Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.2017, Qupperneq 47

Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.2017, Qupperneq 47
Uppskriftir Uppskriftirnar sem Hafsteinn gefur lesendum Birtu eru allar með miðausturlensku ívafi. Fiskrétturinn er grillaður skötuselur með kúrbít, aioli og sítrónu- vinaigrette og svo gefur hann einnig uppskrift að flatbrauði með hummus og paprikukremi. Sunnan við miðbaug er algengt að fólk beri fram marga litla rétti í einu en ekki forrétt, aðal- og eftirrétt. Hafsteinn segir það mjög auðvelt að útbúa þessa rétti og bendir á að fólk geti einnig steikt skötuselinn á pönnu ef það leggur ekki í að grilla hann. Og ef lesendur skyldu vilja smakka réttina áður en ráðist er í eldamennsku þá eru þeir allir á matseðlinum á Sumac Grill & Drinks. Skötuselur n 1 lítill skötuselur Skerið af beini og hreinsið að utan. Skerið í 60 g bita. kryddlögur: n 10 g fenníkufræ n 10 g kóríanderfræ n 50 ml olía n börkur af 1 sítrónu, rifinn n börkur af 1 límónu, rifinn n sítrónusafi Ristið fenníku- og kóríanderfræ á pönnu. Myljið í matvinnsluvél þar til kryddið er orðið að dufti. Veltið skötuselnum upp úr kryddinu, rifna sítrus- berkinum, olíu og sítrónusafa. Látið standa í minnst klukkustund áður en fiskurinn er settur á spjót og grillaður. Kúrbítur n 1 stk. kúrbítur n salt n olía Skolið kúrbítinn í vatni og skerið niður í sneiðar. Bragðbætið með salti og olíu. Setjið upp á spjót. Aioli n 1 stk. eggjarauða (gerilsneidd) n ½ tsk. dijon-sinnep n 2 hvítlauksgeirar, bakaðir við160°C í 20 mín. n 100 ml. olía n smávegis sítrónusafi n salt Þeytið eggjarauðurnar með smávegis strónusafa, dijon-sinnepi og hvítlauk. Bætið svo olíunni rólega út í og hrærið vel á meðan. Smakkið til með salti og sítrónusafa. Sítrónu-vinAigrette n 100 g eplaedik n 60 g sykur n 100 g saltaðar sítrónur Hitið edik og sykur saman þar til sykurinn er uppleystur, kælið niður. Saxið sítrónurnar smátt og blandið saman við ediklöginn. Grillað flatbrauð gergrunnur n 3 g ger n 4 g sykur n 40 ml volgt vatn Blandið saman og látið standa í 1 klst. við stofuhita. deig n 1 stk. egg n 50 ml ólífuolía n 230 g hveiti n 85 semolína n 6 g salt n 9 g sykur n 115 ml vatn 42°C Blandið öllu saman ásamt grunninum og hnoðið vel. Látið standa í 1 klst. Skerið í litla bita (u.þ.b. 80 g). Hitið grillið þar til það er vel heitt. Rúllið deiginu út með smávegis hveiti. Penslið með olíu og grillið á sitthvorri hlið í 1 mín. Stráið Za'atar- kryddblöndunni yfir brauðið. ZA'AtAr-KryddblAndA: n 10 g sesamfræ n 8 g sumac n 2 g óreganó n 4 g sjávarsalt Ristið sesamfræin og blandið öllu saman. HummuS n 300 g laukur, fínt saxaður n 4 g kummin n 3 g reykt paprika n 2 g chili-duft n 1 g hvítur pipar n 150 ml kjúklingasoð n 100 g hvítlauksmauk n 550 g eldaðar kjúklingabaunir n 70 ml jómfrúarolía n 10 g tahini n 30 g sítrónusafi Steikið lauk í potti með svolítilli olíu. Bætið kryddinu út í ásamt kjúklingasoði. Látið svo allt hráefnið í matvinnsluvél og látið ganga þar til áferðin er silkimjúk. Smakkið til með salti og sítrónusafa. PAPriKuKrem n 120 g heslihnetur n 5 paprikur n 90 ml ólífuolía n 18 g sérríedik n 15 g bakaður hvítlaukur n 10 g steinselja n 6 g salt n 8 g reykt paprika n sítrónusafi n salt n hunang Hitið ofn í 220°C. Bakið paprikuna í 20 mín., látið kólna lítillega og pillið innan úr henni. Bakið heslihneturnar við 160°C í 10 mín. Blandið öllu, nema olíunni, saman í matvinnsluvél og maukið þar til allt er vel mjúkt. Hellið þá olíunni rólega út í. Smakkið til með sítrónusafa, salti og hunangi. Byrjaði 14 ára Í Uppvaski SKötuSelur Gómsætur skötuselur á teini. nýbAKAð Heitt flatbrauð með hummus og paprikukremi. Mjög vinsæll réttur í Mið- jarðarhafslöndunum. Nýi staðurinn, sem byggir á hefð- um í miðausturlenskri matar gerð, hefur hlotið nafnið Sumac Grill & Drinks og er talsverð nýlunda í veitingahúsamenningu landsins. „Við notum mikið af kryddi og matreiðsluaðferðum frá löndum eins og Marokkó og Líbanon,“ segir Hafsteinn sem hélt ásamt föruneyti til Beirút í Líbanon þegar hugmyndin að staðnum var í vinnslu. Þar kynntu þeir sér hefðir í matargerð Miðjarðarhafs- og Mið-Austurlanda en eins og flestir veitingahúsaaunn- endur vita hafa staðir sem gera út á þessar hefðir ekki verið áberandi í flóru landsins áður. Spurður að því hvort það sé vanda- samt fyrir leikmenn að finna hráefni í þessa matargerð segir hann svo ekki vera og bendir á verslunina Istanbul Market í Ármúla 42. „Þeir eru með rosalega skemmtilegt úrval af alls konar kryddi og varningi frá löndunum við Miðjarðarhaf og Mið-Aust- urlöndum. Til dæmis selja þeir söltu sítrónuna, tahini og allt það sem ég nefni í uppskriftinni. Ég hvet áhugasama til að líta þarna við og skoða úrvalið, þetta er alveg frábær verslun,“ segir hann. „Það getur verið mikill hraði og pressa í þessu starfi og þetta á vel við mig en svo finnst mér líka gaman að vera heima hjá mér að dúlla í eld- húsinu. Fjöldi góðrA geStA Mikið var um dýrðir þegar Klúbbur matreiðslumeistara stóð fyrir valinu á kokki ársins 2017. Stemningin í Hörpu var rífandi góð og færri komust að en vildu. Eins og sjá má á myndum var gleðin allsráðandi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.