Fréttablaðið - 10.10.2017, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 10.10.2017, Blaðsíða 20
Bjarni Benediktsson svarar eigin spurningu á þessari síðu (10.10.) um hvort allt hafi verið betra á Íslandi áður fyrr. Skrifar að hann vildi frekar búa núna á Íslandi en á tímabilinu frá landnámi og fram undir okkar daga. Ekki skil ég svarið sem pólitísk rök. Það er jafn sjálfsagt og innihaldsrýrt og svar við því hvort maður vildi fremur nota nýjan bíl en Ford T-módel frá 1910. Bjarni spyr margra annarra spurninga, m.a. um heilbrigðisþjón- ustuna, velferðarkerfið, mennta- kerfið, jafnrétti, samgöngur, tækni, alþjóðlegt hjálparstarf og auðlindir. Af greininni má draga þá ályktun að við skipum okkur fremst meðal þjóða og getum verið stolt. Öll ber greinin með sér að höfundur lítur kerfisbundið fram hjá ótal stað- reyndum um alvarlega ágalla og skort innan þeirra málasviða sem hann velur sér. Hann virðist í litlu sambandi við napran raunveruleika mismununar, láglauna, lasinna vega, bótaskerðinga eða húsnæðisskorts, og hann horfir fram hjá stóru sprung- unum í heilbrigðisþjónustunni og gengst ekki einu sinni við fátæktinni sem því miður er nöturleg staðreynd. Vinstri hreyfingin – grænt fram- boð boðar umbætur til næstu fjögurra ára og svarar þannig ákalli almennings. Við teljum gerlegt að mynda félagshyggjustjórn sem fetar aðrar og betri leiðir en tvær síðustu ríkisstjórnir. Lykilatriði er að afla ríki og sveitarfélögum tekna hjá þeim sem sannarlega eru aflögu- færir, hlífa öðrum þegnum, færa fjármuni til þeirra og líka til marg- víslegra umbóta sem kallað er eftir en ekki stóð til að framkvæma sam- kvæmt fjármálastefnu síðustu ára. Í tveimur af tíu efstu tekjuflokkum landsmanna eru meðalárstekjur 11 til 18 milljónir kr. Það eru 54,8% allra tekna á landinu. Til samanburðar eru meðalárstekjur í neðsta flokki 318 þúsund kr. Í efsta flokki eru 20.860 einstakl- ingar með alls 339 milljarða í árstekj- ur. Aflögufært fólk? Fjármagnstekjur hafa verið um 95-100 milljarðar kr. á ári. Nálægt helmingur af þeim falla í hlut 1-2% fjármagnseigenda. Aflögu- fært fólk? Og enn fremur: Bankar og stór fyrirtæki eru flest afar vel haldin. Aflögufær? Umbætur næstu fjögur ár útheimta þor, yfirvegun, sanngirni og stöðugleika. Um leið má bæta eitt og annað í ríkisrekstrinum. VG er í stakk búið til að leiða nauðsyn- lega vinnu til úrbóta undir traustri forystu Katrínar Jakobsdóttur, í samvinnu við þá sem ná saman um samfélagslegar lausnir í áföngum. Er mest allt í góðu lagi? Ari Trausti Guðmundsson í 1. sæti á lista VG í Suðurkjör- dæmi Áratugum saman hefur í ræðu og riti verið lýst eftir því að atkvæði landsmanna skuli vega jafnt, hvar á landinu sem þeir búa. Hið sama skuli gilda um Jón og séra Jón. Flestir þeir sem valdir voru á stjórnlagaþing í allsherjarat- kvæðagreiðslu í nóvember 2010 til þess að endurskoða stjórnar- skrá Íslands voru manna á meðal sagðir vera af höfuðborgarsvæðinu en ekki landsbyggðinni. Þetta var reyndar ekki rétt, heldur má segja að aðeins örfá okkar kalli sig Reyk- víkinga. Við tókum sæti í stjórn- lagaráði 2011 eftir fordæmalausa aðför að lýðræðislegri niðurstöðu eins og allir þekkja. Samhljóða niðurstaða