Fréttablaðið - 26.10.2017, Side 36
Þetta er sjötta greinin í flokki greina eftir þrjá sérfræðinga í stjórnskipunarrétti við lagadeild-
ina í Berkeley-háskóla í Kaliforníu. Við
skoðum þá gagnrýni sem stjórnar-
skrárferlið á Íslandi hefur sætt og
vísum henni á bug með rökstuðningi.
Ennfremur hvetjum við Íslendinga til
að endurskoða stjórnarskrána. Í þessari
grein beinum við sjónum að gagnrýni
sem varðar gæði og gerð stjórnarskrár-
draga stjórnlagaráðs.
Fljótlega eftir að nýja stjórnarskráin
var samin heyrðust gagnrýnisraddir
úr hópi íslenskra stjórnmálafræðinga
og lögfræðinga sem efuðust um gæði
stjórnarskrár sem óbreyttir borgarar
hefðu unnið að. Við vefengjum þessar
forsendur. Mikið hefur verið gert úr því
að stjórnarskráin hafi verið lögð í hlut
almennings („crowdsourced“) og því
haldið fram að hún hafi alfarið verið
skrifuð á Facebook. Það er ekki rétt.
Stjórnlagaráð falaðist eftir ummælum
almennings varðandi skjalið meðan
það var í vinnslu, en eins og Hélène
Landemore hefur bent á var framlag
almennings vissulega dýrmætt en
þegar öllu er á botninn hvolft hafi það
„ekki verið ,almenningur sem ,samdi‘
stjórnarskrána.“ Þeir sem sátu í stjórn-
lagaráði (og voru fyrst kjörnir en síðar
tilnefndir af Alþingi eftir ógildingu
Hæstaréttar á kosningunum) höfðu
sama opinbera umboðið og tilnefndir
fulltrúar á stjórnarskrárfundi Banda-
ríkjanna árið 1787. Um var að ræða
opinbert ferli sem Alþingi stóð fyrir,
en ekki einhverja yfirlýsingu byltingar-
sinna.
Allar götur síðan hafa fræðimenn
lagt mat á nýju stjórnarskrána og
hælt henni. Sem dæmi má nefna að í
skýrslu um nýju stjórnarskrána sem
birtist í október 2012 (Elkins, Zachary,
Ginsburg og Melton: „Úttekt á íslensku
stjórnarskrárdrögunum“, háskólanum
í Chicago) var talið að nýja stjórnar-
skráin gæti verið í fullu gildi í 60 ár.
Að sögn höfunda eru meðallífslíkur
stjórnarskrár um 19 ár á hnattrænum
mælikvarða. Það er mikið afrek að
semja stjórnarskrá með mikilli þátt-
töku almennings sem hefur þrefalt
hærri lífslíkur en meðaltal stjórnaskráa.
Raunar telst það hrósyrði að segja
að stjórnarskráin hafi verið samin
með þátttöku almennings. Ef vald
ríkisstjórnar er fengið með umboði frá
almenningi hlýtur þátttaka almenn-
ings að stjórn ríkis að skipta sköpum
fyrir trúverðugleika hennar. Í skýrsl-
unni frá háskólanum í Chicago kemur
fram að nýja stjórnarskráin endurspegli
„verulegt framlag almennings“ og sé
„vel til þess fallin að tryggja þátttöku
almennings í stöðugu stjórnarferli“.
Téðir fræðimenn sögðu einnig að í
stjórnarskrárdrögunum birtist fram-
sækin hugsun vegna þess að „þar sé á
ferðinni gífurlega mikil nýbreytni og
almenn þátttaka“. Árangurinn töldu
þeir vera „eina merkustu stjórnar-
skrá sögunnar og langt yfir meðaltali
stofnana samtímans“. Það að virkja
almenning tryggir að stjórnin heldur
áfram að þjóna almenningi. Með þátt-
töku almennings er samstaðan tryggð.
