Fréttablaðið - 10.10.2017, Page 10

Fréttablaðið - 10.10.2017, Page 10
SAMGÖNGUR Rúmlega helmingur þeirra sem afstöðu taka segjast ekki vera reiðubúnir til að greiða vegtolla ef stofnbrautir frá Reykja- vík verða tvöfaldaðar. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun Frétta- blaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Um 44 prósent segjast vera reiðubúin til þess að greiða vegtolla. Munurinn er vel umfram vikmörk sem er 3,44 prósent. Samgöngu- og sveitarstjórna- ráðherra hefur sagt nauðsynlegt að leita annarra leiða en í ríkissjóð til að fjármagna samgöngubætur á höfuðborgarsvæðinu. „Verkefnin eru mjög stór og knýjandi. Það er alveg ljóst að ef við ætlum okkur að ná alvöru átaki á næstu fimm til tíu árum, sem um munar til að ná í skottið á okkur í uppbyggingu í vegakerfinu, munum við þurfa að leita að mínu mati eftir fjármagni annars staðar en úr ríkissjóði,“ sagði Jón Gunnarsson í samtali við Stöð 2 hinn 13. júlí síðastliðinn. Á þingmálaskrá ráðherrans, sem opinberuð var þegar þing var sett um miðjan september, var frum- varp um stofnun félaga um vega- framkvæmdir á stofnæðum frá höfuðborgarsvæðinu. Í Fréttablaðinu hinn 28. septem- ber kom fram að kostnaður sam- félagsins sem hlaust af umferðar- slysum á helstu stofnæðum út frá höfuðborgarsvæðinu var tæpir 16 milljarðar á árunum 2012 til 2016. Tölur um þetta voru kynntar á umferðarþingi sem fram fór á Sel- fossi. „Þessar tölur byggja á aðferða- fræði sem áætlar kostnað sam- félagsins frekar varlega,“ segir Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður starfshóps sem fjallar um fjármögn- un samgöngubóta. Tölurnar ná yfir kostnað vegna starfa lögreglu, slökkviliðs og sjúkraflutninga- manna og kostnað vegna eigna- tjóns, sjúkrahúskostnað, vinnutap og þess háttar. Könnunin var gerð þannig að hringt var í 1.354 manns þar til náðist í 800 samkvæmt lagskiptu úrtaki 2. og 3. október. Svarhlut- fallið var 59,1 prósent. Þátttakend- ur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Ertu til- búin(n) að greiða vegtolla ef stofn- brautir frá Reykjavík verða tvöfald- aðar? Alls tóku 86 prósent afstöðu, 13 prósent sögðust óákveðin en eitt prósent svaraði ekki. jonhakon@frettabladid.is Rúmur helmingur leggst gegn veggjöldum Einungis tæplega helmingur svarenda í nýrri könnun væri til í að greiða vegtolla fyrir samgöngubætur á höfuðborgarsvæðinu. Samgönguráðherra hefur sagt að alvöru átak í samgöngum krefjist þess að leitað sé annað og víðar en í ríkissjóð. Hvalfjarðargöngin voru opnuð hinn 11. júlí 1998 og hafa veggjöld verið innheimt þar frá upphafi. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR ✿ Ertu tilbúin(n) að greiða veg- tolla ef stofnbrautir frá Reykja- vík verða tvöfaldaðar? Já Nei 56% 44% Verkefnin eru mjög stór og knýjandi. Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra Jóhann Ólafsson & Co. Krókháls 3, 110 Reykjavík 533 1900 sala@olafsson.is LED lausnir frá Lýsing við göngustíga og á bílastæði Ráðgjöf og nánari upplýsingar má fá hjá sölumönnum. Jóhann Ólafsson & Co Ítölsk hönnun LLA-308 PRO álstigi 3x8 þrep 2,27-5,05 m 18.990 Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ Tröppur og stigar LLA-211 PRO álstigi/trappa 2x11 þrep 16.990 Áltrappa 4 þrep 4.940 5 þrep 6.390 Áltrappa 3 þrep 3.990 Í ÖLLUM STÆRÐUM OG GERÐUM A015-105 Áltrappa fyrir fagmaninn m/vinnuborði. 5 þrep. 16.790 6 þrepa 19.750,- 7 þrepa 21.730,- Finnski ísbrjóturinn MSV Nordica 13. – 15. október milli klukkan 10:00 – 14:00 Gamla Höfnin, Miðbakki BOÐ TIL ALMENNINGS MSV Nordica hefur siglt bæði norðaustur og norðvestur leiðirnar í gegnum íshafið og verður til sýnis fyrir almenning. Ísbrjóturinn kemur í tilefni alþjóðaþings Hringborðs Norðurslóða – Arctic Circle, sem haldið er í Hörpu, 13.-15. október, 2017. Allir velkomnir 1 0 . O K T Ó B E R 2 0 1 7 Þ R I Ð J U D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 0 -1 0 -2 0 1 7 0 5 :5 1 F B 0 6 4 s _ P 0 5 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D E F -3 E F 4 1 D E F -3 D B 8 1 D E F -3 C 7 C 1 D E F -3 B 4 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 0 6 4 s _ 9 _ 1 0 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.