stjórnlagaráðs var að í 39. grein um alþingiskosningar skyldi vera ný setning sem hljóðar svo: Atkvæði kjósenda alls staðar á landinu vega jafnt. Efni greinarinnar var síðar sent kjósendum til samþykktar eða synjunar og hlaut yfirgnæfandi stuðning. Þetta er ein af þeim breytingum sem nauðsynlegt var að gera á stjórnarskrá okkar frá 1944, en hún byggir eins og allir vita á aldagamalli danskri stjórnarskrá sem ætíð stóð til að endurskoða. Jafnt vægi atkvæða, hvar sem við erum búsett, telst til grundvallarréttinda í lýðræðisríki og ekki er hægt að sætta sig við annað fyrirkomulag. Sumir hamra á því að núverandi stjórnarskrá sé bara ágæt og hafi ekki þarfnast endurskoðunar. Ég er ekki sam- mála því. Dæmið að ofan er bara eitt þeirra mála sem nauðsynlegt er að sett sé fram með skýrum hætti í stjórnarskrá. Auðlindir landsins Ákvæði um auðlindir landsins er annað dæmi. Almenningur á Íslandi hefur lýst sig sammála niðurstöðu stjórnlagaráðs en í 34. grein segir svo meðal annars: Auð- lindir í náttúru Íslands, sem ekki eru í einkaeigu, eru sameiginleg og ævarandi eign þjóðarinnar. Eng- inn getur fengið auðlindirnar, eða réttindi tengd þeim, til eignar eða varanlegra afnota og aldrei má selja þær eða veðsetja. Hagsmunaöfl í þjóðfélaginu hafa hamast í ræðu og riti gegn þessu ákvæði, almenningi ekki til mikill- ar undrunar. Ákvæði af þessu tagi hafa þingmenn við fyrri tilraunir til að endurskoða stjórnarskrána ekki getað komið sér saman um. Sveitarfélög Þriðja dæmið sem ég vil nefna er um sveitarfélög. Stjórnlagaráð ákvað að mikilvægi þeirra kallaði á sérstakan kafla í stjórnarskrá en þar er meðal annars kveðið á um að sveitarfélög ráði sjálf málefnum sínum eftir því sem lög ákveða, þau skuli hafa næga tekjustofna til að sinna lögbundn- um verkefnum og að samráð skuli haft við sveitarstjórnir og samtök þeirra við undirbúning lagasetn- ingar sem varða málefni þeirra. Þá er kveðið á um að með lögum skuli fjalla um rétt íbúa sveitarfélags til að óska eftir atkvæðagreiðslu um mál- efni þess. Þetta er enn eitt nýmælið. Það er tvímælalaust kominn tími til að kveða á um stöðu sveitarfélaga í stjórnarskrá. Lokaorð Við fögnum fullveldi Íslands 1. desember 2018 best með því að lúta vilja íslensks almennings sem studdi helstu niðurstöður stjórnlagaráðs. Ég skora á kjósendur að kynna sér hvaða afstöðu stjórnmálaöfl sem nú leita eftir atkvæðum til setu á Alþingi hafa og kjósa þau sem vilja nýja og lýðræðislega stjórnarskrá sem byggir á vel ígrunduðum til- lögum stjórnlagaráðs. Jón og séra Jón Katrín Fjeldsted læknir og fyrr- verandi þing- maður Reyk- víkinga Nú á dögunum kom út skýrsla hagdeildar ASÍ um þróun á skattbyrði launafólks á Íslandi á árunum 1998-2016. Í skýrslunni kemur fram að ein af meginástæðum þess að skattbyrði hafi aukist í öllum tekjuhópum sé að persónuafsláttur hafi ekki fylgt launaþróun sem valdi því að skatt- byrði lægri launa hafi aukist mest en að auki hafi stuðningur vaxtabóta- og húsaleigubótakerfisins minnkað og að íslenska barnabótakerfið sé veikt. Í lokaverkefni til ML-gráðu í lög- fræði sem unnin var 2014-2015 voru m.a. skoðuð þau áhrif sem sílækkandi persónuafsláttur hefur haft á kjör elli- og örorkulífeyrisþega