Um sama leyti gerði Evrópunefnd
um lýðræði og lög (Feneyjanefndin)
sams konar úttekt og komst að áþekk-
um niðurstöðum í áliti sem birtist í
mars 2013. Lokaniðurstaðan staðfesti
gildi þess að virkja almenning við að
semja stjórnarskrá og jákvæð áhrif
beinnar aðkomu borgaranna. Þetta álit
er í mótsögn við fyrri gagnrýni þar sem
fundið var að því að borgara skorti sér-
þekkingu og lögfræðimenntun.
Vitaskuld var álit Feneyjanefndar-
innar ekki hafið yfir gagnrýni en víða
er það samhljóma greiningu háskólans
í Chicago. Í álitinu var reyndar bent á
að sum ákvæðin væru „með mjög
almennu orðalagi“ eða „of óljós og
almenn“. Með almennum ákvæðum
er skjalið gert sveigjanlegt og Íslend-
ingum gefst færi á að skerpa á reglum
þess í tímans rás. Til dæmis benti Fen-
eyjanefndin á að það komi í hlut „lög-
gjafans, með ítarlegri reglusetningu, að
skilgreina nánar meginreglur stjórnar-
skrárinnar“ að því er varðar félagsleg og
efnahagsleg réttindi og þriðju kynslóð-
ar réttindi. Auk þess fór Feneyjanefndin
lofsamlegum orðum um stjórnarskrár-
ferlið sem fól í sér „forvirkt kerfi endur-
skoðunar á stjórnarskránni“, fagnaði
„þeirri vinnu sem fram fór á Íslandi við
að efla og bæta stjórnarskrá þjóðarinn-
ar“ og lagði áherslu á að í nýju stjórnar-
skránni væri lögð „áhersla á að tryggja
aukið gegnsæi og skýrleika varðandi
starfsemi stofnananna“.
Verði nýja stjórnarskráin lögleidd
hafa breytingarferli, lög frá Alþingi,
dómsúrskurðir og ummæli fræði-
manna, sama hlutverki að gegna við
að skerpa á túlkun ákvæða hennar.
Við þessu er að búast, enda er það ein-
kenni stöðugs og jafnframt sveigjanlegs
gernings. Engin stjórnarskrá getur náð
til allra hugsanlegra kringumstæðna.
Rammi fyrir ríkisstjórnina (eins og
núgildandi stjórnarskrá Íslands og sú
nýja) skilgreinir aðeins þær útlínur sem
störf stjórnvalda skulu rúmast innan.
Með gerðum framtíðarinnar verða
fletirnir litaðir.
Síðar voru gerðar úttektir á loka-
gerðinni sem eru ítarlegri en fyrri tíma
gagnrýni, þar sem einkum var einblínt
á ferlið. Ekki kemur á óvart að í upphafi
var hafnað hugmyndinni um stjórnar-
skrárferli sem ekki væri í höndum sér-
fræðinga. Nýlegri úttektir sýna gleggri
mynd af íslensku stjórnarskrárdrög-
unum í samanburði við önnur lönd.
Hugsanlega verður nýja stjórnarskráin
tekin upp í áföngum á löngum tíma,
eða í heilu lagi, og kannski verða samin
ný drög. Allt um það ættu Íslendingar
að grípa tækifærið til þess að tryggja sér
framvarðarstöðu á heimsvísu að því er
varðar stjórnarskrárferli í nútímasam-
félagi.
Um gæði nýju íslensku
stjórnarskrárinnar – sjötti hluti
Flest íslensk fyrirtæki sem flytja út vörur eða þjónustu byggja ímynd sína að verulegu leyti
á því að vera frá Íslandi. Hreinleiki
landsins er því grundvallaratriði
í verðmætasköpun í sjávarútvegi,
ferðaþjónustu, landbúnaði og öðrum
greinum. Að jafnaði aukast verð-
mætin eftir því sem tengingin við
upprunalandið Ísland er meiri.
Fá ríki í heiminum eru jafn græn og
Ísland. Nánast öll okkar orka kemur
frá jarðhita eða fallvötnum sem er
einstakt. Hafið í kringum landið er
hreint og náttúran að stórum hluta
ósnortin. Hér notum við hvorki
vaxtarhvetjandi hormóna né sýklalyf
í landbúnaði og efnanotkun er hverf-
andi. Okkur hefur lánast að nýta fiski-
stofnana með sjálfbærum hætti. Sam-
kvæmt umhverfisvísitölu sem Yale
háskóli gefur út erum við í öðru sæti
yfir umhverfisvænstu þjóðir heims.
