Fréttablaðið - 26.10.2017, Page 8

Fréttablaðið - 26.10.2017, Page 8
Alþingiskosningar 2017 l Björt framtíð xA l Framsókn xB l Viðreisn xC l Sjálfstæðisflokkur xD l Flokkur fólksins xF l Miðflokkurinn xM l Píratar xP l Samfylkingin xS l Vinstri græn xV Skipting þingsæta Könnun 23. og 24. október 2017 Kosningar 2016 xA xVxSxP xD xCxBxF 4 0 0 00 4 8 10 3 10 21 77 6 17 5 10 14 xM Fylgi flokka 35 30 25 20 15 10 5 0 Kosningar í september 2016 Könnun 21.3 2017 Könnun 18.9.2017 Könnun 3.10.2017 Könnun 10.10.2017 Könnun 16.10.2017 Könnun 23.-24. 10.2017 % 3,8% 2,7% 7% 14,3% 32,1% 3,1% 27,3% 7,1% 10,9% 10,4% 13,7% 5,1% 23,0% 5,2% 22,8% 2,6% 3,0% 5,8% 5,5% 8,9% 11,4% 10,5% 22,3% 28,6% 3,6% 7,1% 7,5% 9,2% 10,7% 10,0% 8,5% 8,3% 10,4% 22,2% 22,2% 5,0% 3,3% 29,9% 27,0% 1,9% 4,4% 6,2% 9,6% 9,4% 14,3% 24,1% 7,5% 19,2% 6,1% 3,7% 2,1% 8,8% PI PA R \ TB W A • S ÍA • 1 70 23 8 20–25% afsláttur af öllum barnavörum og barnavítamínum hjá Lyfjum & heilsu til 7. nóvember. Barnadagar Stjórnmál Ómögulegt er að mynda tveggja flokka ríkisstjórn miðað við niðurstöður skoðana- könnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Meirihlutastjórn þarf að hafa 32 menn að baki sér en tveir stærstu flokkarnir, Sjálfstæðis- flokkurinn og VG, myndu einungis hafa 31 fulltrúa á þingi. Sterkasti þriggja flokka meiri- hlutinn sem völ væri á yrði meiri- hluti Sjálfstæðisflokksins, VG og Samfylkingarinnar. Hann myndi hafa 41 þingmann að baki sér. Þriggja flokka ríkisstjórn krefst aðildar Sjálfstæðisflokksins og ann- aðhvort VG eða Samfylkingarinnar. Hins vegar væri hægt að mynda fjögurra flokka stjórn án aðildar Sjálfstæðisflokksins. Fréttablaðið, Stöð 2 og Vísir hafa gert fjórar mælingar á fylgi flokka í október. Allar benda þær til að Björt framtíð fái ekki kjörinn fulltrúa á Alþingi. Á sama tíma er Samfylkingin að sækja í sig veðrið. Miðað við niðurstöður nýjustu skoðanakönnunarinnar fengi flokkurinn rúmlega 14 prósenta fylgi, en fékk 5,7 prósent í kosning- unum í október 2016. Þetta myndi skila flokknum 10 þingmönnum en flokkurinn er með þrjá kjörna þing- menn á Alþingi í dag. Þingflokkur- inn myndi því þrefaldast að stærð. Einungis eitt dæmi er um það í lýðveldissögunni að stjórnmála- flokkur hafi átt aðild að ríkisstjórn en síðan horfið af Alþingi í næstu kosningum á eftir. Það er Borgara- flokkurinn, sem Albert Guðmunds- son stofnaði eftir að hann gekk úr Sjálfstæðisflokknum. Borgara- flokkurinn fékk sjö þingmenn kjörna í þingkosningum árið 1987. Eftir að Albert gerðist sendiherra í París ákvað flokkurinn, undir forystu Júlíusar Sólnes, að taka þátt í ríkisstjórnarsamstarfi Fram- sóknarflokksins, Alþýðuflokksins og Alþýðubandalagsins og fengu tveir fulltrúar flokksins ráðherra- sæti. Flokkurinn bauð fram í þing- kosningum árið 1991 en fékk ekki kjörinn mann og var lagður niður nokkrum árum seinna. jonhakon@365.is Þriggja flokka stjórn án Sjálf- stæðisflokks ómöguleg Sterkasta þriggja flokka stjórnin yrði stjórn Sjálf- stæðisflokks, VG og Samfylkingarinnar. BF annar flokkurinn sem dettur af þingi eftir stjórnarsamstarf. Aðferðafræðin Hringt var í 2.551 þar til náðist í 1.602 manns samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 23. og 24. október. Svarhlutfallið var 62,8 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til þingkosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var spurt Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðis- flokkinn, eða einhvern annan flokk? Það er gert í samræmi við aðferðafræði sem þróuð var á Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Alls tóku 73,8 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Þá sögðust 5,4 prósent ekki ætla að kjósa eða skila auðu, 6,5 prósent sögðust óákveðin og 14,3 prósent neituðu að svara spurningunni. ✿ VG miklu sterkari meðal kvenna Þegar rýnt er í niðurstöður skoð- anakönnunarinnar eftir kyni sést að Sjálfstæðisflokkurinn nýtur ívið meiri stuðnings á meðal karla en kvenna. Rúm 26 prósent karla hyggjast kjósa Sjálfstæðisflokkinn en einungis rétt tæplega 22 prósent kvenna. Hins vegar njóta Vinstri græn miklum mun meiri stuðnings kvenna en karla, því rúm 25 prósent kvenna segjast myndu kjósa VG en einungis 14 prósent karla. Könnun 23.-24. október Konur Björt framtíð 1,7% Björt framtíð 2,1% AðrirAðrir 3, 4% 5, 6% 6, 0% 6, 4% 11 ,4% 7,4% 10,8% 7,7% 13,4% 15,3% 26 ,4% 21 ,6% 8,5% 6,2% 14% 25,3% 4,4% 2,4% Karlar 24% sögðust ætla að kjósa Sjálf- stæðisflokkinn í alþingis- kosningum á laugardaginn. 2 6 . o K t ó b e r 2 0 1 7 F I m m t U D A G U r8 F r é t t I r ∙ F r é t t A b l A ð I ð 2 6 -1 0 -2 0 1 7 0 4 :5 4 F B 0 5 6 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 1 1 -1 3 5 4 1 E 1 1 -1 2 1 8 1 E 1 1 -1 0 D C 1 E 1 1 -0 F A 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 0 5 6 s _ 2 5 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.