur haft kjark og þor Eyjamaðurinn tók miklum fram- förum sjálfur sem þjálfari í þessari keppni en það voru ekki allir vissir um að hann gæti haldið áfram að ná góðum árangri án Lars Lagerbäck og hvað þá að gera liðið betra. Hann hefur haft kjark og þor til að gera breytingar og flestar hafa virkað eins og staða liðsins endurspeglar. „Ég er gríðarlega stoltur af þeim ákvörðunum sem ég hef tekið en ég er ekki einn að taka þær. Við rífumst oft um þetta. Auðvitað hefur fleira heppnast heldur en ekki. Staða okkar segir það,“ sagði Heimir, sem var meira að segja hvattur til þess að láta gott heita með íslenska liðið og ekki taka áhættuna á að fara með allt í vaskinn. Hafði bullandi trú „Það voru margir sem sögðu mér að taka ekki við liðinu eftir alla þessa velgengni og þetta risastóra partí sem var í Frakklandi. Ég var spurður af hverju ég tæki ekki bara spila- peningana og færi að gera eitthvað annað. Það var fólk sem stóð mér nærri sem hvatti mig til að hætta en ég hafði bullandi trú á að við gætum tekið þetta lengra. Þetta lið er orðið betra en það var. Það er bara allt sem segir það; allur árangur. Við erum að vinna HM-riðil sem var sá sterkasti í þessari undankeppni. Við erum að gera verulega margt rétt,“ sagði Heimir Hallgrímsson. tomas@365.is Vilt þú vinna áritaðan skó frá Gylfa Sigurðssyni! Ísbúðin Hafis ætlar að gefa áritaða skó frá Gylfa Sigurðsyni Til að vera með og eiga möguleika á að vinna, þarf að fara á Facebooksíðu Hafís og lika og deila með opnum prófil. Ísbúðin Hafís • Bæjarhrauni 2 • Hafnarfirði Ég hafði bullandi trú á að við gætum tekið þetta lengra. Þetta lið er orðið betra en það var. Heimir Hallgrímsson 1 0 . O K T Ó B E R 2 0 1 7 Þ R I Ð J U D A G U R22 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 0 -1 0 -2 0 1 7 0 5 :5 1 F B 0 6 4 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D E F -3 5 1 4 1 D E F -3 3 D 8 1 D E F -3 2 9 C 1 D E F -3 1 6 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 6 4 s _ 9 _ 1 0 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.