Fréttablaðið - 01.11.2017, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 01.11.2017, Blaðsíða 38
Markaðurinn Miðvikudagur 1. nóvember 2017fylgirit fréttablaðsins um Viðskipti og fjármál | Viðskiptavefur Vísis @VisirVidskiptiwww.visir.is Stjórnar- maðurinn @stjornarmadur Við erum nú þegar mjög sköttuð á nær alla kanta. Það er erfitt að sjá fyr ir sér að hægt sé að sækja mikið meira fjár magn með hærri skatt byrði. Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands 27.10.2017 Hluthafafundur Skeljungs hf. 2. nóvember 2017 Hluthafafundur verður haldinn hjá Skeljungi hf. kl. 16:00, fimmtudaginn 2. nóvember 2017, á Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2, 108 Reykjavík, í fundarsal I. 1. Kosning fundarstjóra og ritara fundarins. 2. Tillaga stjórnar um breytingu á samþykktum félagsins er viðkemur kaupum félagsins á eigin hlutum. 3. Önnur mál löglega upp borin. Reykjavík, 1. nóvember 2017, Stjórn Skeljungs hf. Réttindi hluthafa Aðilar sem eru skráðir hluthafar í hlutaskrá, samkvæmt hlutaskrárkerfi félagsins þegar fundurinn fer fram, geta beitt réttindum sínum á hluthafafundi. Hlutaskrá miðar við skráningu hjá Nasdaq verðbréfamiðstöð við lokun Kauphallar þann 31. október 2017. Eigi hluthafar viðskipti eftir þann tíma geta þeir komið með kvittun fyrir þeim viðskiptum á fundinn og fengið hlutaskrána leiðrétta. Hluthafafundur er lögmætur ef löglega er til hans boðað, óháð fundarsókn. Öllum hluthöfum er heimilt að sækja fund og taka þar til máls. Hluthafar geta lagt fram spurningar fyrir fund á fjarfestar@skeljungur.is eða á fundinum sjálfum. Hluthafa er heimilt að sækja fundinn ásamt ráðgjafa. Ráðgjafi hefur hvorki tillögurétt né atkvæðisrétt á fundinum. Hluthafa er heimilt að gefa ráðgjafa sínum orðið fyrir sína hönd. Hluthafar sem ekki eiga kost á að sækja fundinn geta veitt öðrum skriflegt umboð. Umboðseyðublað er að finna á heimasíðu félagsins. Umboðsmaður skal leggja fram skriflegt umboð á fundinum eða það sent á tölvupóstfangið fjarfes- tar@skeljungur.is. Umboð gildir aldrei lengur en eitt ár frá dagsetningu þess. Umboð má hvenær sem er afturkalla, þó ekki eftir að fundur hefst. Hluthafar og umboðsmenn geta skráð sig á fundinn á fundarstað frá kl. 15:30 á fundardag. Öll fundargögn, þ.m.t. umboðs- og framboðseyðublöð, sem og nánari upplýsingar um réttindi hluthafa má finna á heimasíðu félagsins. Dagskrá fundar Sigurhjörtur Sigfússon hætti í liðinni viku störfum sem forstjóri verkfræði- stofunnar Mannvits. Hann hafði gegnt starfinu frá byrjun árs 2015. Jón Már Halldórsson, sem gegnt hefur stjórnarformennsku í verkfræði- stofunni undanfarin fimm ár, hefur tekið tímabundið við forstjórastarfinu á meðan eftirmanns Sigurhjartar er leitað. Fleiri breytingar hafa orðið á fram- kvæmdastjórn Mannvits undanfarið en fyrr í haust lét Sigríður Indriðadóttir af störfum sem mannauðsstjóri. Áður en Sigurhjörtur tók við forstjóra- starfinu var hann fjármálastjóri Mann- vits frá árinu 2012. Hann hefur auk þess starfað sem sérfræðingur hjá Straumi- Burðarási og forstöðumaður áætlana og greininga hjá Skiptum, forvera Símans. Mannvit, sem er ein stærsta verk- fræðistofa landsins, skilaði 319 milljóna króna hagnaði í fyrra samanborið við 87 milljóna króna hagnað árið áður. – kij Sigurhjörtur hættur sem forstjóri Mannvits Sigurhjörtur Sigfússon Ekki urðu nýafstaðnar kosningar til þess að einfalda stöðuna í íslenskum stjórnmálum. Þvert á móti. Á þingi eru nú átta flokkar og engin hefðbundin tveggja flokka stjórn möguleg. Ljóst er að nú reynir á færni stjórnmálamannanna í mann- legum samskiptum ef ekki á að ganga til kosninga aftur snemma á nýju ári. Getur ekki verið að kjósendur séu hreinlega að kalla á hófsama, íhaldssama stjórn sem tekur tillit til allra sjónarmiða? Annað sem lesa má úr kosningun- um er að ekki virðist mikið ákall meðal kjósenda um frjálslyndi og alþjóðahyggju. Hvernig er annars hægt að lesa annað út úr kosningum sem virðast hafa leitt þrjá Fram- sóknarflokka inn á þing í formi Miðflokksins og Flokks fólksins til viðbótar við gömlu góðu Fram- sókn. Fólk vill greinilega óbreytta stöðu í gjaldmiðilsmálum. Evr- ópusambandið er langt frá því að vera á dagskrá. Hið góða við þessa snúnu stöðu er þó sú staðreynd að ríkisstjórnir sem samanstanda af mörgum flokkum eru líklegar til að draga öfgarnar úr flokkunum. Þannig mun Katrín Jakobsdóttir blessunarlega aldrei halda ein á tékkheftinu, og Sjálfstæðis- flokkurinn getur á móti ekki fyllt stjórnarráðið eingöngu af körlum komnum af léttasta skeiði. Sigmundur Davíð, komist hann í stjórn, getur svo lagt áherslu á sitt eina stefnumál og leyft samstarfs- flokkunum að ráða rest. En að öllu gamni slepptu þá virðist sem íhaldssöm og þjóðleg stjórn komi upp úr krafsinu sama hvernig fer. Þeirra sem aðhyllast alþjóðleg og frjálsleg sjónarmið í flestum málum bíður svo það verkefni að láta í sér heyra á komandi kjör- tímabili og mynda mótvægi við ríkisstjórnina. Taki hver til sín sem vill, en nú hlýtur að vera dauðafæri til að byggja upp fjöldastuðning við slíka hreyfingu. Íhald og einangrun Save the Children á Íslandi 0 1 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :3 8 F B 0 5 6 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 9 K _ N Y .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E 2 0 -7 C 6 4 1 E 2 0 -7 B 2 8 1 E 2 0 -7 9 E C 1 E 2 0 -7 8 B 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 5 6 s _ 3 1 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.