frá upp- töku staðgreiðslu 1988. Þar kemst höfundur að þeirri niðurstöðu að ekki einungis hafi persónuafsláttur- inn ekki haldið verðgildi sínu heldur greiði þeir lakar settu sífellt hærri hluta tekna sinna í staðgreiðslu. Þann 1. janúar 1988 var horfið frá eldra skattkerfi með ýmsum frádrátt- arheimildum fyrir einstaklinga og í þess stað komið á staðgreiðslukerfi. Eitt af því sem lá fyrir var að persónu- afsláttur skyldi að fullu koma í stað þeirra frádráttarheimilda sem heimil- aðar höfðu verið. Var þar sérstaklega litið til þess að kjör elli- og örorkulíf- eyrisþega skertust ekki. Í greinargerð með frumvarpi til staðgreiðslulaga kom fram að þrátt fyrir að allar tekjur lífeyrisþega yrðu skattskyldar þá myndi það ekki leiða til hærri skatt- byrði. Aukinn persónuafsláttur varð til þess að einungis verulegar tekjur lífeyrisþega annars staðar frá leiddu til skattgreiðslu þeirra. Við upphaf staðgreiðslu 1988 var persónuaf- slátturinn það hár að lífeyrisþegi sem fékk einungis elli- og örorkulífeyri frá almannatryggingum gat haft rúmlega þrefalda þá upphæð í tekjur annars staðar frá, t.d. lífeyrissjóði, áður en skattleysismörkum var náð. Upphaflega var persónuafslátt- urinn tengdur lánskjaravísitölu og hækkaði tvisvar á ári í samræmi við hana og átti það að tryggja að per- sónuafslátturinn héldi verðgildi sínu. Hins vegar hefur upphæð persónuaf- sláttar að mestu verið handstýrt síðan 1995. Árið 2000 var svo komið að líf- eyrisþegar voru farnir að taka þátt í greiðslu útsvars og á árinu 2007 greiddu þeir allt útsvar sitt og tekju- skatt til ríkisins. Í dag er persónuaf- sláttur 52.907 kr. á mánuði og greiða lífeyrisþegar tæp 14% af óskertum líf- eyri almannatrygginga og fullan skatt af öðrum tekjum sínum. Hlutfallið er 18% ef tekinn er óskertur lífeyrir með heimilisuppbót. Mest áhrif á þá tekjulægstu Persónuafsláttur í dag er kr. 52.907 kr. en væri 62.121 kr. ef afslátturinn hefði verið uppreiknaður miðað við neysluverðsvísitölu frá upptöku staðgreiðslu. Hins vegar hefur borið nokkuð á þeirri umræðu að réttast hefði verið að láta afsláttinn fylgja launavísitölu sem var tekin upp 1989. Launavísitalan var sett 100 stig í des- ember 1988, og var komin í 592,2 stig í desember 2016. Í upphafi árs 1989 var persónuafsláttur kr. 17.842 á mánuði og væri því, ef hann hefði fylgt launa- vísitölu, kr. 105.660 á mánuði vegna ársins 2017 og skattleysismörk nú kr. 286.032 á mánuði. Þess í stað eru mán- aðartekjur umfram 142 þús. kr. skatt- lagðar. Einstaklingur með 180 þús. kr. tekjur á mánuði er að greiða 13 þús. kr. í staðgreiðslu. Persónuafsláttur hefur mest áhrif á þá tekjulægstu þar sem um fasta upphæð er að ræða. Því yrði veruleg hækkun hans mikil kjara- bót fyrir lágtekjufólk. Ekki má gleyma því að persónuaf- sláttur, sem ákvarðaður var við upp- töku staðgreiðslu 1988, var ekki gjöf frá ríkisvaldinu heldur var hann það gjald sem ríkið galt í skiptum fyrir þær frádráttarheimildir sem fyrir hendi voru í eldra skattkerfi. Hinn nýi persónuafsláttur átti að tryggja að dreifing skattbyrðar raskaðist ekki sem neinu næmi við umskiptin og að lífeyrisþegar bæru ekki skarðan hlut frá borði. Því miður hafa ríkisstjórnir frá 1995 