Einföld greining á styrkleikum
og tækifærum sýnir okkur að skyn-
samlegt er að vinna áfram með þessa
stöðu og verða ennþá umhverfis-
vænni. Út frá heildarhagsmunum
þjóðarinnar er skynsamlegt að allir
Íslendingar og öll íslensk fyrirtæki
stefni að því að verða eins græn og
mögulegt er. Það mun einfaldlega
skila fleiri krónum í kassann og fleiri
störfum um allt land. Á 21. öldinni
eru umhverfis-, atvinnu-, og efnahags-
mál samtvinnuð.
Það njóta allir Íslendingar þess
sem vel er gert í umhverfismálum í
formi betri árangurs í útflutningi og
meiri verðmætasköpunar. Við slíkar
aðstæður er hins vegar alltaf hætta
á því að til verði fríþegar. Einstaka
aðilar sem reyna að spara sér vinnu
og útgjöld í umhverfismálum en njóta
ávaxtanna. Flestir eru sammála um
að hið opinbera eigi að grípa inn í við
slíkar aðstæður.
Fordæmi grannþjóðanna
Auðvelt er að færa rök fyrir því að
hinu opinbera beri að standa vörð
um þau verðmæti sem felast í hreinni
náttúru og jákvæðri ímynd Íslands.
Þetta gera nágrannaþjóðir okkar og
bæði Svíar og Norðmenn hafa lýst
því yfir að ríkin verði kolefnishlut-
laus fyrir 2050. Hið sama eigum við
Íslendingar að gera.
Líklega er ekkert vestrænt ríki sem
þarf að taka jafn fá og lítil skref til
að verða kolefnishlutlaust ríki eins
og Ísland. Við getum bæði dregið úr
losun og aukið bindingu. Raunsæ
en metnaðarfull áætlun um kol-
efnishlutleysi landsins í heild myndi
styrkja ímynd lands og þjóðar. Við
eigum ennþá möguleika á því að
verða á undan nágrönnum okkar
til að ná þessu takmarki. Yfirlýsing
stjórnvalda um slíkt markmið mun
vekja athygli um allan heim.
Allt bendir til þess að mikill vilji
sé hjá atvinnulífinu til að taka þátt
í þessu verkefni. Íslenskir sauðfjár-
bændur hafa stigið skrefið og vinna
að því að kolefnisjafna greinina. Að
geta selt fisk eða kjöt frá sjálfbæru
og kolefnishlutlausu landi mun skila
sér í beinhörðum peningum til okkar
allra. Að ekki sé nú talað um öll þau
tækifæri sem þetta opnar ferðaþjón-
ustu og öðrum atvinnugreinum. Kol-
efnisjafnað Ísland á að vera forgangs-
mál okkar allra.
Kolefnisjafnað Ísland
Í þessum kosningum gefst okkur tækifæri að velja hvaða hug-myndafræði verður fylgt við
stjórn landsins. Við höfum tækifæri
til að gera upp við gamaldags vinnu-
brögð sem ennþá viðgangast og stíga
inn í framtíðina með betri gildi, heið-
arleika og virðingu að leiðarljósi.
Byggja upp samfélag með aukinni
valddreifingu þar sem ríkir upplýst
lýðræði. Að mynda ríkisstjórn sem
samanstendur af fólki sem vinnur
að almannahag, er ábyrgt í efnahags-
málum en lætur þó ekki peningalega
mælikvarða ráða allri ákvarðana-
töku. Ríkisstjórn sem leggur áherslu
á félagslegan stöðugleika ekki síður
en efnahagslegan.
