Fréttablaðið - 01.11.2017, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 01.11.2017, Blaðsíða 36
Afkoma HSBC vel yfir væntingumSkotsilfur Hagnaður stórbankans HSBC fyrir skatta jókst um 448 prósent og nam 843 milljónum dala á þriðja fjórðungi ársins. Var afkoman vel yfir væntingum greinenda. Stuart Gulliver, bankastjóri HSBC, sagði á afkomufundi að aðhaldssamar kostnaðaraðgerðir og gott gengi bankans í Asíu hafi átt stóran þátt í bættri afkomu. Stjórnendur bankans hafa undanfarið sagt upp fjölda starfsmanna og selt eignir til þess að koma rekstrinum á réttan kjöl. Fréttablaðið/EPa Ég starfaði á vídeóleigu þegar kvik- myndir voru fyrst gefnar út á DVD- diskum. Eigandinn hafði takmarkaða trú á þessari nýju tækni fyrst um sinn en það skipti litlu þegar upp var staðið, viðskiptavinirnir vildu DVD og fengu þá að lokum. Hver spóla eða diskur kostaði leigurnar umtalsverðar fjárhæðir, enda þurfti að texta þær á íslensku og merkja þar sem óheimilt var að leigja út erlendar vörur. Ein- hverjir keyptu sér spólur erlendis og einstaka krakki fjölfaldaði myndir og þætti til sölu á Irc-inu en umfangið var óverulegt. Að teknu tilliti til gæða, þæginda, kostnaðar og aðgengis var best að versla við vídeóleigurnar. Á svipuðum tíma og Íslendingar voru að venjast DVD-diskum hóf lítið fyrirtæki, Netflix, að bjóða upp á áskriftarþjónustu vestanhafs þar sem diskar voru sendir heim með pósti og skilað sömu leið. Forsvarsmenn fyrir- tækisins stungu upp á samstarfi við helsta samkeppnisaðilann, mynd- bandaleigurisann Blockbuster. Net- flix myndi dreifa myndum í pósti í nafni Blockbuster og hinir síðarnefndu auglýstu og kynntu Netflix fyrir við- skiptavinum sínum. Ekkert varð úr samstarfinu en um áratug síðar varð Blockbuster gjaldþrota og Netflix farið að bjóða upp á streymi sjónvarpsefnis og kvikmynda á vefnum. Í dag eru víd- eóleigur ekki til og tekjur Netflix helmingi hærri en þær voru mestar hjá Blockbuster. Þegar neytendur meta gæði, þægindi, kostnað og fyrirhöfn hefur Netflix haft vinninginn, rétt eins og Spotify á tónlistarsviðinu og Steam á tölvuleikjamarkaðnum. Raunar var því haldið fram í skýrslu bresku hug- verkastofunnar að sterk tengsl væru á milli uppgangs streymisþjónusta og mikils samdráttar í ólöglegu niður- hali. Svo virðist sem neytendur hafi ekki viljað nálgast efni með ólöglegum hætti, án alls kostnaðar, heldur hafi vantað þjónustu sem bauð upp á rétta blöndu gæða, þæginda, kostnaðar og aðgengis. Hinn mjög svo misgóði leikari Edward Norton kom með áhuga- verðan punkt í nýlegu viðtali við bankann Goldman Sachs. Hann sagði ástæðu þess að hugbúnaðarfyrirtæki hafi tekið yfir dreifingu tónlistar þá að tónlistargeirinn reyndi að berjast á móti niðurhalsforritum á borð við Napster í stað þess að tileinka sér tæknina. Sú þróun hafi vissulega komið nokkuð á óvart en Hollywood hafi í áratug séð í hvað stefndi. Netflix væri ekki til í dag hefðu kvikmynda- framleiðendur tileinkað sér og sótt fram í nýrri tækni í stað þess að leggja áherslu á að verja hefðbundna dreif- ingu í formi DVD-diska. Það er ekki hægt að stöðva tækni- lega framþróun. Við getum haft okkar skoðun á því hvort okkur þyki þróunin góð eða slæm en hún þeysist áfram hvort sem er. Netflix, Amazon og fleiri dreifingaraðilar hafa komið sér í yfir- burðastöðu og bera ábyrgð á að halda gæðunum í lagi. Við ættum því öll að hafa áhyggjur af 8 mynda samningi Netflix