Fréttablaðið - 01.11.2017, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 01.11.2017, Blaðsíða 4
#farasparabara Það er mikilvægt að eiga fyrir góðu hlutunum í lífinu. Skráðu þig í reglubundinn sparnað strax í dag. íslandsbanki.is/farasparabara Tene eða tannsi? flugmál Málmagnir í eldsneytis­ tanki urðu til þess að það drapst á hreyfli kennsluflugvélar sem í kjöl­ farið var  nauðlent á flugvellinum við Sandskeið. Kennari og nemandi voru um borð í kennsluflugvélinni TF­FGC þegar hreyfill hennar byrjaði að hökta og drap á sér 13. september 2014. Kennarinn nauðlenti vélinni og sakaði mennina ekki. Rannsóknarnefnd flugslysa (RNSA) segir í skýrslu um málið að hreyfill TF­FGC hafi verið í grann­ skoðun rúmum sjö vikum áður, þann 1. ágúst. „Þann 6. ágúst 2014 stöðvaðist hreyfillinn skyndilega við prófun á jörðu en þá hafði hann gengið í 5,3 stundir frá grannskoð­ un. Þann 20. ágúst 2014 var tilkynnt um atvik TF­FGC til RNSA þar sem hreyfillinn stöðvaðist í einkaflugi þegar flugmaður var að æfa snerti­ lendingar á Reykjavíkurflugvelli. Það atvik var tekið til rannsóknar og fundust þá óhreinindi í eldsneyti og eldsneytissíu.“ Fram kemur að eldsneytiskerfi vélarinnar, sem er af gerðinni Diamond DA­20, hafi verið sent til skoðunar hjá framleiðand­ anum. Við rannsókn á svokölluðu mælistykki hafi fundust agnir í eldsneytishólfi þess. „Agnirnar voru nægilega stórar til þess að loka fyrir eldsneytisflæði um stund. Lík­ lega hefur það gerst af og til,“ segir í skýrslunni. Málmagnirnar voru sendar til greiningar hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. „Við rannsóknina kom í ljós að agnirnar voru oftast spænir og voru þær ekki úr stykkinu sjálfu eða íhlut­ um þess,“ segir rannsóknarnefndin. Ekki hafi fundist skýring á því hvernig agnirnar komust í eldneytiskerfið en nefndin telji líklegast að það hafi gerst hjá framleiðanda þess. „Það er mat RNSA að agnirnar sem fundust í eldsneytiskerfinu hafi líklega verið þar frá samsetningu og stíflað eldsneytisflæði af og til. Það hafi verið orsök þess að hreyfill­ inn hafi starfað óeðlilega, það er, að þegar hreyfillinn missti afl hafi agnirnar stíflað eldsneytisflæðið og stöðvað hreyfilinn.“ – gar Með nema í kennsluflug þótt hreyfillinn hefði ítrekað drepið á sér Kennsluflugvélinni TF-FGC var nauðlent afllausri á Sandskeiði eftir ítrekaða fyrirboða um gangtruflanir. Mynd/RnSA JAPAN Japanskt fyrirtæki, Phila Inc., hefur ákveðið að veita starfs­ mönnum sem ekki reykja sex laun­ aða frídaga aukalega á ári. Með því vilja þeir jafna út þann tíma sem reykingamenn verja í pásu á degi hverjum. Aðsetur Phila er á 29. hæð í skýja­ kljúfi í Tókýó. Stjórnendur mældu hvað hver reykingapása tók um það bil langa stund og var sá tími um fimmtán mínútur hver pása. Var ákvörðunin um aukafríið tekin með hliðsjón af því. – jóe Sex frídagar fyrir reyklausa DÓmSmál Héraðsdómur Reykja­ víkur sakfelldi í gær sýrlenskan kvótaflóttamann fyrir brot gegn valdstjórninni. Manninum var ekki gerð refsing. Lögregla og sjúkraflutningamenn voru í desember 2015 kölluð að íbúð mannsins en þar otaði hann að þeim hníf. Síðar var sérsveitin kölluð út vegna málsins. Fyrir dómi sagði maðurinn að hann hefði ætlað að skaða sjálfan sig en ekki aðra. Þótti hann engu að síður hafa brotið gegn valdstjórninni með háttalagi sínu. Þegar maðurinn var ellefu ára lenti hann í gassprengingu og stór hluti andlits hans brann af. Ein af ástæðum þess að hann kom til Íslands var að hann átti von á að geta fengið andlitságræðslu. Þann dag sem atvikið átti sér stað hafði hann fengið þær fréttir að slíkt væri ekki hægt. Við ákvörðun refsingar leit dómari málsins til þess að mað­ urinn var í miklu uppnámi vegna þessa. Engin refsing var dæmd. – jóe Flóttamanni ekki gerð refsing StJÓrNmál Vonir um breiða stjórn frá vinstri til miðju hafa glæðst á ný, þó eingöngu með styrkingu eins eða tveggja flokka til viðbótar við stjórnarandstöðuflokkana fjóra. Eins og greint var frá í Fréttablað­ inu í gær hefur Samfylkingin lýst sérstökum áhuga á að fá Viðreisn að borðinu  og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir hefur ekki útilokað þátttöku í stjórninni. