Fréttablaðið - 10.10.2017, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 10.10.2017, Blaðsíða 13
S PÁN N Stjórnvöld í Frakk- landi munu ekki viðurkenna sjálf- stæði Katalóna frá Spáni fari svo að héraðsstjórn þeirra lýsi því yfir  á næstu dögum. Nathalie Loiseau, Evrópumála- ráðherra Frakka, staðfesti þetta í gær og ítrekaði skoðun stjórnvalda í Frakklandi um að leysa þurfi deil- una sem upp er komin með viðræð- um milli katalónskra og spænskra yfirvalda. Einhliða sjálfstæðisyfir- lýsing muni jafngilda brottrekstri úr Evrópusambandinu (ESB). Útlit er fyrir að forseti heimastjórnar Kata- lóníu, Carles Puigdemont, muni ávarpa katalónska þingið í dag og lýsa yfir sjálfstæði. – hg Katalónar fá ekki stuðning frá Frökkum BANDARÍKIN Donald Trump Banda- ríkjaforseti lýsti í gær yfir ánægju sinni með ákvörðun varaforsetans Mike Pence um að yfirgefa leik í bandarísku NFL-deildinni, ameríska fótboltanum, á sunnudag. Trump sagðist hafa hvatt Pence til að ganga út ef leikmenn neituðu að standa á meðan bandaríski þjóðsöngurinn var leikinn. Atvikið átti sér stað á leik Indi- anapolis Colts og San Francisco 49ers í Indiana, heimaríki Pence. Nokkrir leikmenn síðarnefnda liðsins ákváðu þá að krjúpa á kné og mótmæla þannig kynþáttahatri og harkalegum lögregluaðgerðum gegn minnihlutahópum í Banda- ríkjunum. Pence sagðist í kjölfarið ekki geta verið viðstaddur viðburð þar sem hermenn landsins og fáni væru virtir að vettugi. – hg Trump ánægður með Mike Pence sem rauk á dyr Donald Trump hvatti Pence til að ganga út af leiknum. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA Carles Puigdemont. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna al.is Öflug þjónusta við leigjendur Langtímaleiga Sveigjanleiki 24/7 Þjónusta Samstarf Almenna leigufélagsins og Securitas tekur til allra íbúa félagsins. Almenna leigufélagið býður viðskiptavinum sínum upp á hátt þjónustustig, langtímaleigu og sveigjanleika. Þannig tökum við þátt í að byggja upp faglegan og traustan leigumarkað. TYRKLAND Það andar köldu milli Bandaríkjanna og Tyrklands þessa dagana en bæði ríki hafa stöðvað vegabréfsáritanir til ríkisborgara hins. Tyrknesk yfirvöld biðluðu til þeirra bandarísku að endurskoða ákvörðun sína eftir að líran og hlutabréfamark- aðir hríðféllu í verði við fréttirnar. Deilurnar eiga rætur sínar að rekja til ársins í fyrra þegar valda- ránstilraun var gerð gegn Erdogan forseta. Tilraunin var gerð af hluta Tyrklandshers en 260 manns létust í átökunum og að minnsta kosti 2.196 slösuðust. Í kjölfarið fóru Tyrkir fram á að klerkurinn Fethullah Gülen yrði framseldur til landsins, frá Banda- ríkjunum, en yfirvöld í Tyrklandi telja hann hafa staðið að baki valda- ránstilrauninni. Bandaríkjamenn hafa hins vegar ekki viljað framselja klerkinn án sannanna þar að lútandi, þrátt fyrir formlega beiðni frá Tyrklandsforseta. Gülen, sem býr í borginni Saylors- burgh í Bandaríkjunum, neitar allri aðild. Í kjölfar valdaránstilraunarinnar voru þúsundir manna handteknar grunaðar um að tengjast byltingar- tilrauninni. Þeirra á meðal voru bandarískir ríkisborgarar. Þá hefur ekki bætt úr skák að Bandaríkin hafa stutt ýmsar sjálfstæðishreyf- ingar Kúrda. Upp úr sauð síðan í síðustu viku þegar Tyrkir handtóku Metin Topuz, tyrkneskan ríkisborgara sem starfaði í sendiráði Bandaríkjanna í Istanbúl. Var hann sakaður um að vera tengdur samtökum klerksins Gülens. Bandaríkjamenn brugðust við handtökunni á sunnudag með því að hætta að veita vegabréfsáritanir frá Tyrklandi. Skömmu síðar brugð- ust Tyrkir við með sömu aðgerð. Mikil óvissa ríkir varðandi hvað framtíðin ber í skauti sér í sam- skiptum ríkjanna. Staðan er hins vegar nánast óþekkt enda hafa löndin tvö, Bandaríkin og Tyrk- land, verið bandamenn lengi. Báðar þjóðir eru í NATO en þær eiga tvo fjölmennustu heri í bandalaginu. Erdogan hefur gegnt embætti forseta Tyrklands frá árinu 2014, en var forsætisráðherra frá árinu 2003. – jóe Andar köldu milli Bandaríkjanna og Tyrklands Deilan snýst meðal annars um Fethullah Gülen en Bandaríkjamenn hafa neitað að framselja hann til Tyrklands. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 11Þ R I Ð J U D A G U R 1 0 . O K T Ó B E R 2 0 1 7 1 0 -1 0 -2 0 1 7 0 5 :5 1 F B 0 6 4 s _ P 0 6 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D E F -1 C 6 4 1 D E F -1 B 2 8 1 D E F -1 9 E C 1 D E F -1 8 B 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 6 4 s _ 9 _ 1 0 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.