við Adam Sandler en hver veit nema Billy Madison 2 sé í vinnslu, þá sleppur þetta. Gæði, þægindi, kostnaður og aðgengi björn berg Gunnarsson fræðslustjóri Íslandsbanka. Íslenska lífeyrissjóðskerfið er með því stærsta sem gerist í alþjóð-legum samanburði sem hlutfall af landsframleiðslu. Heildareignir íslenskra lífeyrissjóða nema rúm- lega 3.500 milljörðum króna eða tæp- lega einni og hálfri landsframleiðslu. Mikið hefur verið rætt og ritað undan- farið um eignasamsetningu lífeyris- sjóðanna og þá sérstaklega um hlutfall erlendra eigna. Eins og aðrir hér á landi voru lífeyrissjóðirnir fastir með fjár- magn sitt innan gjaldeyrishafta í mörg ár og þannig dró úr hlutfalli erlendra eigna en samhliða jukust innlendar eignir og þá sérstaklega innlend hluta- bréf. Það verður þó að hafa það í huga að í kjölfar bankahrunsins árið 2008 þurrkuðust yfir 90% af markaðsvirði innlendra hlutabréfa út og því var hlut- fall þess í eignasafni lífeyrissjóða mjög lítið fyrst um sinn. Af umræðunni að dæma virðist það vera trú margra að eign íslenskra líf- eyrissjóða í innlendum hlutabréfum sé mjög mikil en raunveruleikinn er annar. Heildarmarkaðsvirði skráðra fyrirtækja er tæplega 1.000 milljarðar og eiga lífeyrissjóðirnir samtals tæp- lega 400 milljarða af því. Tvö fyrirtæki bera höfuð og herðar yfir önnur hvað stærð varðar en það eru Marel og Össur með markaðsvirði upp á 250 og 200 milljarða hvort um sig. Þessi tvö fyrir- tæki eru því meira en 45% af stærð inn- lenda hlutabréfamarkaðarins og eru lífeyrissjóðir stórir hluthafar í þeim. Af markaðsvirði Marels eiga lífeyrissjóðir um 85 milljarða en í tilfelli Össurar er eign þeirra um 50 milljarðar. Marel og Össur eru stór alþjóðleg fyrirtæki, bæði leiðandi í sinni atvinnu- grein, tekjur þeirra beggja eru nær allar erlendar og starfsemi þeirra að sama skapi að miklu leyti erlendis. Þau eru bæði í samkeppni við önnur alþjóðleg fyrirtæki og rekstrarhorfur sveiflast mun meira með hagsveiflum erlendis en hér á landi. Að þessu sögðu er eðli- legt að skoða hvernig eign lífeyrissjóð- anna liti út ef félögin væru flokkuð sem erlend eign. Þess ber að geta að Össur hefur þegar tilkynnt að hlutabréf fyrir- tækisins muni verða afskráð af íslenska markaðnum fyrir lok árs. Þau munu því einungis verða skráð í Danmörku og ættu því sjálfkrafa að flokkast sem erlend eign í bókum lífeyrissjóðanna við þá breytingu. Eins og sést á myndinni mun innlend hlutabréfaeign lífeyrissjóðanna lækka um 50 milljarða þegar bréf Össurar verða afskráð af íslenska markaðnum, og ef Marel færi sömu leið myndu 85 milljarðar í viðbót flokkast sem erlend hlutabréfaeign lífeyrissjóða. Samtals myndi innlend hlutabréfaeign þeirra því lækka um tæplega 40 prósent. Ekki er vitað til þess að Marel íhugi erlenda skráningu en engu að síður er ekki óeðlilegt að horft sé á eignar- hlut í Marel sem erlenda eign þar sem fyrirtækið á meira sameiginlegt með erlendum fyrirtækjum en innlendum. Auk þess er alls ekki ólíklegt að bréf Marels verði skráð í erlenda kauphöll í framtíðinni enda fram undan mikill vöxtur hjá fyrirtækinu sem mögulega væri auðveldara að fjármagna ef félag- ið væri skráð erlendis. Athyglisvert er að skoða hvaða áhrif þessi sviðsmynd hefur á samsetningu heildareigna lífeyrissjóða. Af heildar- eignum lífeyrissjóðanna eru í dag um 11% fjárfest beint í innlendum hluta- bréfum. Við afskráningu Össurar fer hlutfallið í 9,6% en væri