Ég er í Samfylkingunni af því að ég
er jafnaðarmaður. Ég vil frjálslynt og
alþjóðlegt samfélag, sem hefur sterkt
velferðarkerfi að fyrirmynd Norður-
landanna. Þar sem mannúð trompar
alltaf. Samfélag sem viðurkennir ekki
fátækt og stjórnvöld standa eins og
varðhundur um jöfn tækifæri allra
óháð efnahag, stétt eða stöðu. Sam-
félag þar sem skattastefnan miðar
að því að dreifa gæðunum jafnar en
gengur ekki út á að hinir ríku verði
ríkari. Samfélag þar sem sjálfsagt er
að greiða sanngjarnt gjald til þjóðar-
innar vegna hagnýtingar auðlinda
okkar. Samfélag sem hafnar því að
auðurinn safnist á hendur fárra, sem
hafnar því að eðlilegt sé að ríkustu
5% þjóðarinnar eigi jafnmikið og hin
95%. Ef við breytum ekki um stefnu
mun ójöfnuður enda stigmagnast.
Ég vil samfélag með betra heil-
brigðiskerfi, sem tekur forystu í
umhverfisvernd svo eftir sé tekið.
Samfélag þar sem áherslur í atvinnu-
og umhverfismálum fara saman,
menntakerfið er fullfjármagnað og
stutt er við lítil og meðalstór fyrir-
tæki og nýsköpun. Samfélag með
stöðugan gjaldmiðil, sem er forsenda
langvarandi efnahagslegs stöðug-
leika. Krónan er orsakavaldur hins
sveiflukennda hagkerfis og vegna
hennar búum við við alltof hátt
vaxtastig og verðtryggingu. Þá eiga
hér að ríkja almennar leikreglur fyrir
öflugt og kröftugt atvinnulíf, en ekki
gamaldags fyrirgreiðslupólitík. Ég vil
samfélag þar sem þjóðinni er treyst
til að kjósa um stór viðfangsefni svo
sem um áframhaldandi aðildarvið-
ræður að ESB. Samfélag sem tekur
afgerandi forystu í jafnréttismálum.
Samfélag sem setur sér alvöru
stjórnarskrá í fyrsta skipti, skrifaða
af Íslendingum en ekki Dönum sem
gerir Ísland að þróuðu lýðræðisríki
m.a. með að hafa grundvallaratriði
lýðræðisins í lagi eins og jafnt vægi
atkvæða.
Ég vil samfélag sem hafnar
leyndarhyggju og þöggun við með-
ferð opinbers valds. Samfélag þar
sem freki karlinn fær ekki lengur að
stjórna. Samfélag þar sem við förum
að tileinka okkur meiri auðmýkt og
heiðarleika. Þar sem við hlustum
meira á hjartað. Þetta er sýn okkar
jafnaðarmanna. Við sækjumst eftir
umboði ykkar og atkvæði til að
taka pólitíska forystu. Komið með.
Kjósum gott samfélag.
Kjósum gott samfélag
Brandon V.
Stracener
sérfræðingur
við lagadeild
Berkeley háskóla
Svavar
Halldórsson
framkvæmda-
stjóri Markaðs-
ráðs kindakjöts
og Icelandic
lamb
Eva
Baldursdóttir
lögfræðingur,
frambjóðandi
Samfylkingar-
innar í Reykjavík
norður
2017
Hugsanlega verður nýja
stjórnarskráin tekin upp
í áföngum á löngum tíma,
eða í heilu lagi, og kannski
verða samin ný drög. Allt
um það ættu Íslendingar að
grípa tækifærið til þess að
tryggja sér framvarðarstöðu
á heimsvísu að því er varðar
stjórnarskrárferli í nútíma-
samfélagi.
Líklega er ekkert vestrænt
ríki sem þarf að taka jafn
fá og lítil skref til að verða
kolefnishlutlaust ríki eins
og Ísland. Við getum bæði
dregið úr losun og aukið
bindingu.
0 kr. fyrsti mánuðurinn!
Verið vel tengd
ALLT FYRIR
HEIMILIÐ
Síðumúla 30 - Reykjavík
Hofsbót 4 - Akureyri
2 6 . o k t ó b e r 2 0 1 7 F I M M t U D A G U r24 s k o ð U n ∙ F r É t t A b L A ð I ð
2
6
-1
0
-2
0
1
7
0
4
:5
4
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
E
1
1
-1
8
4
4
1
E
1
1
-1
7
0
8
1
E
1
1
-1
5
C
C
1
E
1
1
-1
4
9
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
A
F
B
0
5
6
s
_
2
5
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K