ekki borið gæfu til þess, eins og dæmin hér að ofan sýna, að gæta þess að persónuafsláttur héldi að fullu verðgildi sínu. Persónuafsláttur hefur ekki haldið verðgildi sínu Sigríður Hanna Ingólfsdóttir félagsráðgjafi Mig rak í rogastans þegar ég las grein í Fréttablaðinu 27. september sl. eftir Jón Sigurðsson, fv. formann Framsókn- arflokksins. Það voru ekki skoðanir hans sem vöktu hjá mér athygli, enda skoðanir yfirleitt ekki mjög áhugaverðar, heldur meðferð Jóns á staðreyndum. Þegar veruleikinn er andsnúinn skoðunum einhvers er framreidd skæld frásögn og hún klædd í búning sannleikans. Þetta eru falskar frásagnir. Grein Jóns fjallar um ESB og hve varhugavert sé að huga að endur- vakningu umsóknar okkar um aðild. Jón hefur fullan rétt á því að hafa hvaða skoðun sem hann vill um ágæti eða ókosti aðildar. Hann virðist sjálfur vera bæði með og móti. Það er hans mál. Stundum virðist hann vera mikill þjóðernissinni sem með engu móti vill skerða fullveldi þjóðríkisins en harmar um leið ömurlegt hlut- skipti landsins í brimróti gengis- óróa. Því Jón fullyrðir að innganga okkar í bandalagið sé ekki á dag- skrá lengur, þar sem forysta ESB hafi skellt í lás. Jón segir: „Forysta ESB hefur lýst því yfir að ekki verði tekið á móti aðildarumsóknum á næstu árum.“ Það er nú svo. Í ræðu sem Juncker hélt 13. sept- ember sl. sagði hann orðrétt: „It is clear that there will be no further enlargement during the mandate of this Commission and this Parli- ament. No candidate is ready. But thereafter the European Union will be greater than 27 in number.“ Hann segir að enginn umsóknar- aðili sé tilbúinn, þess vegna verði enginn tekinn inn í bráð, þ.e. á yfirstandandi kjörtímabili. Það er ekki ESB sem lokar dyrum heldur við sjálf. Þegar ríkisstjórn B+D sat að völd- um og vandræðagangurinn vegna loka umsóknarferilsins stóð sem hæst, sagði þáverandi formaður framkvæmdastjórnar ESB að engar nýjar umsóknir yrðu afgreiddar. Þegar hann var spurður um aðild- arumsókn Íslands svaraði hann því til, að hvað ESB snerti væri hún enn í gildi, þ.e. ekki þyrfti að senda inn nýja umsókn heldur vekja þá gömlu af svefni. Heimssýnarfólk vitnaði sífellt í fyrrihluta yfirlýsingar formanns- ins og gáfu vísvitandi ranga mynd af staðreyndunum. Leitt er að sjá Jón feta sama öngstigið. Að segja rangt frá Þröstur Ólafsson hagfræðingur Helga Jónsdóttir ML frá Háskól- anum á Bifröst Í upphafi árs 1989 var per- sónuafsláttur kr. 17.842 á mánuði og væri því, ef hann hefði fylgt launavísi- tölu, kr. 105.660 á mánuði vegna ársins 2017 og skatt- leysismörk nú kr. 286.032 á mánuði. Þess í stað eru mánaðartekjur umfram 142 þús. kr. skattlagðar. 2017 2017 Þegar veruleikinn er and- snúinn skoðunum einhvers er framreidd skæld frásögn og hún klædd í búning sann- leikans. Þetta eru falskar frásagnir. 1 0 . O K T Ó B E R 2 0 1 7 Þ R I Ð J U D A G U R18 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 0 -1 0 -2 0 1 7 0 5 :5 1 F B 0 6 4 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D E F -2 6 4 4 1 D E F -2 5 0 8 1 D E F -2 3 C C 1 D E F -2 2 9 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 6 4 s _ 9 _ 1 0 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.