Marel flokkað sem erlend eign, lækkar hlutfallið í ein- ungis 7,3%. Að sama skapi mun hlutfall erlendra eigna lífeyrissjóða hækka úr um 22% í 23,4% við afskráningu Öss- urar og í 25,7% væri Marel flokkað sem erlend eign. Í því samhengi má benda á að af erlendum eignum lífeyris- sjóðanna er yfirgnæfandi meirihluti þeirra í hlutabréfum, með því hæsta sem gerist í OECD-löndunum. Við fyrstu sýn lítur út fyrir að lífeyris- sjóðirnir eigi mikið undir í íslenskum hlutabréfum en við nánari athugun kemur annað í ljós. Ljóst er að Össur mun verða afskráð úr íslensku kaup- höllinni fyrir árslok og þá má færa góð rök fyrir því að líta ætti á Marel sem erlenda eign. Sé þessi mynd teiknuð upp kemur í ljós að hlutfall innlendra hlutabréfa af heildareignum lífeyris- sjóðanna er rúmlega 7%. Því er engin ástæða til þess lífeyrissjóðirnir haldi ekki áfram fjárfestingum í innlendum hlutabréfum samhliða auknum erlendum fjárfestingum Innlend hlutabréfaeign ofmetin Jóhann Gísli Jóhannesson sjóðsstjóri hlutabréfasjóða GAMMA 2,5% 2,0% 1,5% 1,0% 0,5% 0,0% Eign lífeyrissjóða í einstökum félögum % af heildareignum M ar el Ö ss ur ic el an da ir re iti r H b Gr an di Ei m sk ip H ag ar Ei k Sí m in n re gi nn N 1 Sj óv á tM V ís Vo da fo ne Sk el ju ng ur N ýh er ji Til Eimskips Sigurður Orri Jónsson, sem setið hefur í framkvæmda- stjórn Skeljungs frá júlímánuði 2015, síðast sem framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs, hefur hafið störf hjá Eimskip. Hefur hann verið ráðinn forstöðumaður hjá skipafélaginu en þar mun hann meðal annars sinna sölumálum. Sigurður er ekki ókunnugur nýjum starfsvettvangi en áður en hann var ráðinn til Skeljungs gegndi hann meðal annars stöðu framkvæmda- stjóra Eimskips í Danmörku. Hann hefur þó ekki formlega látið af störfum hjá olíufélaginu, en í tilkynn- ingu félagsins kom fram að hann myndi sinna störfum framkvæmda- stjóra þar til eftirmaður hans hefur verið fundinn. Lætur til sín taka Færeyingurinn Hendrik Egholm var ekki lengi að láta til sín taka eftir að hann tók við starfi forstjóra olíufélagsins Skeljungs í byrjun október. Alls var 29 starfs- mönnum félagsins sagt upp störfum í síðustu viku en samhliða upp- sögnunum var skipulagi Skeljungs gjörbreytt, svið sameinuð og stjórn- unarstöðum fækkað. Standa vonir Færeyingsins til þess að rekstrar- kostnaður félagsins geti lækkað um 160 milljónir króna á ári. Það munar um minna á tímum sem þessum þegar launakostnaður fer ört hækk- andi og samkeppnin – eftir tilkomu Costco – hefur aldrei verið harðari. Versla minna Afkoma N1 á þriðja ársfjórðungi var með ágætum en þó kom dræm sala mörgum á óvart. Þannig dróst eldsneytissala saman um 0,6 prósent í krónum talið, en greinendur höfðu reiknað með töluverðri aukningu. Forstjórinn, Eggert Þór Kristófers- son, hefur nefnt að merki séu um að ferðamenn fari styttri ferðir út á land en áður. Greinendur Lands- bankans taka skýrar til orða og segja einfaldlega að svo virðist sem ferða- maðurinn hafi dregið úr viðskiptum sínum við félagið. 1 . n ó v E m b E r 2 0 1 7 m I Ð v I K U D A G U r10 markaðurinn 0 1 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :3 8 F B 0 5 6 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E 2 0 -9 0 2 4 1 E 2 0 -8 E E 8 1 E 2 0 -8 D A C 1 E 2 0 -8 C 7 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 5 6 s _ 3 1 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.