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins leggur Framsóknarflokkurinn hins vegar áherslu á að fá Flokk fólksins einn­ ig að borðinu. Inga Sæland er reiðu­ búin til þátttöku, en Samfylking er sögð hikandi gagnvart Flokki fólksins. Hinn kostur Katrínar er myndun ríkisstjórnar frá vinstri til hægri. Katrín hefur þegar kannað áhuga Samfylkingarinnar á samstarfi í stjórn með Sjálfstæðisflokki. Sam­ kvæmt heimildum Fréttablaðsins fór hún bónleið til þeirrar búðar og þykja Sjálfstæðismenn heldur ekki spenntir fyrir stjórn með Samfylk­ ingunni. Eftir stendur þá möguleiki Katrínar á stjórn með Sjálfstæðis­ flokki og Framsóknarflokki. Áhrifa­ menn í VG telja þó ekki miklar líkur á slíkri stjórn, enda sé grasrótin í flokknum ekki hrifin af henni. Flokkarnir leggja ýmislegt á sig til að mynda megi ríkisstjórn. Meðal fyrirvara sem settir hafa verið um stjórnarsamstarf með Pírötum er rafrænt kosningakerfi flokksins, ekki síst með tilliti til þess að frá­ farandi ríkisstjórn var slitið í kjölfar rafrænnar kosningar um stjórnarslit í Bjartri framtíð. Til að bregðast við áhyggjum mögulegra samstarfsflokka í ríkis­ stjórn vinnur þingflokkur Pírata nú að reglum um þátttöku og slit ríkis­ stjórnarsamstarfs en slíkar reglur hafa ekki verið til hjá flokkum. Regl­ urnar verða kynntar á fundi með grasrót flokksins í kvöld. Frá miðju til hægri eru líka óform­ legar þreifingar í gangi og Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson eru sagðir í ágætu talsambandi þessa dagana. Til að þar geti eitthvað orðið þarf að bera vopn á klæðin milli Sigmundar Davíðs og Sigurðar Inga. Þar er Lilja Alfreðsdóttir í aðalhlutverki og hefur hún verið nefnd sem for­ sætisráðherraefni þeirrar stjórnar. Flokkur fólksins yrði þá þátttakandi í þeirri ríkisstjórn. Mesta pressan á myndun ríkis­ stjórnar virðist á herðum Katrínar Jakobsdóttur og Bjarna Benedikts­ sonar. Viðmælendur blaðsins eru sammála um að staða Katrínar Jakobsdóttur muni veikjast takist henni ekki að mynda stjórn og það sama má segja um Bjarna Bene­ diktsson. Samfylkingin og Viðreisn eru hins vegar sögð sátt við að setj­ ast í stjórnarandstöðu og styrkja þar stöðu sína fyrir næsta stríð. Þá herma heimildir blaðsins að Sigmundur Davíð hafi verið hvattur af stuðningsmönnum sínum til að vera í stjórnarandstöðu og halda þar örmunum opnum fyrir þeim Framsóknarmönnum sem gætu hlaupist undan ábyrgð í óvinsælli ríkisstjórn. adalheidur@frettabladid.is Flestir bíða eftir kalli Katrínar Þrjú stjórnarform eru nú rædd meðal flokkana. Möguleikar á vinstri stjórn hafa glæðst á ný. Forystumenn óttast kosningakerfi Pírata. Þingflokkurinn mótar nýjar reglur um myndun og slit ríkisstjórnarsamstarfs. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, stendur í ströngu þessa dagana. Hún á næsta leik að mati flestra viðmælenda blaðsins. FRéTTAblAðið/ERniR BANDArÍKIN Minnst átta eru látnir og fjöldi er særður eftir að bíl var ekið á gangandi og hjólandi vegfarendur á Manhattan í New York í gær. Árásar­ maðurinn var handsamaður. Atvikið varð skammt frá þeim stað þar sem minnisvarðinn um Tvíbura­ turnana stendur. Ökumaðurinn ók á allt sem á vegi hans varð og endaði á því að aka á bíl sem varð á vegi hans. Stökk hann þá úr bifreiðinni vopn­ aður byssu. Lögreglumenn á vett­ vangi hæfðu hann og yfirbuguðu. Hann er nú í haldi lögreglu. Samkvæmt heimildum CNN og New York Times létust minnst sex í árásinni og minnst tugur er særður. Bill de Blasio, borgarstjóri New York, sagði í ávarpi að minnst átta hefðu látist. Frekari fregnir af fjölda látinna höfðu ekki borist þegar Fréttablaðið fór í prentun. Í yfirlýsingum lögreglu ytra segir að málið sé nú rannsakað sem hryðjuverkaárás og að FBI fari með yfirstjórn rannsóknarinnar. – jóe Ók á gangandi og hjólandi í Manhattan Vettvangi voðaverkanna í new york var lýst sem blóðbaði. FRéTTAblAðið/EPA 1 . N Ó v e m B e r 2 0 1 7 m I Ð v I K u D A g u r4 f r é t t I r ∙ f r é t t A B l A Ð I Ð 0 1 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :3 8 F B 0 5 6 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 2 0 -6 3 B 4 1 E 2 0 -6 2 7 8 1 E 2 0 -6 1 3 C 1 E 2 0 -6 0 0 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 5 6 s _ 3 1 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.